Fjármálaráðuneytið lagðist gegn ráðningu Þorvalds og sagði hann of virkan í pólitík

Fjármála- og efnahagsráðuneytið fór með rangfærslur um Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor við erlenda aðila er verið var að ræða hvort hann ætti að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Þorvaldur kveðst vera með gilda ráðningu í stöðuna.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið sagði Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor vera of virkan í stjórnmálum til að geta notið stuðnings í ritstjórastöðu samnorræns fræðatímarits.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið sagði Þorvald Gylfason hagfræðiprófessor vera of virkan í stjórnmálum til að geta notið stuðnings í ritstjórastöðu samnorræns fræðatímarits.
Auglýsing

Starfs­maður fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins kom þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­mála­ráðu­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar að ráðu­neytið gæti ekki stutt að Þor­valdur Gylfa­son, hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­stjóri nor­ræna fræða­tíma­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Ástæðan sem ráðu­neytið gaf upp var sú að Þor­valdur hefði verið og væri enn, sam­kvæmt bestu vit­neskju ráðu­neyt­is­ins, for­maður stjórn­mála­afls. Hann væri því of póli­tískt virkur til þess að ráðu­neytið gæti stutt að hann yrði rit­stjóri fræða­tíma­rits­ins. 

Þarna fór starfs­maður ráðu­neyt­is­ins með rang­færslur um pró­fess­or­inn. Hann var vissu­lega á meðal stofn­enda Lýð­ræð­is­vakt­ar­innar árið 2013 og leiddi hana til Alþing­is­kosn­inga þar sem flokk­ur­inn hlaut eft­ir­minni­lega 2,46 pró­sent atkvæða, en hætti síðan í stjórn flokks­ins um haustið 2013 og hefur ekki gegnt trún­að­ar­störfum í stjórn­málum síð­an.

Auglýsing

Þor­vald­ur, sem fékk tölvu­póst­sam­skipti ráðu­neyt­is­ins við Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina afhent á grund­velli upp­lýs­inga­laga, segir við Kjarn­ann að ráðu­neytið hafi hvorki veitt sér stað­fest­ingu á að þessar rang­færslur um hann hafi verið leið­rétt­ar, né afsök­un­ar­beiðni fyrir að hafa farið með rangt mál um sig.

Hann telur ljóst að rang­færsl­urnar hafi komið í veg fyrir ráðn­ingu hans í rit­stjóra­starf­ið, sem Þor­valdur segir að hafi verið aft­ur­kölluð munn­lega 13. nóv­em­ber.

Kjarn­inn fjall­aði um úrskurð úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál í mál­inu síð­asta föstu­dag og hefur blaða­maður síðan fengið að sjá gögn sem tengj­ast mál­inu.

Þor­valdur segir að búið hafi verið að bjóða sér rit­stjóra­starfið og annað er ekki hægt að lesa út úr tölvu­póst­sam­skiptum hans við starfs­mann Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, sem dag­sett eru 1. nóv­em­ber. 

Skjáskot úr tölvubréfi starfsmanns Norrænu ráðherranefndarinnar til Þorvalds, 1. nóvember 2019.

Þann dag kann­aði starfs­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar hvort Þor­valdur hefði kom­ist að nið­ur­stöðu um hvort hann vildi þiggja starf sem rit­stjóri Nor­dic Economic Policy Revi­ew. Það er fræða­tíma­rit sem nor­rænu fjár­mála­ráðu­neytin gefa út í sam­starfi við rann­sókna­stofn­un­ina Nor­dreg­io, sem heyrir undir Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina.

Þor­valdur þáði starfstil­boðið með tölvu­pósti eftir að hafa fengið upp­lýs­ingar um bæði starfs­að­stæður og kaup og kjör og fékk í kjöl­farið svar til baka frá starfs­manni Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­inn­ar, þar sem honum var þakkað fyrir að þiggja starf­ið. 

„Við hlökkum til að hafa þig og þína sér­þekk­ingu með okkur í næstu útgáfum NEPR,“ sagði emb­ætt­is­maður Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar í pósti til Þor­valds, sem segir enga fyr­ir­vara hafa verið á ráðn­ingu sinni.

Vildu frekar leggja til annan Íslend­ing síðar

Eftir þetta fóru þó í hönd umræður á milli nor­rænu fjár­mála­ráðu­neyt­anna um hver skyldi verða ráð­inn næsti rit­stjóri tíma­rits­ins, en öll ríkin þurfa að vera sam­hljóða um ráðn­ingu rit­stjóra NEPR. Íslenska ráðu­neytið hefur sagt Þor­valdi í bréfa­skiptum þeirra á milli að hann hafi aldrei verið form­lega ráð­inn í starf­ið, það sé mis­skiln­ing­ur. Hann hafi ein­ungis verið einn margra sem komu til greina.

Þann 4. nóv­em­ber sendi starfs­maður finnska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins póst á kollega sína á hinum Norð­ur­lönd­unum þar sem hann sagði að nú væri kom­inn annar kandídat í starf­ið, Þor­valdur Gylfa­son. Miðað við fyr­ir­sögn tölvu­póst­sam­skipt­anna stóð valið þá á milli hans og finnsks pró­fess­ors, Jukka Pekk­ar­inen.

Emb­ætt­is­maður í íslenska ráðu­neyt­inu svar­aði full­trúa finnska ráðu­neyt­is­ins per­sónu­lega 7. nóv­em­ber og sagði að Ísland gæti ekki stutt Þor­vald í rit­stjóra­starf­ið, án þess þó að rök­styðja af hverju.

Úr tölvupósti starfsmanns íslenska ráðuneytisins til kollega í Finnlandi 7. nóvember.

„Við tókum vel í upp­á­stung­una um að rit­stjóra­starfið myndi að nokkru leyti fær­ast á milli land­anna, en við vildum frekar leggja til Íslend­ing í starfið síðar fremur en að styðja Gylfa­son nún­a,“ sagði íslenski emb­ætt­is­mað­ur­inn.

Full­trúi finnska ráðu­neyt­is­ins svar­aði þessu sama dag og sagð­ist „mjög undr­andi“ á þess­ari afstöðu Íslands. „Teljið þið í fjár­mála­ráðu­neyt­inu að hann væri ekki hæfur og fær um að stýra NEPR?“ spurði finnski emb­ætt­is­mað­ur­inn, sem sagð­ist enn fremur hafa skoðað opin­berar upp­lýs­ingar um Þor­vald og út frá þeim talið hann mjög góðan kandídat í starf­ið.  

Úr tölvupósti frá starfsmanni finnska fjármálaráðuneytisins til þess íslenska 7. nóvember.

„Það er rétt - hann nýtur ekki okkar stuðn­ings,“ svar­aði íslenski emb­ætt­is­mað­ur­inn þeim finnska morg­un­inn eft­ir, 8. nóv­em­ber, og bætti því við að íslenska ráðu­neytið gæti stutt hinn finnska Pekk­ar­inen í stöð­una.  

Auk þess­ara einka­skila­boða til finnska emb­ætt­is­manns­ins kom íslenska ráðu­neytið afstöðu sinni áleiðis til allra sem fengu upp­runa­lega tölvu­póst­inn frá finnska ráðu­neyt­inu.

Í þeim pósti, sem sendur var 8. nóv­em­ber, segir að eftir smá umræður í ráðu­neyt­inu hafi verið kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Ísland myndi fremur styðja Pekk­ar­inen í stöð­una. „Við teljum að Gylfa­son sé ekki rétti kandídatinn,“ segir í svari íslenska emb­ætt­is­manns­ins.

Þessi afstaða kom full­trúa danska ráðu­neyt­is­ins mjög á óvart, rétt eins og þeim finnska, og bað sá danski íslenska ráðu­neytið um að færa rök fyrir afstöðu sinni. „Á pappír virð­ist hann vera afar hæfur umsækj­andi. Við vildum gjarnan geta tekið upp­lýsta ákvörðun hérna,“ segir danski emb­ætt­is­mað­ur­inn í tölvu­pósti 8. nóv­em­ber.

Úr tölvupósti frá starfsmanni danska fjármálaráðuneytisins 8. nóvember.

Efn­is­legt svar um ástæð­urnar fyrir því að Ísland gæti ekki stutt stutt Þor­vald barst svo frá íslenska emb­ætt­is­mann­inum þann 11. nóv­em­ber:  

„Þor­valdur er virkur í stjórn­mál­um. Hann hefur ver­ið, og er ennþá eftir því sem við best vit­um, for­maður Lýð­ræð­is­vakt­ar­inn­ar. Við teljum ekki við­eig­andi að mann­eskja sem er svo virk í stjórn­mál­um, hvað þá ein­hver sem veitir stjórn­mála­afli for­mennsku, sé rit­stjóri NEPR,“ segir starfs­maður ráðu­neyt­is­ins, sem stingur síðan upp á því að Frið­rik Már Bald­urs­son, for­seti við­skipta­deildar Háskól­ans í Reykja­vík, væri heppi­legri í starf­ið.

Þorvaldur er virkur í pólitík og því er ekki viðeigandi að hann ritstýri NEPR, sagði starfsmaður íslenska fjármálaráðuneytisins í tölvupósti til erlendra kollega 11. nóvember.

Starfstil­boð aft­ur­kallað munn­lega

Þessir tölvu­póstar sem Kjarn­inn hefur séð varpa ekki nán­ara ljósi á það sem fór nor­rænu ráðu­neyt­anna á milli varð­andi mögu­lega ráðn­ingu Þor­valds í starf­ið, en þetta eru einu tölvu­póst­sam­skiptin sem úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál gerði ráðu­neyt­inu að afhenda Þor­valdi.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið seg­ist hafa leið­rétt rang­færsl­urnar sem settar voru fram um póli­tíska þátt­töku pró­fess­ors­ins, en hann sjálfur hefur sem áður segir ekki fengið stað­fest­ingu á því, þrátt fyrir að lög­maður hans hafi sér­stak­lega óskað eftir því við ráðu­neytið að upp­lýst verði um dag­setn­ingar slíkra sam­skipta.

Þann 13. nóv­em­ber, tveimur dögum eftir að starfs­maður fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sagði erlendum kol­legum sínum frá að Ísland gæti ekki stutt Þor­vald í starfið vegna stjórn­mála­þátt­töku hans, seg­ist Þor­valdur hafa fengið sím­tal frá starfs­manni Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar þar sem honum var tjáð að hann yrði, þrátt fyrir að hafa þegar þegið starfstil­boð, ekki ráð­inn næsti rit­stjóri NEPR. 

Þetta segir Þor­valdur að geti ekki stað­ist, laga­lega, þar sem tölvu­póst­sam­skipti hans við Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ina um atvinnu­boðið hafi verið ígildi bind­andi samn­ings. 

Bréf frá lögmanni Þorvalds til Norrænu ráðherranefndarinnar, dagsett 27. nóvember.



Í bréfi sem lög­maður hans sendi Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni 27. nóv­em­ber segir að Þor­valdur áskilji sér rétt til þess að sækja skaða­bætur til Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar vegna ólög­mætra slita á ráðn­ing­ar­sam­bandi og vegna orð­spor­s­miss­is. 

Nor­ræna ráð­herra­nefndin er hvött til þess að stinga upp á sátt vegna deil­unn­ar, en við þessu bréfi hefur ekki verið brugð­ist.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk frá Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni verður Harry Flam, hag­fræði­pró­fessor við Stokk­hólms­há­skóla, næsti rit­stjóri Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent