Allir fæddust á Íslandi samkvæmt stafrænu ökuskírteinunum

Rúmur fjórðungur allra bílstjóra á Íslandi hefur þegar sótt stafræn ökuskírteini í símann. Í fyrstu útgáfu skírteinanna voru allir handhafar með Ísland sem skráðan fæðingarstað, en því mun hafa verið kippt í liðinn.

Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Rafrænu ökuskírteinin voru kynnt á blaðamannafundi í síðustu viku.
Auglýsing

Þeir hand­hafar íslenskra öku­skír­teina sem fæddir eru á erlendri grundu urðu sumir hverjir undr­andi er þeir sóttu staf­rænt öku­skír­teini í sím­ana sína. Á staf­rænum skír­teinum var fæð­ing­ar­staður þeirra nefni­lega skráður sem Ísland.

Ástæðan fyrir þessu var sú að fæð­ing­ar­landið „fór inn sem fasti“ í fyrstu útgáfu öku­skír­tein­is­ins, en þetta á að vera búið að leið­rétta, sam­kvæmt svari Vig­dísar Jóhanns­dóttur mark­aðs­stjóra verk­efna­stof­unnar Staf­ræns Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þrátt fyrir þessa byrj­un­arörð­ug­leika sem snertu hluta not­enda hefur almenn­ingur tekið þess­ari nýju raf­rænu lausn fagn­andi frá því hún var kynnt í upp­hafi mán­að­ar, en fyrr í vik­unni höfðu hart­nær 53 þús­und öku­þórar sótt sér staf­ræn öku­skír­teini í sím­ana, eða um það bil fjórð­ungur allra þeirra sem hafa íslensk öku­skír­tein­i. 

Auglýsing

Ísland er annað ríkið í Evr­ópu sem kynnir raf­ræn öku­skír­teini til sög­unn­ar, en enn sem komið er gilda þau bara inn­an­lands.

Bent á að auð­velt sé að búa til eins útlít­andi staf­ræn kort

Fram kom við kynn­ingu staf­rænu öku­skír­tein­anna í síð­ustu viku að þau ættu að hafa sama gildi og plast­skír­tein­in, sem þýðir að auk þess að geta sýnt lög­reglu fram á gild öku­rétt­indi á fólk á að geta sannað á sér deili með nýju skír­tein­unum þar sem þess er þörf, eins og við kosn­ing­ar, í Vín­búðum og víð­ar.

En staf­rænni fram­tíð fylgja áskor­anir og bent hefur verið á að auð­veld­ara sé að falsa staf­rænu skír­teinin en plast­kort og einnig að erfitt gæti verið fyrir aðra en lög­reglu og þá sem hafa fengið búnað til þess að skanna strik­a­merkið á skír­tein­unum að virki­lega sann­reyna þau. 

Hér má sjá til dæmis sjá dæmi um „sta­f­rænt öku­skír­teini“ sem búið var til með ókeypis hug­bún­aði, en þegar not­endur hafa sótt þetta skír­teini í veskið í sím­anum sínum lítur það nokk­urn­veg­inn út eins og hið rík­is­út­gefna staf­ræna skír­teini. Lítið mál mun vera fyrir kunn­uga að búa til skír­teini sem er ennþá lík­ara þeim sem ríkið gefur út.

Í ljósi þessa spurð­ist blaða­maður fyrir um það hvernig staf­rænu öku­skír­teinin yrðu sann­reynd, til dæmis ef fólk ætl­aði að fram­vísa þeim til að sanna á sér deili við kosn­ing­ar, í Vín­búðum eða önnur tæki­færi, eins og ráð­herrar sögðu að yrði mögu­legt á kynn­ing­ar­fundi um skír­teinin í síð­ustu viku. 

Vig­dís svar­aði því til að mark­mið staf­rænu öku­skír­tein­anna væri sam­starf við lög­reglu til að sýna fram á öku­rétt­indi, svo öku­menn yrðu ekki sektaðir ef plast­kortið gleymd­ist heima. 

En ef það „sé vilji“ til að nota staf­rænu skír­tein­in, til dæmis við kosn­ing­ar, yrði „fram­kvæmd leið til stað­fest­ingar í sam­starfi við þá aðila sem að máli kom­a,“ en emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra hefur í dag eitt tólið sem þarf til þess að sann­reyna raf­rænu skír­teinin með strik­a­merk­isskanna.

Vig­dís bendir á að hvað fals­anir varði sé „ým­is­legt hægt með ein­beittum brota­vilja“, rétt eins og þegar kemur að plast­kort­um.

Íslenskur sproti skip­aður ungum konum kom að verk­efn­inu

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið SmartSolutions, sem stofnað var í sept­em­ber árið 2018 hefur unnið að tækni­legri útfærslu raf­ræna öku­skír­tein­is­ins, en verk­efnið er fram­kvæmt í sam­starfi emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra og verk­efna­stof­unnar Staf­ræns Íslands, sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, frá því síð­asta haust.

Fyr­ir­tæk­ið, sem aðal­lega er skipað ungum konum, mun fá 8,5 millj­ónir króna greitt fyrir vinnu sína við öku­skír­teinin sam­kvæmt samn­ingi um verk­efn­ið, sam­kvæmt svari Staf­ræns Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Rætt var við þær Þór­dísi Jónu Jóns­dóttur og Eddu Kon­ráðs­dóttur frá SmartSolutions í Tækni­varp­inu í Hlað­varpi Kjarn­ans í gær, þar sem þær ræddu stofnun fyr­ir­tæk­is­ins og verk­efn­in, meðal ann­ars gerð staf­ræna öku­skír­tein­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent