„Tucker Carlson 2024?“

Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.

Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Auglýsing

„Áhorfið á Tucker Carl­son er í hæstu hæðum og einnig sögu­sagnir um að þessi vin­sæli þátta­stjórn­andi Fox News muni leggja sjón­varps­fer­il­inn til hliðar og bjóða sig fram til for­seta árið 2024,“ sagði í frétta­skýr­ingu á banda­ríska vef­miðl­inum Polit­ico í gær.

Blaða­maður mið­ils­ins ræddi við sextán þekkta repúblik­ana og íhalds­sama álits­gjafa sem allir telja að Carl­son ætti tölu­verðar sig­ur­líkur ef hann myndi gefa kost á sér sem for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn hans er nefnt í þessu sam­hengi.

Carl­son, sem er 51 árs gam­all, er nefni­lega gríð­ar­lega vin­sæll hjá stórum hópum Banda­ríkja­manna. Þáttur hans, Tucker Carl­son Ton­ight, er vin­sæl­asti þátt­ur­inn í banda­rísku kap­al­sjón­varpi sam­kvæmt nýjum mæl­ingum og á YouTu­be-­síðu Fox News fær nán­ast hvert ein­asta mynd­skeið úr þætt­inum millj­ónir áhorfa. 

Auglýsing

Þátt­ur­inn er raunar ekki bara sá vin­sæl­asti um þessar mund­ir, heldur er hann núna orð­inn sá þáttur sem hefur haldið flestum áhorf­endum við skjá­inn að með­al­tali yfir þriggja mán­aða tíma­bil frá upp­hafi. Rúmar 4,33 millj­ónir Banda­ríkja­manna horfðu að með­al­tali á þátt­inn frá byrjun apríl og til loka júní.

Flestir sem fylgj­ast með banda­rískum stjórn­málum og menn­ingu hafa eflaust séð ein­hverjar af ein­ræðum Carl­son, þar sem hann leggur áhorf­endum lín­urnar og segir skoðun sína umbúða­laust á stöðu lands­ins og heims­ins, ræðst gegn demókröt­um, „frjáls­lyndu elít­unni“ og flestum helstu fjöl­miðlum Banda­ríkj­anna.

Hann boðar í raun það sem á síð­ari árum hefur verið kall­aður „Trump­ismi“ af ýmsum álits­gjöfum og hefur verið dáður af mörgum þekktum hvítum þjóð­ern­issinnum fyrir vik­ið. Hann segir stundum hluti, sem ekki einu sinni óheflaður for­set­inn lætur hvarfla að sér að segja. 

Í síð­asta mán­uði hættu stór­fyr­ir­tæki á borð við Dis­ney og T-Mobile að kaupa aug­lýs­ingar af Fox News í kringum þátt­inn eftir að Carl­son lét umdeild ummæli falla um Black Lives Matt­er-hreyf­ing­una. Aug­lýsendur létu sig einnig hverfa árið 2018 þegar hann sagði að inn­flytj­endur gerðu „landið okkar fátækara og skítug­ara og klofn­ara.“



En slíkur boð­skapur heillar fullt af fólki í Banda­ríkjum dags­ins í dag. „Orðum þetta svona,“ segir Sam Nun­berg, fyrr­ver­andi póli­tískur ráð­gjafi Don­alds Trump, „ef Biden vinnur og Tucker ákveður að bjóða sig fram [fyrir Repúblikana­flokk­inn árið 2024, þá fengi hann til­nefn­ing­una.“ 

Nun­berg þekkir reyndar Carl­son per­sónu­lega og telur að hann myndi ekki bjóða sig fram, þar sem þátta­stjórn­and­inn hafi óbeit á stjórn­mála­mönn­um. Carl­son hefur aldrei tekið þátt í stjórn­málum og hefur áður lýst því yfir að hann hafi það ekki í hyggju. 

Ótt­ast að hóf­sam­ara fólk taki flokk­inn yfir

En að und­an­förnu hefur hann líka sagt að áhorf­endur hans og kjós­endur repúblikana, ættu að vara sig á því að þegar Don­ald Trump hverfi á braut, ýmist vegna taps í kosn­ingum hausts­ins eða eftir næsta kjör­tíma­bil, muni hóf­sam­ari „hrægammar“ reyna að taka flokk­inn yfir. Hefur hann sér­stak­lega rætt um Nikki Haley í því sam­hengi, en hún er talin lík­leg til þess að fara í fram­boð 2024.

„Um leið og Trump fer, þá munu þau ráð­ast á hann,“ sagði Carl­son í vik­unni. „Þau munu segja ykkur að repúblikanar hafi tapað völdum ein­ungis þar sem þeir voru ill­gjarnir og óumbyrð­ar­lyndir eins og Don­ald Trump. Það er lyg­i.“

Und­an­farið hefur Carl­son farið nokkrum ham­förum í gagn­rýni sinni á repúblik­ana sem hafa tekið undir mál­stað Black Lives Matt­ers hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Í vik­unni hjólaði hann í tvo  öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn flokks­ins sem lögðu til að 19. júní, Junet­eenth, yrði gerður að almennum frídegi í stað dags Krist­ó­fers Kól­umbus­ar. Á Junet­eenth er þess minnst að þann dag árið 1865 voru síð­ustu svörtu þræl­arnir í Texas leystir undan ánauð.





Hann hefur einnig skotið fast að Jared Kus­hner, tengda­syni og ráð­gjafa Trumps, sagt að hann fyr­ir­líti kjós­endur for­set­ans og kennir honum um að hafa komið í veg fyrir að for­set­inn beitti sér af fullri hörku í inn­flytj­enda­mál­um, lög­gæslu­málum og utan­rík­is­mál­um.

Áhrifa­máttur

Í umfjöllun Polit­ico um þessar ógn­ar­vin­sældir hins umdeilda Carl­son í bak­landi repúblikana­floks­ins er klikkt út með því að vitna til orða ráð­gjafa repúblik­ana sem er í nánu sam­bandi við Hvíta hús­ið: 

„Ef þú ert repúblikani í stjórn­málum og vilt vita hvar kjós­endur Repúblikana­flokks­ins standa, þá er það eina sem þú þarft að gera að horfa á Tucker Carl­son á hverju kvöld­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent