Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi

Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.

Stilla úr auglýsingunni.
Stilla úr auglýsingunni.
Auglýsing

Aug­lýs­ing frá hol­lenska raf­hjóla­fram­leið­and­anum Van­Moof má ekki birt­ast í sjón­varpi í Frakk­landi, þar sem ARPP, eft­ir­lits­stofnun með franska aug­lýs­inga­mark­aðn­um, telur aug­lýs­ing­una bæði kvíða­vald­andi og koma óorði á bíla­fram­leið­endur með ósann­gjörnum hætti.

Hol­lenska fyr­ir­tækið gaf aug­lýs­ing­una út snemma í júní. Í henni sjást myndir af loft­meng­un, umferð­ar­tepp­um, bílslysum og fleiru spegl­ast í lakki sport­bíls, sem síðan bráðnar niður í málm­súpu sem síðan myndar sölu­vöru fyr­ir­tæk­is­ins, renni­legt raf­hjól af gerð­inni Van­Moof S3.„Tími til að aka fram­tíð­inn­i,“ er slag­orð aug­lýs­ing­ar­inn­ar, sem féll franska yfir­vald­inu síður en svo í geð. Til­gangur hol­lenska fyr­ir­tæk­is­ins er aug­ljós, að sýna fram á kosti raf­hjóls­ins sem far­ar­skjóta með því að benda á ýmsa vel þekkta ókosti bíla­um­ferð­ar.

Frökk­unum þótti þetta of langt geng­ið. Sam­kvæmt umfjöllun banda­ríska vef­mið­ils­ins Verge sendu þeir bréf til Hollands þar sem aug­lýs­ing­unni er hafnað og því beint til hjóla­fram­leið­and­ans að breyta henni, ef hún ætti að verða birt­ing­ar­hæf í frönsku sjón­varpi.

Auglýsing

Aug­lýs­ingin þótti sem áður segir bæði sýna bíla í of nei­kvæðu ljósi og svo þótti hún einnig brjóta í bága við franskar reglur um að mark­aðs­setn­ing megi ekki byggja á því að vekja ótta eða þján­ingu hjá neyt­end­um.

Vöktu athygli á bann­inu

For­svars­menn Van­Moof hafa að sjálf­sögðu brugð­ist við þessu með því að snúa vörn í sókn, enda hefur það nú oft verið þannig að umtöl­uð­ustu aug­lýs­ing­arnar eru bann­aðar aug­lýs­ing­ar. 

Í gær sendi fyr­ir­tækið frá sér til­kynn­ingu þar sem vakin var athygli á því að aug­lýs­ingin hefði verið bönn­uð. Hjóla­fram­leið­and­inn furðar sig á ákvörð­un­inni og bendir á að í Hollandi og Þýska­landi hafi aug­lýs­ingin verið sýnd í sjón­varpi án athuga­semda.

„Það er óskilj­an­legt að bíla­fram­leið­endur fái að skauta fram­hjá umhverf­is­vanda­mál­um, en þegar ein­hver ögri þeirri stöðu sé það rit­skoð­að,“ er haft Ties Car­lier, öðrum stofn­anda Van­Moof í til­kynn­ing­unn­i. 

Ties Carlier á hjóli. Mynd: VanMoof

Þar er einnig sett spurn­inga­merki við hlut­leysi franska eft­ir­lits­að­il­ans og bent á að franski bíla­iðn­að­ur­inn er í vanda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sem hafi meðal ann­ars verið mætt af stjórn­völdum með 8 millj­arða evra rík­is­fram­lagi til fram­leið­enda.

Van­Moof seg­ist ein­fald­lega hafa viljað hvetja áhorf­endur til þess að hugsa um hvernig þeir væru að ferð­ast um og hvernig þeir gætu haft jákvæð áhrif á heim­inn.

Fyr­ir­tækið var stofnað af bræðr­unum Ties og Taco Car­lier í Amster­dam árið 2009 og hefur hannað og selt 120.000 reið­hjól síðan þá víða um heim. Þeir senda að vísu ekki til Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent