Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum

Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.

bjór og hvítt
Auglýsing

Flestir breyttu ekki áfeng­is­notkun sinni á tíma­bil­inu mars til apríl 2020, eða 56 pró­sent, en þriðj­ungur hefur þó notað minni áfengi sem virð­ist vera í sam­ræmi við nið­ur­stöður frá öðrum lönd­um. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem emb­ætti land­læknis óskaði eftir til að athuga hvort breyt­ingar yrðu á áfeng­is­neyslu full­orð­inna á tímum COVID-19.

Tæp­lega 30 pró­sent sögð­ust drekka sjaldnar eða mun sjaldnar en venju­lega en 15 pró­sent oftar eða mun oft­ar. Rúm­lega 30 pró­sent sögð­ust drekka færri drykki en venju­lega og 14 pró­sent sögð­ust drekka fleiri drykki en venju­lega.

Auglýsing

Þegar spurt var um ölvun, eða hvort við­kom­andi hafi drukkið fleiri en fimm drykki við sama til­felli, sögð­ust um 35 pró­sent gera það aðeins eða mun sjaldnar en venju­lega og aðeins 3 pró­sent oftar en venju­lega. Alls svör­uðu 850 manns könn­un­inn­i. 

Mynd: Gallup

Drykkja skamm­góður vermir

Á vef­síðu emb­ættis land­læknis kemur fram að það sé ánægju­legt að sjá að flestir lands­menn hafi farið eftir til­mælum að auka ekki áfeng­is­notkun sína á meðan far­ald­ur­inn gekk yfir.

Alma Möller land­læknir ítrek­aði á dag­­legum blaða­­manna­fundi þann 29. mars að ekki væri gagn­­legt að nota áfengi til að takast á við erf­iðar til­­f­inn­ingar eins og áhyggjur og kvíða – eða til að slaka á. Það væri skamm­­góður vermir sem gerði ógagn.

Fram kom í fréttum sömu viku að sala á áfengi í Vín­­­búð­unum hefði auk­ist um 24 pró­­sent í lítrum talið síðan sam­komu­­bannið hóf­st, miðað við sömu vikur í fyrra. Við­­skipta­vinum hefði þó ekki fjölgað eins, svo hver og einn keypti meira. Lítra­­sala á rauð­víni og hvítvíni hefði auk­ist um helm­ing.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent