„Tucker Carlson 2024?“

Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.

Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Auglýsing

„Áhorfið á Tucker Carl­son er í hæstu hæðum og einnig sögu­sagnir um að þessi vin­sæli þátta­stjórn­andi Fox News muni leggja sjón­varps­fer­il­inn til hliðar og bjóða sig fram til for­seta árið 2024,“ sagði í frétta­skýr­ingu á banda­ríska vef­miðl­inum Polit­ico í gær.

Blaða­maður mið­ils­ins ræddi við sextán þekkta repúblik­ana og íhalds­sama álits­gjafa sem allir telja að Carl­son ætti tölu­verðar sig­ur­líkur ef hann myndi gefa kost á sér sem for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn hans er nefnt í þessu sam­hengi.

Carl­son, sem er 51 árs gam­all, er nefni­lega gríð­ar­lega vin­sæll hjá stórum hópum Banda­ríkja­manna. Þáttur hans, Tucker Carl­son Ton­ight, er vin­sæl­asti þátt­ur­inn í banda­rísku kap­al­sjón­varpi sam­kvæmt nýjum mæl­ingum og á YouTu­be-­síðu Fox News fær nán­ast hvert ein­asta mynd­skeið úr þætt­inum millj­ónir áhorfa. 

Auglýsing

Þátt­ur­inn er raunar ekki bara sá vin­sæl­asti um þessar mund­ir, heldur er hann núna orð­inn sá þáttur sem hefur haldið flestum áhorf­endum við skjá­inn að með­al­tali yfir þriggja mán­aða tíma­bil frá upp­hafi. Rúmar 4,33 millj­ónir Banda­ríkja­manna horfðu að með­al­tali á þátt­inn frá byrjun apríl og til loka júní.

Flestir sem fylgj­ast með banda­rískum stjórn­málum og menn­ingu hafa eflaust séð ein­hverjar af ein­ræðum Carl­son, þar sem hann leggur áhorf­endum lín­urnar og segir skoðun sína umbúða­laust á stöðu lands­ins og heims­ins, ræðst gegn demókröt­um, „frjáls­lyndu elít­unni“ og flestum helstu fjöl­miðlum Banda­ríkj­anna.

Hann boðar í raun það sem á síð­ari árum hefur verið kall­aður „Trump­ismi“ af ýmsum álits­gjöfum og hefur verið dáður af mörgum þekktum hvítum þjóð­ern­issinnum fyrir vik­ið. Hann segir stundum hluti, sem ekki einu sinni óheflaður for­set­inn lætur hvarfla að sér að segja. 

Í síð­asta mán­uði hættu stór­fyr­ir­tæki á borð við Dis­ney og T-Mobile að kaupa aug­lýs­ingar af Fox News í kringum þátt­inn eftir að Carl­son lét umdeild ummæli falla um Black Lives Matt­er-hreyf­ing­una. Aug­lýsendur létu sig einnig hverfa árið 2018 þegar hann sagði að inn­flytj­endur gerðu „landið okkar fátækara og skítug­ara og klofn­ara.“En slíkur boð­skapur heillar fullt af fólki í Banda­ríkjum dags­ins í dag. „Orðum þetta svona,“ segir Sam Nun­berg, fyrr­ver­andi póli­tískur ráð­gjafi Don­alds Trump, „ef Biden vinnur og Tucker ákveður að bjóða sig fram [fyrir Repúblikana­flokk­inn árið 2024, þá fengi hann til­nefn­ing­una.“ 

Nun­berg þekkir reyndar Carl­son per­sónu­lega og telur að hann myndi ekki bjóða sig fram, þar sem þátta­stjórn­and­inn hafi óbeit á stjórn­mála­mönn­um. Carl­son hefur aldrei tekið þátt í stjórn­málum og hefur áður lýst því yfir að hann hafi það ekki í hyggju. 

Ótt­ast að hóf­sam­ara fólk taki flokk­inn yfir

En að und­an­förnu hefur hann líka sagt að áhorf­endur hans og kjós­endur repúblikana, ættu að vara sig á því að þegar Don­ald Trump hverfi á braut, ýmist vegna taps í kosn­ingum hausts­ins eða eftir næsta kjör­tíma­bil, muni hóf­sam­ari „hrægammar“ reyna að taka flokk­inn yfir. Hefur hann sér­stak­lega rætt um Nikki Haley í því sam­hengi, en hún er talin lík­leg til þess að fara í fram­boð 2024.

„Um leið og Trump fer, þá munu þau ráð­ast á hann,“ sagði Carl­son í vik­unni. „Þau munu segja ykkur að repúblikanar hafi tapað völdum ein­ungis þar sem þeir voru ill­gjarnir og óumbyrð­ar­lyndir eins og Don­ald Trump. Það er lyg­i.“

Und­an­farið hefur Carl­son farið nokkrum ham­förum í gagn­rýni sinni á repúblik­ana sem hafa tekið undir mál­stað Black Lives Matt­ers hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Í vik­unni hjólaði hann í tvo  öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn flokks­ins sem lögðu til að 19. júní, Junet­eenth, yrði gerður að almennum frídegi í stað dags Krist­ó­fers Kól­umbus­ar. Á Junet­eenth er þess minnst að þann dag árið 1865 voru síð­ustu svörtu þræl­arnir í Texas leystir undan ánauð.

Hann hefur einnig skotið fast að Jared Kus­hner, tengda­syni og ráð­gjafa Trumps, sagt að hann fyr­ir­líti kjós­endur for­set­ans og kennir honum um að hafa komið í veg fyrir að for­set­inn beitti sér af fullri hörku í inn­flytj­enda­mál­um, lög­gæslu­málum og utan­rík­is­mál­um.

Áhrifa­máttur

Í umfjöllun Polit­ico um þessar ógn­ar­vin­sældir hins umdeilda Carl­son í bak­landi repúblikana­floks­ins er klikkt út með því að vitna til orða ráð­gjafa repúblik­ana sem er í nánu sam­bandi við Hvíta hús­ið: 

„Ef þú ert repúblikani í stjórn­málum og vilt vita hvar kjós­endur Repúblikana­flokks­ins standa, þá er það eina sem þú þarft að gera að horfa á Tucker Carl­son á hverju kvöld­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent