Logi spyr hvort til greina komi að setja lög á verkfall hjúkrunarfræðinga

Logi Einarsson spurði Bjarna Benediktsson um kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag. Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að öðru óbreyttu á mánudag.

Logi spurði hvort ekki væri kominn tími til að höggva á hnútinn í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við ríkið.
Logi spurði hvort ekki væri kominn tími til að höggva á hnútinn í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við ríkið.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, spurði Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við upp­haf þing­fundar hvort ekki væri kom­inn tími til að höggva á hnút­inn í kjara­deilu hjúkr­un­ar­fræð­inga við ríkið og gefa samn­inga­nefnd rík­is­ins auk­inn sveigj­an­leika til að semja. Það stefnir í verk­fall hjúkr­un­ar­fræð­inga á mánu­dag.Logi sagði að mest athygli hefði verið á áhrifum verk­falls á sýna­tökur ferða­manna við landa­mæri en minna á áhrif á þjón­ustu á öldr­un­ar­heim­il­um, í heima­hjúkrun og heilsu­gæslu. Nýaf­stað­inn far­aldur hefði sýnt fram á mik­il­vægi stétt­ar­inn­ar. „Það eru nefni­lega ekki bara flug­fé­lög og bankar sem eru kerf­is­lega mik­il­vægir hæst­virtur ráð­herra,“ bætti hann við.

AuglýsingLogi var harð­orður í óund­ir­bú­inni fyr­ir­spurn sinni til Bjarna og sagði meðal ann­ars: „Ef upp kemur kemur alvar­leg staða í heil­brigð­is­kerf­inu 22. júní verður hún að þessu sinn­i ekki af völdum fram­andi veiru heldur vegna rík­is­stjórnar sem hefur ekki nægan vilja til að ­semja.“ 

Spyr hvort Logi skilji heild­ar­sam­hengi samn­ing­anna

Í svari sínu sagði Bjarni að ríkið hefði átt af fullri alvöru í við­ræðum um nýja kjara­samn­inga við hjúkr­un­ar­fræð­inga. Ríkið hefði mætt öllum helstu kröfum þeirra ef frá væri tal­inn launa­lið­ur­inn, enn ættu samn­ings­að­ilar eftir að ná saman þar. Þá spurði Bjarni hvort að Logi teldi að ríkið ætti bara að fall­ast á allar kröfur í kjara­samn­ings­deil­um.

Í kjöl­farið bar Bjarni upp nokkrar spurn­ing­ar. „Skilur hátt­virtur þing­maður ekki heild­ar­sam­hengi kjara­samn­inga hins opin­bera? Lof­orði gagn­vart lif­s­kjara­samn­ing­um? Að menn geti ekki sprengt for­sendur allra ann­arra samn­inga? Veit hátt­virtur þing­maður ekki að við höfum náð nið­ur­stöðu við 80 pró­sent við­semj­enda okk­ar?“Logi spurði að lokum eftir að hafa tekið til máls síð­ara sinni hvort að til greina komi að setja lög á hjúkr­un­ar­fræð­inga ef ekki náist að semja.

Bjarni segir mál­flutn­ing­inn dap­ur­legan

Í svari sínu sagði Bjarni mál­flutn­ing­inn dap­ur­leg­an. „Ég verð að segja mér þykir orðið mjög dap­ur­legt hvernig menn vilja reyna að ná póli­tísku höggi á stjórn­völd hverju sinni með því að taka alltaf upp ein­hliða mál­stað þess sem er að semja við rík­ið. Þetta er orðin lenska hér í umræðu um kjara­mál á þing­inu. Og er auð­vitað full­kom­lega óábyrgur mál­flutn­ingur hér á ferð­inni hjá for­manni sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Sem hefur í raun og veru  ekk­ert annað fram að færa en að það eigi að fall­ast á allar kröfur hjúkr­un­ar­fræð­inga svo að samn­ingar geti tek­ist.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent