Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi

Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.

Stilla úr auglýsingunni.
Stilla úr auglýsingunni.
Auglýsing

Aug­lýs­ing frá hol­lenska raf­hjóla­fram­leið­and­anum Van­Moof má ekki birt­ast í sjón­varpi í Frakk­landi, þar sem ARPP, eft­ir­lits­stofnun með franska aug­lýs­inga­mark­aðn­um, telur aug­lýs­ing­una bæði kvíða­vald­andi og koma óorði á bíla­fram­leið­endur með ósann­gjörnum hætti.

Hol­lenska fyr­ir­tækið gaf aug­lýs­ing­una út snemma í júní. Í henni sjást myndir af loft­meng­un, umferð­ar­tepp­um, bílslysum og fleiru spegl­ast í lakki sport­bíls, sem síðan bráðnar niður í málm­súpu sem síðan myndar sölu­vöru fyr­ir­tæk­is­ins, renni­legt raf­hjól af gerð­inni Van­Moof S3.„Tími til að aka fram­tíð­inn­i,“ er slag­orð aug­lýs­ing­ar­inn­ar, sem féll franska yfir­vald­inu síður en svo í geð. Til­gangur hol­lenska fyr­ir­tæk­is­ins er aug­ljós, að sýna fram á kosti raf­hjóls­ins sem far­ar­skjóta með því að benda á ýmsa vel þekkta ókosti bíla­um­ferð­ar.

Frökk­unum þótti þetta of langt geng­ið. Sam­kvæmt umfjöllun banda­ríska vef­mið­ils­ins Verge sendu þeir bréf til Hollands þar sem aug­lýs­ing­unni er hafnað og því beint til hjóla­fram­leið­and­ans að breyta henni, ef hún ætti að verða birt­ing­ar­hæf í frönsku sjón­varpi.

Auglýsing

Aug­lýs­ingin þótti sem áður segir bæði sýna bíla í of nei­kvæðu ljósi og svo þótti hún einnig brjóta í bága við franskar reglur um að mark­aðs­setn­ing megi ekki byggja á því að vekja ótta eða þján­ingu hjá neyt­end­um.

Vöktu athygli á bann­inu

For­svars­menn Van­Moof hafa að sjálf­sögðu brugð­ist við þessu með því að snúa vörn í sókn, enda hefur það nú oft verið þannig að umtöl­uð­ustu aug­lýs­ing­arnar eru bann­aðar aug­lýs­ing­ar. 

Í gær sendi fyr­ir­tækið frá sér til­kynn­ingu þar sem vakin var athygli á því að aug­lýs­ingin hefði verið bönn­uð. Hjóla­fram­leið­and­inn furðar sig á ákvörð­un­inni og bendir á að í Hollandi og Þýska­landi hafi aug­lýs­ingin verið sýnd í sjón­varpi án athuga­semda.

„Það er óskilj­an­legt að bíla­fram­leið­endur fái að skauta fram­hjá umhverf­is­vanda­mál­um, en þegar ein­hver ögri þeirri stöðu sé það rit­skoð­að,“ er haft Ties Car­lier, öðrum stofn­anda Van­Moof í til­kynn­ing­unn­i. 

Ties Carlier á hjóli. Mynd: VanMoof

Þar er einnig sett spurn­inga­merki við hlut­leysi franska eft­ir­lits­að­il­ans og bent á að franski bíla­iðn­að­ur­inn er í vanda vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, sem hafi meðal ann­ars verið mætt af stjórn­völdum með 8 millj­arða evra rík­is­fram­lagi til fram­leið­enda.

Van­Moof seg­ist ein­fald­lega hafa viljað hvetja áhorf­endur til þess að hugsa um hvernig þeir væru að ferð­ast um og hvernig þeir gætu haft jákvæð áhrif á heim­inn.

Fyr­ir­tækið var stofnað af bræðr­unum Ties og Taco Car­lier í Amster­dam árið 2009 og hefur hannað og selt 120.000 reið­hjól síðan þá víða um heim. Þeir senda að vísu ekki til Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent