350 með einkaflugi til Íslands á einni viku

Af þeim 7.000 farþegum sem hafa komið hingað til lands á einni viku hafa ellefu greinst með kórónuveiruna en virk smit voru aðeins tvö. Langflestir farþeganna komu um Keflavíkurflugvöll en 350 með einkaflugi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Síð­ast­liðna viku hafa rúm­lega 7.000 far­þegar komið til lands­ins og sýni verið tekin úr um 5.500 þeirra. Ell­efu hafa greinst með veiruna og þar af hafa virk smit reynst tvö. Í þeim til­fellum hefur fólk þurft að fara í ein­angrun en aðrir voru með gam­alt smit. Lang­flestir þeirra sem komu hingað til lands síð­ustu sjö daga komu með far­þega­flugi til Kefla­vík­ur­flug­vallar en 350 ein­stak­lingar komu með einka­flugi.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. 

Rúm­lega tutt­ugu ein­stak­lingar hafa þurft að fara í sótt­kví vegna þess­ara sýk­inga sem greinst hafa. Það er m.a. fólk sem sat í nálægð hinna sýktu á leið til lands­ins. En nú verður breyt­ing þar á þar sem verið er að taka í notkun nýjar skil­grein­ingar á hættu í flugi. Öllum er nú gert að vera með grímur í flugi og einnig hefur verið gripið til ann­arra sótt­varna­ráð­staf­ana í sam­ræmi við alþjóð­legar leið­bein­ing­ar. „Þá mun þörfin á sótt­kví fyrir far­þega í flugi [þó að smit greinist] vera miklu minni en áður.“

Auglýsing

Þórólfur tók svo sér­stak­lega fram að „ekk­ert COVID-smit hefur verið stað­fest í flugi til þessa“ þó að upp hafi komið grunur um nokkur slík á alþjóð­lega vís­u. 

Hann telur óhætt að segja að hlut­fall smita meðal komu­far­þega sé mjög lágt. „Við teljum að með núver­andi fyr­ir­komu­lagi þá munum við fá mjög verð­mætar upp­lýs­ingar með skimun­inni og getum hagað henni í sam­ræmi við það í fram­hald­in­u.“

Átti hann þar við að í lok þess­arar viku yrði tekin saman töl­fræði á smit­hættu frá ferða­mönn­um. Nið­ur­stöður skimun­ar­innar muni m.a. nýt­ast til þess að sjá hvaðan smitað fólk er að koma og í fram­hald­inu kann að fara svo að hætt verði að skima flug frá ákveðnum lönd­um. 

Í gær greindust fleiri smit á einum degi  á heims­vísu en nokkru sinni fyrr. Þann 1. júlí stendur svo til að opna innri landa­mæri Schengen. Öllu þessu þarf að fylgj­ast vel með. „Maður er smeykur við Banda­rík­in,“ sagði Þórólfur um þau lönd þar sem áhættan gæti verið hvað mest. „Veiran virð­ist vera í tölu­verðum vexti þar.“ Benti hann einnig á Bras­il­íu, Ind­land og Rúss­land. Hins vegar ítrek­aði hans, eins og oft áður, að taka verði töl­fræði ein­stakra ríkja með fyr­ir­vara. „Það er erfitt að treysta mörgum nið­ur­stöð­u­m.“

 Á morgun kemur Nor­ræna til Seyð­is­fjarð­ar. Enn er ekki komið upp end­an­legt skipu­lag við sýna­töku far­þega hennar en á morgun verður það leyst í sam­starfi margra aðila. Starfs­menn Íslenskrar erfða­grein­ingar munu fljúga með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unnar austur þar sem sýni verða tekin í sam­vinnu við heil­brigð­is­starfs­fólk á svæð­inu. Síðan verður flogið með sýnin til baka til grein­ingar sunnan heiða.



Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent