Áform Kadeco um flugvallarborg standa

Kadeco ætlar að halda samkeppni um skipulag á landi milli Reykjanesbæjar og flugvallarins á næsta ári. Svæðið er hugsað undir flugtengda starfsemi og fyrirtæki sem reiða sig á flugsamgöngur.

Kadeco hafði það hlutverk að selja fasteignir sem Bandaríkjaher skildi eftir á Ásbrú.
Kadeco hafði það hlutverk að selja fasteignir sem Bandaríkjaher skildi eftir á Ásbrú.
Auglýsing

Áætl­anir Kadeco um upp­bygg­ingu svo­kall­aðrar flug­vall­ar­borgar í nágrenni Kefla­vík­ur­flug­vallar hafa ekki breyst þrátt fyrir að fjöldi far­þega um Kefla­vík­ur­flug­völl hafi fækkað mikið á síð­asti ári. Þetta segir fram­kvæmda­stjóri Kadeco, Pálmi Freyr Rand­vers­son í sam­tali við Kjarn­ann. Hann tekur þó fram að umfang verk­efn­is­ins geti tekið mið af far­þega­tölum sem hann er full­viss um að muni ná fyrri styrk.„Í mínum huga er engin spurn­ing um að vöxt­ur­inn heldur áfram en hversu mik­ill hann verður verður þá að koma í ljós núna eftir það sem hefur dunið á. Við auð­vitað skölum okkar upp­bygg­ing­ar­á­form út frá far­þega­fjölda og umferð um flug­völl­inn,“ ­segir Pálmi Freyr.

Auglýsing


Hjá Kadeco stendur nú yfir und­ir­bún­ings­vinna fyrir sam­keppni sem á að halda á næsta ári um skipu­lag svæð­is­ins. Pálmi segir að flug­vall­ar­borgir og svæði nálægt flug­völlum séu í skoð­un, hvernig slík svæði nýti sér flug sér­stak­lega og hvað það sé sem að gerir flug­vall­ar­borg öðru­vísi en aðrar borgir eða önnur svæði. Þegar þeirri grein­ing­ar­vinnu verður lokið er hægt að efna til sam­keppni um fram­tíð­ar­skipu­lag. 

Samkeppni verður haldin á næsta ári um skipulag svæðisins sem er grænlitað á myndinni. Mynd: Ozzo Photography

Vill að þar skap­ist fjöl­breytt atvinnu­starf­semi

Þrátt fyrir að umferð fólks um Kefla­vík­ur­flug­völl hafi minnk­að, þá skipta þær tölur ekki öllu máli þegar horft er til fram­tíð­ar­upp­bygg­ingar á svæð­inu að mati Pálma. Ekki megi heldur ein­blína um of á ferða­þjón­ustu þegar kemur að upp­bygg­ingu í kringum flug­völl­inn.„Það sem við erum að vilja með þessu er að dreifa þessum eggjum í aðeins fleiri körf­ur. Vera með aðeins fleiri tæki­færi. Auð­vitað munu þau tengj­ast mest flugi, þess vegna erum við að gera þetta hérna við flug­völl­inn. Ef að túrism­inn fer eða hann klikkar eitt­hvað aftur þá eru önnur tæki­færi á svæð­inu. Núna eru frakt­flutn­ingar alveg á fullu, verið að nota far­þega­vél­arnar í það, þannig að ef við getum til dæmis boðið upp á ein­hverja frá­bæra fraktað­stöðu með nútíma­tækni þá er það eitt tæki­færi.“Mik­il­vægt að horfa langt fram í tím­ann

Hann segir að það sé mik­il­vægt að horfa langt fram í tím­ann í skipu­lags­málum og það sé akkúrat það sem Kadeco ein­blíni á. Þá telur hann félagið vera góðan sam­ræðu­vett­vang fyrir ríkið og sveit­ar­fé­lög á svæð­inu til að eiga sam­tal um skipu­lag­ið. „Þá ertu ekki að skipu­leggja eitt­hvað sér­stak­lega hér því það er innan þessa sveit­ar­fé­lags eða innan marka flug­vall­ar­ins. Heldur á þetta að vera það sem virkar til fram­tíð­ar. Þá ertu ekki að tíma­setja upp­bygg­ing­una út frá því innan hvaða skipu­lags­marka hún er, þú ert að tíma­setja hana út frá því hvað vant­ar, hver þörfin er og hvar tæki­færin eru,“ ­segir Pálmi.Þá telur hann mikil verð­mæti vera fólgin í land­svæð­inu sem félagið hefur til umráða. „Það gefur okkur ákveðin tæki­færi að vera á þessum stað og að vera með ótrú­lega mikið land­svæði sem við getum þró­að, það eru ekki allir flug­vellir sem búa við það. Við getum bætt við flug­brautum og við getum stækkað flug­stöð­ina, við þurfum ekki að rífa niður nein hverfi eða þorp til þess eins og sumir eru að gera. Þannig að það verður ódýr­ara í okkar til­felli að stækka flug­völl­inn, miðað við marga aðra.“Kadeco er í eigu rík­is­ins og var stofnað í októ­ber 2006 eftir að Banda­ríkja­her yfir­gaf her­stöð­ina á Mið­nes­heiði. Upp­runa­legt hlut­verk félags­ins var að selja fast­eign­irnar sem her­inn skildi eftir sig en nú er helsta hlut­verk félags­ins að hafa umsjón með og ráð­stafa lóðum og landi í eigu rík­is­ins.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl
Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.
Kjarninn 3. júlí 2022
Bryndís Friðriksdóttir svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins og Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu.
Áskorun að tryggja flæði á meðan það verður grafið og byggt
Á næstu árum fara í hönd miklar samgönguframkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu. Kjarninn ræddi við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og forstöðumann verkefnastofu Borgarlínu um stóru verkefnin sem eru á döfinni og hvernig á að láta umferðina ganga upp á meðan.
Kjarninn 3. júlí 2022
Herlufsholmen var áður munkaklaustur en í aldir var þar rekinn skóli.
Uppnám í elítuskólanum og prinsinn hættur
Herlufsholmskólinn á Sjálandi hefur verið talinn fyrirmynd annarra skóla í Danmörku, skóli hinna útvöldu og ríku. Ný heimildamynd svipti hins vegar hulunni af ýmsu sem tíðkast hefur í skólanum og nú er skólastarfið í uppnámi.
Kjarninn 3. júlí 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent