Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi

Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.

Stilla úr auglýsingunni.
Stilla úr auglýsingunni.
Auglýsing

Auglýsing frá hollenska rafhjólaframleiðandanum VanMoof má ekki birtast í sjónvarpi í Frakklandi, þar sem ARPP, eftirlitsstofnun með franska auglýsingamarkaðnum, telur auglýsinguna bæði kvíðavaldandi og koma óorði á bílaframleiðendur með ósanngjörnum hætti.

Hollenska fyrirtækið gaf auglýsinguna út snemma í júní. Í henni sjást myndir af loftmengun, umferðarteppum, bílslysum og fleiru speglast í lakki sportbíls, sem síðan bráðnar niður í málmsúpu sem síðan myndar söluvöru fyrirtækisins, rennilegt rafhjól af gerðinni VanMoof S3.


„Tími til að aka framtíðinni,“ er slagorð auglýsingarinnar, sem féll franska yfirvaldinu síður en svo í geð. Tilgangur hollenska fyrirtækisins er augljós, að sýna fram á kosti rafhjólsins sem fararskjóta með því að benda á ýmsa vel þekkta ókosti bílaumferðar.

Frökkunum þótti þetta of langt gengið. Samkvæmt umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Verge sendu þeir bréf til Hollands þar sem auglýsingunni er hafnað og því beint til hjólaframleiðandans að breyta henni, ef hún ætti að verða birtingarhæf í frönsku sjónvarpi.

Auglýsing

Auglýsingin þótti sem áður segir bæði sýna bíla í of neikvæðu ljósi og svo þótti hún einnig brjóta í bága við franskar reglur um að markaðssetning megi ekki byggja á því að vekja ótta eða þjáningu hjá neytendum.

Vöktu athygli á banninu

Forsvarsmenn VanMoof hafa að sjálfsögðu brugðist við þessu með því að snúa vörn í sókn, enda hefur það nú oft verið þannig að umtöluðustu auglýsingarnar eru bannaðar auglýsingar. 

Í gær sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á því að auglýsingin hefði verið bönnuð. Hjólaframleiðandinn furðar sig á ákvörðuninni og bendir á að í Hollandi og Þýskalandi hafi auglýsingin verið sýnd í sjónvarpi án athugasemda.

„Það er óskiljanlegt að bílaframleiðendur fái að skauta framhjá umhverfisvandamálum, en þegar einhver ögri þeirri stöðu sé það ritskoðað,“ er haft Ties Carlier, öðrum stofnanda VanMoof í tilkynningunni. 

Ties Carlier á hjóli. Mynd: VanMoof

Þar er einnig sett spurningamerki við hlutleysi franska eftirlitsaðilans og bent á að franski bílaiðnaðurinn er í vanda vegna kórónuveirufaraldursins, sem hafi meðal annars verið mætt af stjórnvöldum með 8 milljarða evra ríkisframlagi til framleiðenda.

VanMoof segist einfaldlega hafa viljað hvetja áhorfendur til þess að hugsa um hvernig þeir væru að ferðast um og hvernig þeir gætu haft jákvæð áhrif á heiminn.

Fyrirtækið var stofnað af bræðrunum Ties og Taco Carlier í Amsterdam árið 2009 og hefur hannað og selt 120.000 reiðhjól síðan þá víða um heim. Þeir senda að vísu ekki til Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiErlent