Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í ljósi þess að tvö virk smit hafa greinst hjá Íslend­ingum nokkrum dögum eftir að þeir komu til lands­ins, eftir að hafa fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu úr landamæra­skimun, ætlar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að leggja það til að Íslend­ingar og aðrir sem búsettir eru hér fari í sótt­kví í nokkra daga við kom­una. Áfram fari þeir í skimun við landa­mær­in. Verði hún jákvæð fer við­kom­andi í ein­angrun en verði hún nei­kvæð þarf við­kom­andi að fara í sótt­kví og er svo boðið að fara í aðra sýna­töku að fjórum til fimm dögum liðn­um.Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur frá því að Íslend­ingur hefði greinst með smit í gær eftir að hafa fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu við kom­una til lands­ins 20. júní. Sá var að koma frá Albaníu og telur Þórólfur lík­legt, þó enn eigi eftir að rað­greina veiruna, að smitið sé upp­runnið þar í landi.Fjögur smit greindust í land­inu í gær. Þrír greindust í landamæra­skimun og reynd­ust tvö smitin gömul og fólkið því ekki smit­andi. Nið­ur­stöðum úr mótefna­mæl­ingu á þriðja ferða­mann­inum er að vænta síðar í dag. Eitt smit greind­ist hjá veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans eins og að ofan er rak­ið.

Auglýsing


„Það sem við höfum gert núna er rétt,“ sagði Þórólfur spurður um hvort það hefðu verið mis­tök að opna landa­mærin og bjóða upp á skim­un. Hann sagði að alltaf hafi verið ljóst að nið­ur­stöður úr þeirri skimun yrði ekki óyggj­andi og að í reglum sem ferða­menn fá sé þeim upp­álagt að fara gæti­lega, vera nán­ast í sótt­kví, í tvær vikur eftir kom­una. Fyr­ir­komu­lagið með skimun lág­marki áhætt­una en komi aldrei alveg í veg fyrir að veiran komi hing­að.  „Það er það sem málið snýst um.“Að opna landa­mærin eftir sex mán­uði hefði aðeins þýtt seinkun á því að veiran komi aftur til lands­ins. „Hún kæmi samt sem áður,“ sagði Þórólf­ur. „Þó að við hefðum beðið hefðum við verið í akkúrat sömu sporum þá.“Það að láta Íslend­inga og aðra sem búsettir eru hér fara í sótt­kví en ekki aðra útlend­inga byggir á því að það hefur oft­sinnis sýnt sig að tengsla­netið sem fólk á hér á landi skiptir höf­uð­máli. Fólk sem býr hér er með miklu meira tengsla­net sem gerir það að verkum að miklu lík­legra er að veiran smit­ist frá þeim en útlend­ingum sem hafa hér lítil eða engin tengsl. „Það sáum við í far­aldr­inum í mars og það sjáum við nún­a.“Þórólfur segir að útfærsla á nýja fyr­ir­komu­lag­inu, sem sé svipað því og var hér við lýði í vet­ur, liggi ekki fyrir að fullu en að mik­il­vægt sé að það kom­ist til fram­kvæmda sem fyrst. Þó væri ljóst, sam­kvæmt reglu­gerð um greiðslu fyrir skimun við landa­mæri, að fólk þurfi ekki að borga fyrir próf númer tvö sé farið í það innan 30 daga.

1.100 komið til lands­ins með einka­flugi

Frá 15. júní hafa rúm­lega 20 þús­und manns komið til lands­ins. Rúm­lega 18  þús­und hafa komið í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl, um 800 með skipum og bátum og 1.100 með einka­flugi.

Af þessum fjölda hafa sýni verið tekin frá rúm­lega 15 þús­und ein­stak­ling­um. Sex virk smit hafa greinst frá því að landamæra­skimunin hófst.Á þessum tveimur vik­um  hafa fjögur inn­an­lands­smit, þ.e. smit sem fólk að utan hefur borið í aðra, greinst. Þau hafa öll komið frá Íslend­ing­um.Hann vildi ekki meina að með hinu nýja fyr­ir­komu­lagi væri verið að stíga skref til baka í aflétt­ingu tak­mark­ana. „Þessi reynsla sýnir að þessi vinna og þessi nálgun með smitrakn­ingu og rað­grein­ingu er að gefa okkur mjög gagn­legar upp­lýs­ingar sem nýt­ast í áfram­hald­andi skipu­lagn­ing­u,“ sagði Þórólf­ur. „Við munum reyna að vinna þetta áfram vís­inda­lega og á þekk­ingu og vit­neskju sem mun gagn­ast okkur til fram­tíð­ar.“Spurður um hversu lengi Íslend­ingar gætu þurft að búa við tak­mark­anir á ferða­lögum svar­aði Þórólf­ur: „Veiran á nægi­legt fóður hér. Við þurfum að búa við ein­hvers konar tak­mark­anir í marga mán­uði, mörg ár eða jafn­vel leng­ur.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent