Netflix fjarlægir ljósmynd af Sigurði Inga úr kvikmyndinni The Laundromat

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sást bregða fyrir í kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Netflix hefur nú breytt atriðinu eftir að ráðherrann fékk lögmann í málið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Streymi­þjón­ustan og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Net­flix hefur tekið ljós­mynd af Sig­urði Inga Jóhann­syni, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, úr kvik­mynd­inni The Laun­dro­m­at. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hjá ráð­herr­anum í dag.

Í henni segir að hann hafi fengið lög­mann til þess að ganga í málið og í fram­hald­inu hafi Net­flix tekið þetta atriði úr mynd­inni og sett annað í stað­inn – sem sam­ræm­ist betur raun­veru­leik­anum í mál­inu. Mjög margir hafi hvatt hann til þess að fara fram á leið­rétt­ingu og þakkar hann stuðn­ing­inn. „Rétt skal vera rétt,“ skrifar hann.

Kjarn­inn greindi frá því á sínum tíma þegar málið komst í hámæli í októ­ber 2019 að Sig­­urður Ingi hefði sagt að skeytum hefði rignt yfir hann og sím­­tölum með ábend­ingum um mynd­ina.

Auglýsing

Í kvik­­mynd­inni, sem sýnd var á Net­fl­ix, er fjallað um Pana­ma­skjölin og lög­­fræð­i­­stof­una Mossack Fon­­seca. „Svo illa vill til að í henni birt­ist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóð­­ar­­leið­­toga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburða­rásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, í skatta­­skjólum Mossack Fon­­seca var hann knú­inn til að segja af sér,“ skrif­aði hann í októ­ber.

Svona birtist þetta upprunalega í kvikmyndinni.

Sig­urður Ingi tók við sem for­­­sæt­is­ráð­herra í apríl árið 2016 eftir mikið umrót í stjórn­­­málum á Íslandi vegna umtal­aðra upp­­­ljóstrana í fjöl­mið­l­­um. Hann var vara­­for­­maður Fram­­sóknar á þessum tíma en var síðan kjör­inn for­­­maður ­flokks­ins í byrjun októ­ber sama ár. Hann tók við emb­ætt­inu af Sig­­­mundi Davíð Gunn­laugs­­­syni sem síðar stofn­aði Mið­­flokk­inn.

Hann sagði við sama tæki­færi að þetta hefðu verið erf­iðir tímar í íslenskum stjórn­­­málum og að Íslend­ingar hefðu verið fullir af rétt­látri reiði og því mikil áskorun að setj­­­ast í stól for­­sæt­is­ráð­herra. „Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verk­efni mitt og ann­­arra stjórn­­­mála­­manna að efla traust í íslensku sam­­fé­lagi og er sú rík­­is­­stjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöð­ug­­leika og mynda sátt í sam­­fé­lag­in­u.“

Ráð­herr­ann sagði að eins og honum þætti það sárt og óþol­andi að vera bend­l­aður við þessi spill­ing­­ar­­mál í The Laun­dro­­mat þá yrði mynd­inni vart breytt úr þessu. Fals­fréttir væru og yrðu vanda­­mál á tækni- og upp­­lýs­inga­öld. Það væri áskorun fyrir fjöl­miðla­heim­inn og fram­­leið­endur efnis að hafa sann­­leik­ann ávallt að leið­­ar­­ljósi.

Sig­urður Ingi var ekki alveg sann­spár þegar hann skrif­aði færsl­una í októ­ber þar sem mynd­inni hefur nú verðir breytt, eins og hann greindi frá í dag.

Síð­ast­liðið haust skýrði ég frá mynd­birt­ingu hér á Face­book sem varðar kvik­mynd á Net­flix en eins og ýmsum er vænt­an­lega...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Sunday, June 7, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent