Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi

Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.

Stilla úr auglýsingunni.
Stilla úr auglýsingunni.
Auglýsing

Aug­lýs­ing frá hol­lenska raf­hjóla­fram­leið­and­anum Van­Moof má ekki birt­ast í sjón­varpi í Frakk­landi, þar sem ARPP, eft­ir­lits­stofnun með franska aug­lýs­inga­mark­aðn­um, telur aug­lýs­ing­una bæði kvíða­vald­andi og koma óorði á bíla­fram­leið­endur með ósann­gjörnum hætti.

Hol­lenska fyr­ir­tækið gaf aug­lýs­ing­una út snemma í júní. Í henni sjást myndir af loft­meng­un, umferð­ar­tepp­um, bílslysum og fleiru spegl­ast í lakki sport­bíls, sem síðan bráðnar niður í málm­súpu sem síðan myndar sölu­vöru fyr­ir­tæk­is­ins, renni­legt raf­hjól af gerð­inni Van­Moof S3.„Tími til að aka fram­tíð­inn­i,“ er slag­orð aug­lýs­ing­ar­inn­ar, sem féll franska yfir­vald­inu síður en svo í geð. Til­gangur hol­lenska fyr­ir­tæk­is­ins er aug­ljós, að sýna fram á kosti raf­hjóls­ins sem far­ar­skjóta með því að benda á ýmsa vel þekkta ókosti bíla­um­ferð­ar.

Frökk­unum þótti þetta of langt geng­ið. Sam­kvæmt umfjöllun banda­ríska vef­mið­ils­ins Verge sendu þeir bréf til Hollands þar sem aug­lýs­ing­unni er hafnað og því beint til hjóla­fram­leið­and­ans að breyta henni, ef hún ætti að verða birt­ing­ar­hæf í frönsku sjón­varpi.

Auglýsing

Aug­lýs­ingin þótti sem áður segir bæði sýna bíla í of nei­kvæðu ljósi og svo þótti hún einnig brjóta í bága við franskar reglur um að mark­aðs­setn­ing megi ekki byggja á því að vekja ótta eða þján­ingu hjá neyt­end­um.

Vöktu athygli á bann­inu

For­svars­menn Van­Moof hafa að sjálf­sögðu brugð­ist við þessu með því að snúa vörn í sókn, enda hefur það nú oft verið þannig að umtöl­uð­ustu aug­lýs­ing­arnar eru bann­aðar aug­lýs­ing­ar. 

Í gær sendi fyr­ir­tækið frá sér til­kynn­ingu þar sem vakin var athygli á því að aug­lýs­ingin hefði verið bönn­uð. Hjóla­fram­leið­and­inn furðar sig á ákvörð­un­inni og bendir á að í Hollandi og Þýska­landi hafi aug­lýs­ingin verið sýnd í sjón­varpi án athuga­semda.

„Það er óskilj­an­legt að bíla­fram­leið­endur fái að skauta fram­hjá umhverf­is­vanda­mál­um, en þegar ein­hver ögri þeirri stöðu sé það rit­skoð­að,“ er haft Ties Car­lier, öðrum stofn­anda Van­Moof í til­kynn­ing­unn­i. 

Ties Carlier á hjóli. Mynd: VanMoof

Þar er einnig sett spurn­inga­merki við hlut­leysi franska eft­ir­lits­að­il­ans og bent á að franski bíla­iðn­að­ur­inn er í vanda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sem hafi meðal ann­ars verið mætt af stjórn­völdum með 8 millj­arða evra rík­is­fram­lagi til fram­leið­enda.

Van­Moof seg­ist ein­fald­lega hafa viljað hvetja áhorf­endur til þess að hugsa um hvernig þeir væru að ferð­ast um og hvernig þeir gætu haft jákvæð áhrif á heim­inn.

Fyr­ir­tækið var stofnað af bræðr­unum Ties og Taco Car­lier í Amster­dam árið 2009 og hefur hannað og selt 120.000 reið­hjól síðan þá víða um heim. Þeir senda að vísu ekki til Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent