„Tucker Carlson 2024?“

Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.

Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Auglýsing

„Áhorfið á Tucker Carl­son er í hæstu hæðum og einnig sögu­sagnir um að þessi vin­sæli þátta­stjórn­andi Fox News muni leggja sjón­varps­fer­il­inn til hliðar og bjóða sig fram til for­seta árið 2024,“ sagði í frétta­skýr­ingu á banda­ríska vef­miðl­inum Polit­ico í gær.

Blaða­maður mið­ils­ins ræddi við sextán þekkta repúblik­ana og íhalds­sama álits­gjafa sem allir telja að Carl­son ætti tölu­verðar sig­ur­líkur ef hann myndi gefa kost á sér sem for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn hans er nefnt í þessu sam­hengi.

Carl­son, sem er 51 árs gam­all, er nefni­lega gríð­ar­lega vin­sæll hjá stórum hópum Banda­ríkja­manna. Þáttur hans, Tucker Carl­son Ton­ight, er vin­sæl­asti þátt­ur­inn í banda­rísku kap­al­sjón­varpi sam­kvæmt nýjum mæl­ingum og á YouTu­be-­síðu Fox News fær nán­ast hvert ein­asta mynd­skeið úr þætt­inum millj­ónir áhorfa. 

Auglýsing

Þátt­ur­inn er raunar ekki bara sá vin­sæl­asti um þessar mund­ir, heldur er hann núna orð­inn sá þáttur sem hefur haldið flestum áhorf­endum við skjá­inn að með­al­tali yfir þriggja mán­aða tíma­bil frá upp­hafi. Rúmar 4,33 millj­ónir Banda­ríkja­manna horfðu að með­al­tali á þátt­inn frá byrjun apríl og til loka júní.

Flestir sem fylgj­ast með banda­rískum stjórn­málum og menn­ingu hafa eflaust séð ein­hverjar af ein­ræðum Carl­son, þar sem hann leggur áhorf­endum lín­urnar og segir skoðun sína umbúða­laust á stöðu lands­ins og heims­ins, ræðst gegn demókröt­um, „frjáls­lyndu elít­unni“ og flestum helstu fjöl­miðlum Banda­ríkj­anna.

Hann boðar í raun það sem á síð­ari árum hefur verið kall­aður „Trump­ismi“ af ýmsum álits­gjöfum og hefur verið dáður af mörgum þekktum hvítum þjóð­ern­issinnum fyrir vik­ið. Hann segir stundum hluti, sem ekki einu sinni óheflaður for­set­inn lætur hvarfla að sér að segja. 

Í síð­asta mán­uði hættu stór­fyr­ir­tæki á borð við Dis­ney og T-Mobile að kaupa aug­lýs­ingar af Fox News í kringum þátt­inn eftir að Carl­son lét umdeild ummæli falla um Black Lives Matt­er-hreyf­ing­una. Aug­lýsendur létu sig einnig hverfa árið 2018 þegar hann sagði að inn­flytj­endur gerðu „landið okkar fátækara og skítug­ara og klofn­ara.“En slíkur boð­skapur heillar fullt af fólki í Banda­ríkjum dags­ins í dag. „Orðum þetta svona,“ segir Sam Nun­berg, fyrr­ver­andi póli­tískur ráð­gjafi Don­alds Trump, „ef Biden vinnur og Tucker ákveður að bjóða sig fram [fyrir Repúblikana­flokk­inn árið 2024, þá fengi hann til­nefn­ing­una.“ 

Nun­berg þekkir reyndar Carl­son per­sónu­lega og telur að hann myndi ekki bjóða sig fram, þar sem þátta­stjórn­and­inn hafi óbeit á stjórn­mála­mönn­um. Carl­son hefur aldrei tekið þátt í stjórn­málum og hefur áður lýst því yfir að hann hafi það ekki í hyggju. 

Ótt­ast að hóf­sam­ara fólk taki flokk­inn yfir

En að und­an­förnu hefur hann líka sagt að áhorf­endur hans og kjós­endur repúblikana, ættu að vara sig á því að þegar Don­ald Trump hverfi á braut, ýmist vegna taps í kosn­ingum hausts­ins eða eftir næsta kjör­tíma­bil, muni hóf­sam­ari „hrægammar“ reyna að taka flokk­inn yfir. Hefur hann sér­stak­lega rætt um Nikki Haley í því sam­hengi, en hún er talin lík­leg til þess að fara í fram­boð 2024.

„Um leið og Trump fer, þá munu þau ráð­ast á hann,“ sagði Carl­son í vik­unni. „Þau munu segja ykkur að repúblikanar hafi tapað völdum ein­ungis þar sem þeir voru ill­gjarnir og óumbyrð­ar­lyndir eins og Don­ald Trump. Það er lyg­i.“

Und­an­farið hefur Carl­son farið nokkrum ham­förum í gagn­rýni sinni á repúblik­ana sem hafa tekið undir mál­stað Black Lives Matt­ers hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Í vik­unni hjólaði hann í tvo  öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn flokks­ins sem lögðu til að 19. júní, Junet­eenth, yrði gerður að almennum frídegi í stað dags Krist­ó­fers Kól­umbus­ar. Á Junet­eenth er þess minnst að þann dag árið 1865 voru síð­ustu svörtu þræl­arnir í Texas leystir undan ánauð.

Hann hefur einnig skotið fast að Jared Kus­hner, tengda­syni og ráð­gjafa Trumps, sagt að hann fyr­ir­líti kjós­endur for­set­ans og kennir honum um að hafa komið í veg fyrir að for­set­inn beitti sér af fullri hörku í inn­flytj­enda­mál­um, lög­gæslu­málum og utan­rík­is­mál­um.

Áhrifa­máttur

Í umfjöllun Polit­ico um þessar ógn­ar­vin­sældir hins umdeilda Carl­son í bak­landi repúblikana­floks­ins er klikkt út með því að vitna til orða ráð­gjafa repúblik­ana sem er í nánu sam­bandi við Hvíta hús­ið: 

„Ef þú ert repúblikani í stjórn­málum og vilt vita hvar kjós­endur Repúblikana­flokks­ins standa, þá er það eina sem þú þarft að gera að horfa á Tucker Carl­son á hverju kvöld­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent