Telur ekki ráðlagt að ASÍ lýsi því yfir að lífskjarasamningnum verði sagt upp

Í ávarpi sínu á formannafundi ASÍ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, eitt helsta verkefni samtakanna vera það að verja það sem hefur áunnist með lífskjarasamningnum og knýja fram það sem út af stendur.

Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, telur það ekki ráð­lagt að sam­bandið lýsi því yfir að það ætli að segja upp lífs­kjara­samn­ingnum í haust. Þetta kom fram í ávarpi Drífu á for­manna­fundi ASÍ í dag. For­sendu­á­kvæði kjara­samn­inga koma til end­ur­skoð­unar í sept­em­ber og í ávarp­inu sagði hún verk­efni ASÍ vera að verja það sem hefur áunn­ist og knýja fram það sem út af stendur í lof­orðum stjórn­valda. Í ávarpi sínu sagði Drífa það ljóst að staðan í dag væri mjög frá­brugðin því sem hún var þegar samn­ing­ur­inn var und­ir­rit­að­ur. Auk þess sagði hún að mörg stór­mál sem tengd væru samn­ingnum hefðu ekki náð fram að ganga. Að hennar mati er fleiru um að kenna en veirunni.„Mál hafa strandað í sam­tölum okkar við Sam­tök atvinnu­rek­enda, mál hafa strandað í ein­hverjum stjórn­ar­flokknum eða jafn­vel dagað uppi í ráðu­neyt­um. Önnur stór­mál hafa ýtt þessum til hliðar en COVID ber ekki ábyrgð á öllu því sem aflaga hefur far­ið. Það er mjög mis­jafn áhugi hjá stjórn­völdum og atvinnu­rek­endum að klára það sem lagt var upp með síð­asta vor,“ sagði Drífa í ávarp­inu.

Auglýsing


Hún sagði að brýnt væri að hækka atvinnu­leys­is­bæt­ur, lengja tíma­bil tekju­teng­ingar atvinnu­leys­is­bóta og draga úr skerð­ingum í almanna­trygg­inga­kerf­inu. Þá sagði hún það vera risa­vaxið verk­efni að tryggja að reikn­ing­ur­inn vegna björg­un­ar­að­gerða rík­is­stjórn­ar­innar verði ekki sendur almenn­ingi í formi nið­ur­skurð­ar, gjald­töku, kaup­mátt­arrýrnun eða sölu á opin­berum eign­um.Drífa sagði að styrkur sam­tak­anna lægi helst í sam­stöðu og að hún skipti sköpum í kom­andi end­ur­skoð­un: „Ár­angur okkar í haust ræðst af því hvort við mætum sam­stillt eða sundruð til við­ræðna, og þar með staða okkar félags­manna. Það er til mik­ils að vinna og ég bið ykkur lengstra orða að takast á um leiðir og hug­myndir á okkar vett­vangi en mæta svo sem ein rödd í við­ræður hvort sem er gagn­vart atvinnu­rek­endum eða stjórn­völd­um.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent