Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í ljósi þess að tvö virk smit hafa greinst hjá Íslend­ingum nokkrum dögum eftir að þeir komu til lands­ins, eftir að hafa fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu úr landamæra­skimun, ætlar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að leggja það til að Íslend­ingar og aðrir sem búsettir eru hér fari í sótt­kví í nokkra daga við kom­una. Áfram fari þeir í skimun við landa­mær­in. Verði hún jákvæð fer við­kom­andi í ein­angrun en verði hún nei­kvæð þarf við­kom­andi að fara í sótt­kví og er svo boðið að fara í aðra sýna­töku að fjórum til fimm dögum liðn­um.Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag sagði Þórólfur frá því að Íslend­ingur hefði greinst með smit í gær eftir að hafa fengið nei­kvæða nið­ur­stöðu við kom­una til lands­ins 20. júní. Sá var að koma frá Albaníu og telur Þórólfur lík­legt, þó enn eigi eftir að rað­greina veiruna, að smitið sé upp­runnið þar í landi.Fjögur smit greindust í land­inu í gær. Þrír greindust í landamæra­skimun og reynd­ust tvö smitin gömul og fólkið því ekki smit­andi. Nið­ur­stöðum úr mótefna­mæl­ingu á þriðja ferða­mann­inum er að vænta síðar í dag. Eitt smit greind­ist hjá veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans eins og að ofan er rak­ið.

Auglýsing


„Það sem við höfum gert núna er rétt,“ sagði Þórólfur spurður um hvort það hefðu verið mis­tök að opna landa­mærin og bjóða upp á skim­un. Hann sagði að alltaf hafi verið ljóst að nið­ur­stöður úr þeirri skimun yrði ekki óyggj­andi og að í reglum sem ferða­menn fá sé þeim upp­álagt að fara gæti­lega, vera nán­ast í sótt­kví, í tvær vikur eftir kom­una. Fyr­ir­komu­lagið með skimun lág­marki áhætt­una en komi aldrei alveg í veg fyrir að veiran komi hing­að.  „Það er það sem málið snýst um.“Að opna landa­mærin eftir sex mán­uði hefði aðeins þýtt seinkun á því að veiran komi aftur til lands­ins. „Hún kæmi samt sem áður,“ sagði Þórólf­ur. „Þó að við hefðum beðið hefðum við verið í akkúrat sömu sporum þá.“Það að láta Íslend­inga og aðra sem búsettir eru hér fara í sótt­kví en ekki aðra útlend­inga byggir á því að það hefur oft­sinnis sýnt sig að tengsla­netið sem fólk á hér á landi skiptir höf­uð­máli. Fólk sem býr hér er með miklu meira tengsla­net sem gerir það að verkum að miklu lík­legra er að veiran smit­ist frá þeim en útlend­ingum sem hafa hér lítil eða engin tengsl. „Það sáum við í far­aldr­inum í mars og það sjáum við nún­a.“Þórólfur segir að útfærsla á nýja fyr­ir­komu­lag­inu, sem sé svipað því og var hér við lýði í vet­ur, liggi ekki fyrir að fullu en að mik­il­vægt sé að það kom­ist til fram­kvæmda sem fyrst. Þó væri ljóst, sam­kvæmt reglu­gerð um greiðslu fyrir skimun við landa­mæri, að fólk þurfi ekki að borga fyrir próf númer tvö sé farið í það innan 30 daga.

1.100 komið til lands­ins með einka­flugi

Frá 15. júní hafa rúm­lega 20 þús­und manns komið til lands­ins. Rúm­lega 18  þús­und hafa komið í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl, um 800 með skipum og bátum og 1.100 með einka­flugi.

Af þessum fjölda hafa sýni verið tekin frá rúm­lega 15 þús­und ein­stak­ling­um. Sex virk smit hafa greinst frá því að landamæra­skimunin hófst.Á þessum tveimur vik­um  hafa fjögur inn­an­lands­smit, þ.e. smit sem fólk að utan hefur borið í aðra, greinst. Þau hafa öll komið frá Íslend­ing­um.Hann vildi ekki meina að með hinu nýja fyr­ir­komu­lagi væri verið að stíga skref til baka í aflétt­ingu tak­mark­ana. „Þessi reynsla sýnir að þessi vinna og þessi nálgun með smitrakn­ingu og rað­grein­ingu er að gefa okkur mjög gagn­legar upp­lýs­ingar sem nýt­ast í áfram­hald­andi skipu­lagn­ing­u,“ sagði Þórólf­ur. „Við munum reyna að vinna þetta áfram vís­inda­lega og á þekk­ingu og vit­neskju sem mun gagn­ast okkur til fram­tíð­ar.“Spurður um hversu lengi Íslend­ingar gætu þurft að búa við tak­mark­anir á ferða­lögum svar­aði Þórólf­ur: „Veiran á nægi­legt fóður hér. Við þurfum að búa við ein­hvers konar tak­mark­anir í marga mán­uði, mörg ár eða jafn­vel leng­ur.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent