Framkvæmdastjóri Stefnis lætur af störfum rúmu ári eftir að hafa tekið við

Framkvæmdastjóraskipti hafa orðið í stærsta sjóðsstýringarfyrirtæki landsins, sem er í eigu Arion banka.

Jökull H. Úlfsson.
Jökull H. Úlfsson.
Auglýsing

Jök­ull H. Úlfs­son, fram­kvæmda­stjóri Stefn­is, hefur óskað eftir að láta af störf­um. Stjórn Stefn­is, sem er stærsta sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og í eigu Arion banka, hefur kom­ist að sam­komu­lagi við Jökul um starfs­lok. 

Krist­björg M. Krist­ins­dótt­ir, stað­geng­ill fram­kvæmda­stjóra Stefn­is, mun taka tíma­bundið við starfi fram­kvæmda­stjóra eða þar til stjórn hefur ráðið í stöð­una. Jök­ull mun ljúka til­teknum verk­efnum fyrir Stefni og vera stjórn og settum fram­kvæmda­stjóra til ráð­gjaf­ar, að því er kemur fram í til­kynn­ingu.

Þar er haft eftir Sig­rúnu Rögnu Ólafs­dótt­ur, stjórn­ar­for­manni Stefn­is, að Jökli sé þakkað fyrir sam­starfið sem hafi verið „ánægju­legt og árang­urs­ríkt eins og starf­semi Stefnis á árinu 2019 ber vitni. Stjórn óskar Jökli alls hins besta í fram­tíð­inn­i.“

Ein­ungis eru rúmir fjórtán mán­uði frá því að Jök­ull tók við fram­kvæmda­stjóra­starf­inu hjá Stefni af Flóka Hall­dórs­syni, sem hafði stýrt félag­inu um ára­bil. Flóki sett­ist í kjöl­farið í stjórn Stefn­is. 

Auglýsing
Jökull starf­aði árunum 2002 til 2012 við eigna­­stýr­ingu hjá Arion banka og for­verum hans. Hann leiddi inn­­­leið­ingu straum­lín­u­­stjórn­­unar hjá bank­­anum á árunum 2012 til 2015 eða allt þar til hann tók við sem for­­stöð­u­­maður mannauðs bank­ans. Jök­­ull hafði setið í stjórn Stefnis frá árinu 2014 áður en að hann gerð­ist fram­kvæmda­stjóri. Jök­­ull er við­­skipta­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verð­bréfa­við­­skipt­u­m.

Stefnir var með um 250 millj­arða króna í virkri sjóða­stýr­ingu í lok árs 2019. Hjá Stefni starfa um 20 sér­fræð­ingar í fjórum teymum við stýr­ingu á fjöl­breyttu úrvali verð­bréfa-, fjár­fest­ing­ar- og fag­fjár­festa­sjóða. Einnig stýrir félagið eignum nokk­urra sam­lags­hluta­fé­laga sem stofnuð hafa verið í kringum fram­taks­fjár­fest­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent