Fólk sums staðar látið vinna „bara eins og það sé þrælar“

Barátta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launalaust eða með laun langt undir lágmarkslaunum var ofarlega í huga margra viðmælenda í nýrri skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.

vi-seljalandsfoss_14520557736_o.jpg
Auglýsing

„Það sem við höfum nátt­úru­lega miklar áhyggjur af er hversu mikið af ferða­þjón­ust­unni er bara undir borð­inu. Þetta eru sjálf­boða­liðar og það eru nemar að koma sem við höldum að séu á ein­hverjum mjög fölskum for­send­um. Við erum að rekast á fólk sem kemur til okkar með papp­íra um að þeir séu starfs­þjálf­un­ar­nemar og séu þar af leið­andi ekki á launum og við teljum að það sé í raun og veru bara ódýrt vinnu­afl. Þeir eru á stöðum sem hafa í raun ekki neina fag­mennsku til að taka nema. Þetta þarf að laga.“

Þetta kemur fram hjá einum við­mæl­anda í skýrslu Rann­­sókna­mið­­stöðvar ferða­­mála um aðstæður erlends starfs­fólks í ferða­þjón­ustu. Höf­undar skýrsl­unnar tóku við­­töl við starfs­­fólk stétt­­ar­­fé­laga utan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins og einnig við erlent starfs­­fólk í ferða­­þjón­­ustu víða um land­ið.

Á Vest­ur­landi var mikið rætt um fjölgun „starfs­þjálf­un­ar­nema“ í ferða­þjón­ustu, á stöðum sem hefðu ekki menntað fag­fólk til að leið­beina þeim. Tekið var dæmi um hótel á svæð­inu sem var búið „að rúlla 13 þjónum í gegn“ án þess að vera með lærðan þjón á staðn­um. Að þeirra mati var þetta enn ein leið til að ná í „ódýrt vinnu­afl“.

Auglýsing

Vax­andi ógn

Bar­átta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launa­laust eða með laun langt undir lág­marks­laun­um, var ofar­lega í huga margra við­mæl­end­anna. Litið var á þessa þróun sem vax­andi ógn, sem hefði auk­ist í takt við vöxt ferða­þjón­ustu um land allt og auknar vin­sældir lands­ins meðal ferða­manna. Birt­ing­ar­mynd þess­arar þró­unar eru sjálf­boða­lið­ar, sem mest voru tengdir við hesta­leigur og minni gisti­staði, og starfs­nemar á hót­el­um. Einnig var minnst á söfn og rætt um til­raunir sveit­ar­fé­laga til að taka upp þetta fyr­ir­komu­lag, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Á­hyggj­urnar beindust að því að verið væri að grafa undan leik­reglum á íslenskum vinnu­mark­aði og eðli­legri sam­keppni milli fyr­ir­tækja, en ekki síður að við­kvæmri stöðu fólks sem væri að vinna án trygg­inga og ann­arra rétt­inda. Einnig væru dæmi um að fólk væri látið vinna mjög mikið án launa. Ef fólk er án trygg­inga getur það verið í vondum málum ef það lendi í vinnu­slysum:

„Mesta ógnin sem mér finnst hafa verið núna und­an­far­ið, það er sjálf­boða­liða­störf­in. Það er verið að aug­lýsa þetta á alls­konar síð­um. Það þýðir að fólk er hérna jafn­vel án trygg­inga og það eru dæmi um vinnu­slys.“

Annar við­mæl­andi taldi að fólk væri oft sett í mun meiri vinnu en talað hefði verið um í aug­lýs­ingu eftir sjálf­boða­liða.

„Ég held það sé líka í þessu sjálf­boða­lið­aum­hverfi að fólk kemur og gerir ráð fyrir að vinna nokkrar klukku­stundir á viku en svo vinnur það bara tugi klukku­stunda, bara eins og það sé þræl­ar.“

Margir þó sáttir

Í skýrsl­unni segir að það virð­ist þó vera að margir sem eru að vinna sem sjálf­boða­liðar séu sáttir með að fá að dvelja frítt á Íslandi og fáir sjálf­boða­liðar og nemar kvarta til stétt­ar­fé­lag­anna. Frekar að þeir bregð­ist illa við afskiptum þeirra. Sjálf­boða­lið­arnir líti á þetta sem tæki­færi til að dvelja ódýrt í nálægð við dýr og nátt­úru og slá þessu saman við ferða­lag um land­ið. Það sé helst ef að vinnan verður of mikil eða öðru­vísi en um var samið, sem fólk yfir­gefur gest­gjafa eða vinnu­veit­anda.

Dæmi var tekið um konu á fimm­tugs­aldri sem sætti sig ekki við vera „í ferða­þjón­ustu að búa um rúm“ eftir að hafa ráðið sig til að hugsa um dýr á sveita­bæ. Hún lét ekki bjóða sér það og fór, en „henni var alveg sama þó hún fengi bara 50 þús­und krónur á mán­uði“ fyrir að hugsa um dýr­in.

Sumir kjósa að horfa í hina átt­ina

Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur barist fyrir því að fá samn­inga og álit sem styðja við sjón­ar­mið hennar um að það séu engin óljós mörk á milli ferða­manna, náms­manna og starfs­manna. Ein setn­ing skýri þetta: „Það er ólög­legt að nota sjálf­boða­liða í efna­hags­legri starf­sem­i.“

„Við höfum fengið stað­fest álit rík­is­skatt­stjóra um hvað sé launa­laus vinna og hvað ekki. Við höfum sam­eig­in­legt álit við Sam­tök atvinnu­lífs­ins um hvað sé eðli­legt í þessu og hvað ekki. Við höfum líka sam­eig­in­legt álit með Bænda­sam­tök­unum um hvað sé eðli­legt og hvað ekki. Svona heilt yfir þá skilja þetta all­ir. Það vita það allir að vinna á Íslandi er almennt laun­uð, en ein­stakir atvinnu­rek­endur þeir kjósa að horfa svo­lítið fram hjá þessu.“

Fram kom í við­töl­unum að kjara­samn­ingar hér­lendis næðu til flest allra starfa á Ísland­i. ­Stétt­ar­fé­lögin settu sig hins vegar ekki upp á móti sjálf­boða­liðum t.d. stíga­gerð í þjóð­görðum og köku­sölu kven­fé­laga.

Van­traust til stétt­ar­fé­laga

Fram kemur hjá skýrslu­höf­unum að rauður þráður í við­tölum við starfs­fólk stétt­ar­fé­laga hafi verið að erlent starfs­fólk í ferða­þjón­ustu væri hrætt við að sækja kröfur um leið­rétt­ingu á launum á meðan það væri í vinnu á við­kom­andi stað.

Sam­kvæmt því sem fram kemur í skýrsl­unni „þora þau ekki“ eða eru „hrædd við“ að fá aðstoð hjá stétt­ar­fé­lög­un­um, vegna ótta um að missa starfið eða vegna van­trausts á stétt­ar­fé­lög­um. Byggir það van­traust oft­ast á orð­spori stétt­ar­fé­laga í heima­löndum þeirra. Var ýmist talað um þau sem „ma­fíu sam­tök“ eða að vinnu­veit­endur hefðu stétt­ar­fé­lög „í vas­an­um“. Oft er van­traust hjá fólki sem kemur frá Aust­ur-­Evr­ópu, en fjallað verður nánar um mun eftir upp­runa­löndum í næsta und­ir­kafla.

„Það er van­traust til okk­ar. Margt, af þessu fólki sem kemur frá Austur Evr­ópu, það er eig­in­lega sann­fært um að við séum bara hluti af mafí­unni heima og telur að við getum ekki lagað neitt.“

Flestir sem eru að koma til stétt­ar­fé­lag­anna er fólk „sem er að hætta, fara heim til sín eða skipta um vinn­u“. Þá fyrst er fólk e.t.v. að kanna hvort að það hafi fengið borgað sam­kvæmt kjara­samn­ingum og áunnin rétt­indi hafi verið gerð upp við þau. Stundum er verið að biðja stétt­ar­fé­lögin að reikna nokkur ár aftur í tím­ann, en oft þarf að hafna gömlum málum vegna skorts á gögnum „[…] þau eru jafn­vel að fara tvö þrjú ár aftur í tím­ann og senda fjöl­póst á gamla vinnu­fé­laga og við eigum að fara að reikna út eld­gömul mál. Þetta er eitt­hvað sem við höfum verið að reyna að sporna við“ (Suð­ur­land-1). Þó að fólk hafi verið sátt á vinnu­stað, þá sé það búið að átta sig á að það getur fengið meiri laun, en er ekki til­búið að fara fram á það við atvinnu­rek­and­ann á meðan það er í vinnu. Stétt­ar­fé­lögin þurfa að leggja kröfur fram í nafni ákveð­inna ein­stak­linga og mörgum finnst það erfitt. Þar sem fólk er gjarnan að hafa sam­band rétt áður en það fer úr landi nær það jafn­vel ekki að ganga frá þessu umboði fyrir brott­för: „… af því að fólk er svo hrætt og það er líka hrætt við okk­ur. Það vill helst vera komið úr land­i.“

Ekki ástæðu­laus ótti

Ótt­inn við að missa starf ef kvartað er eða settar fram form­legar kröfur var ekki tal­inn ástæðu­laus, því að það væri auð­velt að reka fólk úr starfi á Íslandi:

„Ger­ist alveg mis­kunn­ar­laust að Íslend­ing­arn­ir, fyr­ir­tæk­ið, þeir nýta sér það að reka fólk án ástæðu […] Því er bara sagt upp vegna skipu­lags­breyt­inga eða vegna sam­drátt­ar, þó að það sé jafn­vel raun­veru­leg deila um launa­kjör eða aðbún­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent