„Það er nákvæmlega svona sem Sjálfstæðisflokkurinn starfar. Ef þú ert ekki með þeim í liði þá ertu of pólitískur. Þetta gerir það að verkum að meginþorri lögmanna, hagfræðinga og annarra sérfræðinga um ýmislegt er varðað getur stjórnarhætti veigra sér við að tjá sig. Það er líka þess vegna sem fjölmiðlafólk margt hvert hikar frekar en að fjalla um.“
Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um frétt Kjarnans frá því í morgun þar sem fram kemur að starfsmaður fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi komið þeim boðum til kollega sinna í norrænum fjármálaráðuneytum og til Norrænu ráðherranefndarinnar að ráðuneytið gæti ekki stutt að Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, yrði ráðinn sem ritstjóri norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review.
Ástæðan sem ráðuneytið gaf upp var sú að Þorvaldur hefði verið og væri enn, samkvæmt bestu vitneskju ráðuneytisins, formaður stjórnmálaafls. Hann væri því of pólitískt virkur til þess að ráðuneytið gæti stutt að hann yrði ritstjóri fræðatímaritsins.
Helga Vala segir að Sjálfstæðisflokkurinn hiki ekki við að reyna að hafa störf af heiðvirðu fólki eða eftir atvikum koma í veg fyrir slíkar stöðuveitingar. „Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn í boði VG. Við skulum muna það,“ skrifar hún.
Það er nákvæmlega svona sem Sjálfstæðisflokkurinn starfar. Ef þú ert ekki með þeim í liði þá ertu of pólitískur. Þetta...
Posted by Helga Vala Helgadóttir on Tuesday, June 9, 2020
Íslenska útgáfan af „berufsverbot“
Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, tjáir sig einnig á Facebook og segir þetta vera íslenska útgáfu af „berufsverbot“ – sem samkvæmt því hugtaki er mönnum refsað sem eru stjórnvöldum ekki þóknanlegir.
Íslenska útgáfan af berufsverbot.
Posted by Gylfi Magnússon on Tuesday, June 9, 2020
Þorvaldi refsað fyrir að „tjá sig skilmerkilega og óttalaust um þjóðmál“
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á Facebook að málið sé hneyksli. „Dæmið af ofsóknum Sjálfstæðismanna á hendur Þorvaldi Þorvaldur Gylfason sýnir í hnotskurn þann vanda sem við er að etja í opinberri umræðu hér á landi, jafnt í fjölmiðlum sem í akademíu. Þorvaldi er refsað fyrir að tjá sig skilmerkilega og óttalaust um þjóðmál í ræðu og riti.
Slíkt verður ekki liðið og ná ofsóknirnar út fyrir landsteinana; Þorvaldur hefur getið sér gott orð sem hagfræðingur á alþjóðavísu og býðst því starf, sem Flokkurinn hér heima kemur svo í veg fyrir að hann fái. Ekki að furða þó að fólk striti við að þegja hér á landi, hafi það eitthvað fram að færa sem kann að koma illa við Flokkinn,“ skrifar hann.