Niðurgreiðsla sumarúrræða brýtur gegn bæði EES-samningi og lögum að mati FA

Félag atvinnurekenda hefur sent Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra erindi vegna ríkisstyrkja til sumarnáms á háskólastigi. Hluti styrkjanna fer í að niðurgreiða námskeiðahald, sem FA segir skekkja samkeppnisstöðu einkafyrirtækja.

Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda (FA) hefur sent Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra erindi vegna útfærslu á stuðn­ingi ráðu­neytis hennar við sum­ar­nám, en 500 millj­ónum króna var veitt til sum­ar­náms á háskóla­stig­i. 

FA segir að skoðun sín á mál­inu hafi leitt í ljós að veru­legur hluti þeirrar fjár­hæðar renni til símennt­un­ar­stofn­ana háskól­anna og feli í sér tug­þús­unda nið­ur­greiðslur á nám­skeiðum sem séu í beinni sam­keppni við nám­skeið á vegum einka­rek­inna fræðslu­fyr­ir­tækja.

„End­ur­mennt­un­ar­deildir háskól­anna aug­lýsa nú nám­skeið á 3.000 krón­ur, sem alla jafna kosta tugi þús­unda. Í kynn­ingum á þeim segir beinum orðum að þau séu nið­ur­greidd af mennta­mála­ráðu­neyt­in­u,“ segir í erindi FA.

Auglýsing

Þetta, segir FA, virð­ist brjóta gegn banni gegn sam­keppn­is­hamlandi rík­is­styrkjum sem fjallað er um í 61. grein EES-­samn­ings­ins og að mati FA brýtur þessi nið­ur­greiðsla ráðu­neyt­is­ins á nám­skeiðum einnig gegn lögum um opin­bera háskóla og sam­keppn­is­lög­um, en nánar er fjallað um erindi FA til ráð­herra á vef félags­ins

Þar kemur fram að Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu og Eft­ir­lits­stofnun EFTA hafi einnig verið send afrit af erind­inu.

Ósann­gjörn sam­keppni að mati einka­fyr­ir­tækja

Kjarn­inn fjall­aði um þessi sum­ar­úr­ræði stjórn­valda fyrr í þessum mán­uði og greindi frá óánægju fram­kvæmda­stjóra tveggja einka­fyr­ir­tækja á fræðslu­mark­aði með nið­ur­greidd nám­skeið á vegum háskóla lands­ins.

„Okkur finnst þetta dálítið sér­­stakt, að það sé í raun og veru verið að halda þessu innan rík­­is­ins. Eins og við horfum á þetta þá er auð­vitað nógu erfitt að reka einka­­fyr­ir­tæki með öllum þeim áföllum sem hafa dunið yfir síð­­­ustu mán­uð­i,“ sagði Jón Jósa­­fat Björns­­son fram­­kvæmda­­stjóri Dale Carnegie á Íslandi þá í sam­tali við Kjarn­ann og Ingrid Kuhlman, fram­kvæmda­stjóri hjá Þekk­ing­ar­miðlun tók í sama streng.

Hún benti á að end­ur­mennt­un­ar­deildir háskól­anna væru að bjóða upp á nám­skeið sem að ein­hverju leyti skör­uð­ust við fram­boð einka­fyr­ir­tækj­anna á þessum mark­að­i. 

„Þetta eru meðal ann­­ars nám­­skeið um jákvæða sál­fræði, um breyt­inga­­stjórnun og um árang­­ur­s­­ríka fram­komu. Þetta eru allt nám­­skeið sem einka­að­ilar bjóða líka upp á. Nú er ég með fram­kom­u­nám­­skeið og um teym­is­vinn­u. Það er alveg ljóst að við sem einka­að­ilar á fræðslu­­mark­aði getum ekki keppt við þessi verð. Það er alveg ljóst að ég mun ekki bjóða upp á nein nám­­skeið í jákvæðri sál­fræði í bil­i,“ sagði Ingrid.

Félag atvinnu­rek­enda segir að auð­veld­lega hefði mátt útfæra að minnsta kosti hluta stuðn­ings­ins með öðrum hætti, til dæmis með svip­uðum móti og ferða­gjöf stjórn­valda, ein­hvers­konar ávís­ana­kerfi þar sem ein­stak­lingar gætu nýtt náms­styrk frá rík­inu ýmist hjá háskólum eða einka­reknum fræðslu­fyr­ir­tækj­um. Með því móti hefði sam­keppn­is­staðan á þessum mark­aði, sem þegar væri skökk, ekki skekkst enn frek­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent