Ekki skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að leggja mikið undir í íslensku flugfélagi

Beinast liggur við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunnar HÍ. Ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þótt það fari í þrot. Lánardrottnar gætu samið við fyrri stjórnendur um að halda rekstrinum áfram.

Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Auglýsing

Þótt líf­eyr­is­sjóðir eigi tæpan helm­ing alls hluta­fjár í Icelandair Group, og raunar stóran hluta eig­in­fjár í íslensku atvinnu­lífi, er ýmis­legt sem mæli á móti því að þeir leggi meira fé í rekstur félags­ins. Stór hluti í einu flug­fé­lagi sé til að mynda vara­samur út frá sjón­ar­miðum um áhættu­dreif­ingu. Þá átti fyrri fjár­fest­ing hluta sjóð­anna í Icelandair Group, þegar félagið var fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagt eftir banka­hrun­ið, sér stað þegar til staðar voru fjár­magns­höft sem gerðu líf­eyr­is­sjóðum ekki kleift að fjár­festa í útlönd­um. Fjár­fest­ingin var því ekki til komin vegna þess að Icelandair Group hefði verið besti fjár­fest­inga­kostur sem til væri.Sigurður Jóhannesson Mynd: Háskóli Íslands 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í grein Sig­urðar Jóhann­es­son­ar, for­stöðu­manns Hag­fræði­stofn­unnar Háskóla Íslands, sem birt­ist í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ingar sem barst áskrif­endum í lok síð­ustu viku.

­Sig­urður segir þar að nú sé þrýst á líf­eyr­is­sjóði að taka þátt í end­ur­fjár­mögnun Icelandair Group með þjóð­ar­hag í huga. „Hags­munir Icelandair fara vissu­lega saman við hags­muni margra félaga í íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, en einu hags­mun­irnir sem sam­eina alla sjóðs­fé­laga eru að sjóð­irnir ávaxt­ist vel og geti borgað góðan líf­eyri. Besta leiðin til þess að draga úr óvissu um líf­eyr­is­greiðslur á kom­andi árum er senni­lega að sjóð­irnir beini hluta­bréfa­kaupum sínum til útlanda. Aðrir fjár­festar hér á landi ráða lík­lega ekki yfir jafn­miklu fé og líf­eyr­is­sjóð­ir, en um þá gilda sömu rök: Lík­ast til er ekki skyn­sam­legt að þeir leggi mikið undir í íslensku flug­fé­lag­i.“

Ættu að sækja nýtt hlutafé til útlanda

Að mati Sig­urðar liggur bein­ast við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda. „Vissu­lega getur brugðið til beggja vona um gengi hluta­bréfa í félag­inu, en þau þurfa ekki að vera slæm fjár­fest­ing fyrir fjár­fest­ing­ar­sjóði sem eiga eignir víða. Eng­inn vafi er á að áfram verður flogið til Íslands. Icelandair er í betri stöðu en önnur félög í Íslands­flugi vegna þekk­ingar innan félags­ins á mark­að­inum og vel­vildar sem félagið nýt­ur.“ 

Auglýsing
Ríkisábyrgð vegna lána Icelandair myndi bæt­ast við aðrar björg­un­ar­að­gerðir rík­is­ins við íslenskt atvinnu­líf, en um miðjan maí var talið að þær næmu sam­tals 350 millj­örðum króna. Sig­urður segir að almenn sam­staða virð­ist vera um þær ef marka megi umræður í fjöl­miðlum og umsagnir um frum­vörp stjórn­ar­inn­ar. Alltaf veki til dæmis athygli þegar Við­skipta­ráð fagni miklum fjár­út­látum úr rík­is­sjóði og biður um meira. „Á mörgum má skilja að við þessar aðstæður sé allur stuðn­ingur rík­is­sjóðs við fyr­ir­tæki góð­ur. Þær ákvarð­anir reyn­ast ekki alltaf vel, sem teknar eru í slíku and­rúms­lofti. Hollt er að staldra við og spyrja hvað lands­menn hafa upp úr því að styðja meira við félagið en orðið er. Ýmis­legt tap­ast ef Icelandair verður gjald­þrota. End­ur­reist félag með nýja kenni­tölu mundi til dæmis greiða hærra áhættu­á­lag á vexti en Icelanda­ir. Á móti má spyrja hvort kostn­aður flug­fé­laga eigi ekki að end­ur­spegla raun­veru­legan kostnað við áhættu í rekstr­in­um. Í þessu sam­bandi má nefna að flug­véla­bensín hefur verið und­an­þegið kolefn­is­gjald­i.“

Umhverf­is­vernd­ar­sam­tök séuá meðal fárra sem mót­mæli nú rík­is­stuðn­ingi við flug­fé­lög. En einnig megi benda á að end­ur­skipu­lagn­ing á flug­mark­aði taki tíma. „Brott­hvarf Icelandair tefur fyrir upp­bygg­ingu ferða­þjón­ustu á næstu miss­er­um. Rök af þessu tagi verður að vega á móti kostn­aði sem stuðn­ingur við félagið leggur á skatt­greið­end­ur.“

Hvað ger­ist ef Icelandair á ekki fyrir skuld­um? 

Sig­urður segir í grein­inni að ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þó að það fari í þrot. For­ræði félags­ins fær­ist þá um sinn til lán­ar­drottna og fram­tíð þess yrði í höndum þeirra. „Þeir verða að svara spurn­ingum eins og: Fáum við meira upp í skuld­irnar með því að selja eignir eða halda rekstr­inum áfram? Er rekstr­inum kannski betur borgið í höndum nýrra stjórn­enda? Flug­vélar eru ekki í háu verði þessa dag­ana. Vand­ræði félags­ins verða ekki heldur rakin til mis­taka í rekstr­in­um. Ekki kæmi á óvart að lán­ar­drottnar semji við fyrri stjórn­endur um að halda rekstr­inum áfram, þó að engir rík­is­styrkir komi til.“

Hægt er að ger­­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent