350 með einkaflugi til Íslands á einni viku

Af þeim 7.000 farþegum sem hafa komið hingað til lands á einni viku hafa ellefu greinst með kórónuveiruna en virk smit voru aðeins tvö. Langflestir farþeganna komu um Keflavíkurflugvöll en 350 með einkaflugi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Síð­ast­liðna viku hafa rúm­lega 7.000 far­þegar komið til lands­ins og sýni verið tekin úr um 5.500 þeirra. Ell­efu hafa greinst með veiruna og þar af hafa virk smit reynst tvö. Í þeim til­fellum hefur fólk þurft að fara í ein­angrun en aðrir voru með gam­alt smit. Lang­flestir þeirra sem komu hingað til lands síð­ustu sjö daga komu með far­þega­flugi til Kefla­vík­ur­flug­vallar en 350 ein­stak­lingar komu með einka­flugi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. 

Rúm­lega tutt­ugu ein­stak­lingar hafa þurft að fara í sótt­kví vegna þess­ara sýk­inga sem greinst hafa. Það er m.a. fólk sem sat í nálægð hinna sýktu á leið til lands­ins. En nú verður breyt­ing þar á þar sem verið er að taka í notkun nýjar skil­grein­ingar á hættu í flugi. Öllum er nú gert að vera með grímur í flugi og einnig hefur verið gripið til ann­arra sótt­varna­ráð­staf­ana í sam­ræmi við alþjóð­legar leið­bein­ing­ar. „Þá mun þörfin á sótt­kví fyrir far­þega í flugi [þó að smit greinist] vera miklu minni en áður.“

Auglýsing

Þórólfur tók svo sér­stak­lega fram að „ekk­ert COVID-smit hefur verið stað­fest í flugi til þessa“ þó að upp hafi komið grunur um nokkur slík á alþjóð­lega vís­u. 

Hann telur óhætt að segja að hlut­fall smita meðal komu­far­þega sé mjög lágt. „Við teljum að með núver­andi fyr­ir­komu­lagi þá munum við fá mjög verð­mætar upp­lýs­ingar með skimun­inni og getum hagað henni í sam­ræmi við það í fram­hald­in­u.“

Átti hann þar við að í lok þess­arar viku yrði tekin saman töl­fræði á smit­hættu frá ferða­mönn­um. Nið­ur­stöður skimun­ar­innar muni m.a. nýt­ast til þess að sjá hvaðan smitað fólk er að koma og í fram­hald­inu kann að fara svo að hætt verði að skima flug frá ákveðnum lönd­um. 

Í gær greindust fleiri smit á einum degi  á heims­vísu en nokkru sinni fyrr. Þann 1. júlí stendur svo til að opna innri landa­mæri Schengen. Öllu þessu þarf að fylgj­ast vel með. „Maður er smeykur við Banda­rík­in,“ sagði Þórólfur um þau lönd þar sem áhættan gæti verið hvað mest. „Veiran virð­ist vera í tölu­verðum vexti þar.“ Benti hann einnig á Bras­il­íu, Ind­land og Rúss­land. Hins vegar ítrek­aði hans, eins og oft áður, að taka verði töl­fræði ein­stakra ríkja með fyr­ir­vara. „Það er erfitt að treysta mörgum nið­ur­stöð­u­m.“

 Á morgun kemur Nor­ræna til Seyð­is­fjarð­ar. Enn er ekki komið upp end­an­legt skipu­lag við sýna­töku far­þega hennar en á morgun verður það leyst í sam­starfi margra aðila. Starfs­menn Íslenskrar erfða­grein­ingar munu fljúga með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unnar austur þar sem sýni verða tekin í sam­vinnu við heil­brigð­is­starfs­fólk á svæð­inu. Síðan verður flogið með sýnin til baka til grein­ingar sunnan heiða.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent