Niðurgreiðsla sumarúrræða brýtur gegn bæði EES-samningi og lögum að mati FA

Félag atvinnurekenda hefur sent Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra erindi vegna ríkisstyrkja til sumarnáms á háskólastigi. Hluti styrkjanna fer í að niðurgreiða námskeiðahald, sem FA segir skekkja samkeppnisstöðu einkafyrirtækja.

Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Auglýsing

Félag atvinnurekenda (FA) hefur sent Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra erindi vegna útfærslu á stuðningi ráðuneytis hennar við sumarnám, en 500 milljónum króna var veitt til sumarnáms á háskólastigi. 

FA segir að skoðun sín á málinu hafi leitt í ljós að verulegur hluti þeirrar fjárhæðar renni til símenntunarstofnana háskólanna og feli í sér tugþúsunda niðurgreiðslur á námskeiðum sem séu í beinni samkeppni við námskeið á vegum einkarekinna fræðslufyrirtækja.

„Endurmenntunardeildir háskólanna auglýsa nú námskeið á 3.000 krónur, sem alla jafna kosta tugi þúsunda. Í kynningum á þeim segir beinum orðum að þau séu niðurgreidd af menntamálaráðuneytinu,“ segir í erindi FA.

Auglýsing

Þetta, segir FA, virðist brjóta gegn banni gegn samkeppnishamlandi ríkisstyrkjum sem fjallað er um í 61. grein EES-samningsins og að mati FA brýtur þessi niðurgreiðsla ráðuneytisins á námskeiðum einnig gegn lögum um opinbera háskóla og samkeppnislögum, en nánar er fjallað um erindi FA til ráðherra á vef félagsins

Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitinu og Eftirlitsstofnun EFTA hafi einnig verið send afrit af erindinu.

Ósanngjörn samkeppni að mati einkafyrirtækja

Kjarninn fjallaði um þessi sumarúrræði stjórnvalda fyrr í þessum mánuði og greindi frá óánægju framkvæmdastjóra tveggja einkafyrirtækja á fræðslumarkaði með niðurgreidd námskeið á vegum háskóla landsins.

„Okkur finnst þetta dálítið sér­stakt, að það sé í raun og veru verið að halda þessu innan rík­is­ins. Eins og við horfum á þetta þá er auð­vitað nógu erfitt að reka einka­fyr­ir­tæki með öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir síð­ustu mán­uði,“ sagði Jón Jósa­fat Björns­son fram­kvæmda­stjóri Dale Carnegie á Íslandi þá í samtali við Kjarnann og Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri hjá Þekkingarmiðlun tók í sama streng.

Hún benti á að endurmenntunardeildir háskólanna væru að bjóða upp á námskeið sem að einhverju leyti sköruðust við framboð einkafyrirtækjanna á þessum markaði. 

„Þetta eru meðal ann­ars nám­skeið um jákvæða sál­fræði, um breyt­inga­stjórnun og um árang­urs­ríka fram­komu. Þetta eru allt nám­skeið sem einka­að­ilar bjóða líka upp á. Nú er ég með fram­kom­unám­skeið og um teym­is­vinnu. Það er alveg ljóst að við sem einka­að­ilar á fræðslu­mark­aði getum ekki keppt við þessi verð. Það er alveg ljóst að ég mun ekki bjóða upp á nein nám­skeið í jákvæðri sál­fræði í bil­i,“ sagði Ingrid.

Félag atvinnurekenda segir að auðveldlega hefði mátt útfæra að minnsta kosti hluta stuðningsins með öðrum hætti, til dæmis með svipuðum móti og ferðagjöf stjórnvalda, einhverskonar ávísanakerfi þar sem einstaklingar gætu nýtt námsstyrk frá ríkinu ýmist hjá háskólum eða einkareknum fræðslufyrirtækjum. Með því móti hefði samkeppnisstaðan á þessum markaði, sem þegar væri skökk, ekki skekkst enn frekar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent