„Tucker Carlson 2024?“

Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.

Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
Auglýsing

„Áhorfið á Tucker Carl­son er í hæstu hæðum og einnig sögu­sagnir um að þessi vin­sæli þátta­stjórn­andi Fox News muni leggja sjón­varps­fer­il­inn til hliðar og bjóða sig fram til for­seta árið 2024,“ sagði í frétta­skýr­ingu á banda­ríska vef­miðl­inum Polit­ico í gær.

Blaða­maður mið­ils­ins ræddi við sextán þekkta repúblik­ana og íhalds­sama álits­gjafa sem allir telja að Carl­son ætti tölu­verðar sig­ur­líkur ef hann myndi gefa kost á sér sem for­seta­efni Repúblikana­flokks­ins árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem nafn hans er nefnt í þessu sam­hengi.

Carl­son, sem er 51 árs gam­all, er nefni­lega gríð­ar­lega vin­sæll hjá stórum hópum Banda­ríkja­manna. Þáttur hans, Tucker Carl­son Ton­ight, er vin­sæl­asti þátt­ur­inn í banda­rísku kap­al­sjón­varpi sam­kvæmt nýjum mæl­ingum og á YouTu­be-­síðu Fox News fær nán­ast hvert ein­asta mynd­skeið úr þætt­inum millj­ónir áhorfa. 

Auglýsing

Þátt­ur­inn er raunar ekki bara sá vin­sæl­asti um þessar mund­ir, heldur er hann núna orð­inn sá þáttur sem hefur haldið flestum áhorf­endum við skjá­inn að með­al­tali yfir þriggja mán­aða tíma­bil frá upp­hafi. Rúmar 4,33 millj­ónir Banda­ríkja­manna horfðu að með­al­tali á þátt­inn frá byrjun apríl og til loka júní.

Flestir sem fylgj­ast með banda­rískum stjórn­málum og menn­ingu hafa eflaust séð ein­hverjar af ein­ræðum Carl­son, þar sem hann leggur áhorf­endum lín­urnar og segir skoðun sína umbúða­laust á stöðu lands­ins og heims­ins, ræðst gegn demókröt­um, „frjáls­lyndu elít­unni“ og flestum helstu fjöl­miðlum Banda­ríkj­anna.

Hann boðar í raun það sem á síð­ari árum hefur verið kall­aður „Trump­ismi“ af ýmsum álits­gjöfum og hefur verið dáður af mörgum þekktum hvítum þjóð­ern­issinnum fyrir vik­ið. Hann segir stundum hluti, sem ekki einu sinni óheflaður for­set­inn lætur hvarfla að sér að segja. 

Í síð­asta mán­uði hættu stór­fyr­ir­tæki á borð við Dis­ney og T-Mobile að kaupa aug­lýs­ingar af Fox News í kringum þátt­inn eftir að Carl­son lét umdeild ummæli falla um Black Lives Matt­er-hreyf­ing­una. Aug­lýsendur létu sig einnig hverfa árið 2018 þegar hann sagði að inn­flytj­endur gerðu „landið okkar fátækara og skítug­ara og klofn­ara.“En slíkur boð­skapur heillar fullt af fólki í Banda­ríkjum dags­ins í dag. „Orðum þetta svona,“ segir Sam Nun­berg, fyrr­ver­andi póli­tískur ráð­gjafi Don­alds Trump, „ef Biden vinnur og Tucker ákveður að bjóða sig fram [fyrir Repúblikana­flokk­inn árið 2024, þá fengi hann til­nefn­ing­una.“ 

Nun­berg þekkir reyndar Carl­son per­sónu­lega og telur að hann myndi ekki bjóða sig fram, þar sem þátta­stjórn­and­inn hafi óbeit á stjórn­mála­mönn­um. Carl­son hefur aldrei tekið þátt í stjórn­málum og hefur áður lýst því yfir að hann hafi það ekki í hyggju. 

Ótt­ast að hóf­sam­ara fólk taki flokk­inn yfir

En að und­an­förnu hefur hann líka sagt að áhorf­endur hans og kjós­endur repúblikana, ættu að vara sig á því að þegar Don­ald Trump hverfi á braut, ýmist vegna taps í kosn­ingum hausts­ins eða eftir næsta kjör­tíma­bil, muni hóf­sam­ari „hrægammar“ reyna að taka flokk­inn yfir. Hefur hann sér­stak­lega rætt um Nikki Haley í því sam­hengi, en hún er talin lík­leg til þess að fara í fram­boð 2024.

„Um leið og Trump fer, þá munu þau ráð­ast á hann,“ sagði Carl­son í vik­unni. „Þau munu segja ykkur að repúblikanar hafi tapað völdum ein­ungis þar sem þeir voru ill­gjarnir og óumbyrð­ar­lyndir eins og Don­ald Trump. Það er lyg­i.“

Und­an­farið hefur Carl­son farið nokkrum ham­förum í gagn­rýni sinni á repúblik­ana sem hafa tekið undir mál­stað Black Lives Matt­ers hreyf­ing­ar­inn­ar. 

Í vik­unni hjólaði hann í tvo  öld­ung­ar­deild­ar­þing­menn flokks­ins sem lögðu til að 19. júní, Junet­eenth, yrði gerður að almennum frídegi í stað dags Krist­ó­fers Kól­umbus­ar. Á Junet­eenth er þess minnst að þann dag árið 1865 voru síð­ustu svörtu þræl­arnir í Texas leystir undan ánauð.

Hann hefur einnig skotið fast að Jared Kus­hner, tengda­syni og ráð­gjafa Trumps, sagt að hann fyr­ir­líti kjós­endur for­set­ans og kennir honum um að hafa komið í veg fyrir að for­set­inn beitti sér af fullri hörku í inn­flytj­enda­mál­um, lög­gæslu­málum og utan­rík­is­mál­um.

Áhrifa­máttur

Í umfjöllun Polit­ico um þessar ógn­ar­vin­sældir hins umdeilda Carl­son í bak­landi repúblikana­floks­ins er klikkt út með því að vitna til orða ráð­gjafa repúblik­ana sem er í nánu sam­bandi við Hvíta hús­ið: 

„Ef þú ert repúblikani í stjórn­málum og vilt vita hvar kjós­endur Repúblikana­flokks­ins standa, þá er það eina sem þú þarft að gera að horfa á Tucker Carl­son á hverju kvöld­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent