Netflix fjarlægir ljósmynd af Sigurði Inga úr kvikmyndinni The Laundromat

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sást bregða fyrir í kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Netflix hefur nú breytt atriðinu eftir að ráðherrann fékk lögmann í málið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Streymi­þjón­ustan og fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Net­flix hefur tekið ljós­mynd af Sig­urði Inga Jóhann­syni, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, úr kvik­mynd­inni The Laun­dro­m­at. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hjá ráð­herr­anum í dag.

Í henni segir að hann hafi fengið lög­mann til þess að ganga í málið og í fram­hald­inu hafi Net­flix tekið þetta atriði úr mynd­inni og sett annað í stað­inn – sem sam­ræm­ist betur raun­veru­leik­anum í mál­inu. Mjög margir hafi hvatt hann til þess að fara fram á leið­rétt­ingu og þakkar hann stuðn­ing­inn. „Rétt skal vera rétt,“ skrifar hann.

Kjarn­inn greindi frá því á sínum tíma þegar málið komst í hámæli í októ­ber 2019 að Sig­­urður Ingi hefði sagt að skeytum hefði rignt yfir hann og sím­­tölum með ábend­ingum um mynd­ina.

Auglýsing

Í kvik­­mynd­inni, sem sýnd var á Net­fl­ix, er fjallað um Pana­ma­skjölin og lög­­fræð­i­­stof­una Mossack Fon­­seca. „Svo illa vill til að í henni birt­ist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóð­­ar­­leið­­toga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburða­rásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, í skatta­­skjólum Mossack Fon­­seca var hann knú­inn til að segja af sér,“ skrif­aði hann í októ­ber.

Svona birtist þetta upprunalega í kvikmyndinni.

Sig­urður Ingi tók við sem for­­­sæt­is­ráð­herra í apríl árið 2016 eftir mikið umrót í stjórn­­­málum á Íslandi vegna umtal­aðra upp­­­ljóstrana í fjöl­mið­l­­um. Hann var vara­­for­­maður Fram­­sóknar á þessum tíma en var síðan kjör­inn for­­­maður ­flokks­ins í byrjun októ­ber sama ár. Hann tók við emb­ætt­inu af Sig­­­mundi Davíð Gunn­laugs­­­syni sem síðar stofn­aði Mið­­flokk­inn.

Hann sagði við sama tæki­færi að þetta hefðu verið erf­iðir tímar í íslenskum stjórn­­­málum og að Íslend­ingar hefðu verið fullir af rétt­látri reiði og því mikil áskorun að setj­­­ast í stól for­­sæt­is­ráð­herra. „Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verk­efni mitt og ann­­arra stjórn­­­mála­­manna að efla traust í íslensku sam­­fé­lagi og er sú rík­­is­­stjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöð­ug­­leika og mynda sátt í sam­­fé­lag­in­u.“

Ráð­herr­ann sagði að eins og honum þætti það sárt og óþol­andi að vera bend­l­aður við þessi spill­ing­­ar­­mál í The Laun­dro­­mat þá yrði mynd­inni vart breytt úr þessu. Fals­fréttir væru og yrðu vanda­­mál á tækni- og upp­­lýs­inga­öld. Það væri áskorun fyrir fjöl­miðla­heim­inn og fram­­leið­endur efnis að hafa sann­­leik­ann ávallt að leið­­ar­­ljósi.

Sig­urður Ingi var ekki alveg sann­spár þegar hann skrif­aði færsl­una í októ­ber þar sem mynd­inni hefur nú verðir breytt, eins og hann greindi frá í dag.

Síð­ast­liðið haust skýrði ég frá mynd­birt­ingu hér á Face­book sem varðar kvik­mynd á Net­flix en eins og ýmsum er vænt­an­lega...

Posted by Sig­urður Ingi Jóhanns­son on Sunday, June 7, 2020


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent