Lögmenn, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar veigri sér við að tjá sig

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sjálfstæðisflokkurinn hiki ekki við að reyna að hafa störf af heiðvirðu fólki eða eftir atvikum koma í veg fyrir slíkar stöðuveitingar.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Það er nákvæm­lega svona sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn starfar. Ef þú ert ekki með þeim í liði þá ertu of póli­tísk­ur. Þetta gerir það að verkum að meg­in­þorri lög­manna, hag­fræð­inga og ann­arra sér­fræð­inga um ýmis­legt er varðað getur stjórn­ar­hætti veigra sér við að tjá sig. Það er líka þess vegna sem fjöl­miðla­fólk margt hvert hikar frekar en að fjalla um.“

Þetta segir Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um frétt Kjarn­ans frá því í morgun þar sem fram kemur að starfs­­maður fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins hafi komið þeim boðum til kollega sinna í nor­rænum fjár­­­mála­ráðu­­neytum og til Nor­rænu ráð­herra­­nefnd­­ar­innar að ráðu­­neytið gæti ekki stutt að Þor­­valdur Gylfa­­son, hag­fræð­i­­pró­­fessor við Háskóla Íslands, yrði ráð­inn sem rit­­stjóri nor­ræna fræða­­tíma­­rits­ins Nor­dic Economic Policy Revi­ew.

Ástæðan sem ráðu­­neytið gaf upp var sú að Þor­­valdur hefði verið og væri enn, sam­­kvæmt bestu vit­­neskju ráðu­­neyt­is­ins, for­­maður stjórn­­­mála­afls. Hann væri því of póli­­tískt virkur til þess að ráðu­­neytið gæti stutt að hann yrði rit­­stjóri fræða­­tíma­­rits­ins. 

Auglýsing

Helga Vala segir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hiki ekki við að reyna að hafa störf af heið­virðu fólki eða eftir atvikum koma í veg fyrir slíkar stöðu­veit­ing­ar. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í rík­is­stjórn í boði VG. Við skulum muna það,“ skrifar hún. 

Það er nákvæm­lega svona sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn starfar. Ef þú ert ekki með þeim í liði þá ertu of póli­tísk­ur. Þetta...

Posted by Helga Vala Helga­dóttir on Tues­day, June 9, 2020


Íslenska útgáfan af „berufsver­bot“

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent við Háskóla Íslands, tjáir sig einnig á Face­book og segir þetta vera íslenska útgáfu af „berufsver­bot“ – sem sam­kvæmt því hug­taki er mönnum refsað sem eru stjórn­völdum ekki þókn­an­leg­ir. 

Íslenska útgáfan af berufsver­bot.

Posted by Gylfi Magn­ús­son on Tues­day, June 9, 2020


Þor­valdi refsað fyrir að „tjá sig skil­merki­lega og ótta­laust um þjóð­mál“

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir á Face­book að málið sé hneyksli. „Dæmið af ofsóknum Sjálf­stæð­is­manna á hendur Þor­valdi Þor­valdur Gylfa­son sýnir í hnot­skurn þann vanda sem við er að etja í opin­berri umræðu hér á landi, jafnt í fjöl­miðlum sem í aka­dem­íu. Þor­valdi er refsað fyrir að tjá sig skil­merki­lega og ótta­laust um þjóð­mál í ræðu og rit­i. 

Slíkt verður ekki liðið og ná ofsókn­irnar út fyrir land­stein­ana; Þor­valdur hefur getið sér gott orð sem hag­fræð­ingur á alþjóða­vísu og býðst því starf, sem Flokk­ur­inn hér heima kemur svo í veg fyrir að hann fái. Ekki að furða þó að fólk striti við að þegja hér á landi, hafi það eitt­hvað fram að færa sem kann að koma illa við Flokk­inn,“ skrifar hann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent