Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu

Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.

Icelandair
Auglýsing

Icelandair mun á næst­unni flytja á annað þús­und armenskra og banda­rískra rík­is­borg­ara á milli Los Ang­eles í Kali­forníu og Yer­evan í Armen­íu. Far­þeg­arnir hafa verið stranda­glópar vegna COVID-19 far­ald­urs­ins en hafa nú fengið heim­ild og tæki­færi til að snúa til síns heima.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Icelandair í dag.

Þá segir að um sé að ræða sér­verk­efni á vegum Loft­leiða Icelandic sem unnið sé í sam­vinnu við stjórn­völd í Armen­íu, flutn­inga­fyr­ir­tækið Cross Line og kjör­ræð­is­mann Íslands í Armen­íu. Þá hafi íslenska utan­rík­is­þjón­ustan aðstoðað við til­urð verk­efn­is­ins.

Auglýsing

„Boeing 767 vélar Icelandair verða nýttar í verk­efnið en þær taka um 260 far­þega. Flogið er um Ísland sem liggur nokkurn veg­inn um miðja vegu milli Kali­forníu og Armen­íu.

Fyrsta flugið fer frá Los Ang­eles laug­ar­dag­inn 11. júlí og fyrsta flug frá Yer­evan fer mánu­dag­inn 13. júlí. Fjöldi flug­ferða liggur ekki enn fyrir en sem fyrr telur far­þega­fjöld­inn á annað þús­und. Um milljón manns af armenskum upp­runa búa í og við Los Ang­el­es,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Enn fremur kemur fram að þjón­ustan um borð verði í sam­ræmi við núver­andi verk­lags­reglur Icelanda­ir. Um 9 til 12 manns verða í hverri áhöfn, öllu jafna 2 til 3 flug­menn, sex flug­freyj­ur- og þjónar og einn flug­virki.

Kær­komin við­bót

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group, segir í til­kynn­ing­unni að með því að nýta reynslu, þekk­ingu og alla inn­viði Icelandair Group hafi starfs­fólk Loft­leiða Iceland­ic, í sam­starfi við ýmsar deildir sam­stæð­unn­ar, sýnt mikla útsjón­ar­semi þegar kemur að sér­verk­efnum í leiguflugi.

„Þessi flug eru kær­komin við­bót við frakt­flug frá Kína til Evr­ópu og Norður Amer­íku sem Icelandair Group hefur sinnt á und­an­förnum vik­um. Verk­efni sem þessi færa félag­inu auknar tekjur og skapa störf fyrir starfs­fólk þar sem und­ir­bún­ingur og skipu­lag fer fram hér á landi. Þetta er gott dæmi um þann sveigj­an­leika sem Icelandair Group og dótt­ur­fé­lög þess búa yfir til að taka að sér verk­efni sem þessi með skömmum fyr­ir­vara,“ segir hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent