Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan

Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.

Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Auglýsing

Leið­togar aðild­ar­ríkja ESB munu hitt­ast í Brus­sel næsta föstu­dag til að ræða til­lögur Charles Michel, for­seta leið­toga­ráðs sam­bands­ins, um fjár­lög til næstu sex ára auk stærðar sam­eig­in­legs björg­un­ar­pakka vegna COVID-19 efna­hag­skrís­unn­ar. Ekki ríkir ein­hugur um þessar aðgerð­ir, en Michel hefur reynt að kom­ast til móts við aðild­ar­ríki sem setja sig upp á móti auknum útgjöldum með til­lög­unum sínum .

Fyrsti fundur frá COVID

Michel boð­aði til fund­ar­ins með frétta­til­kynn­ingu síð­asta föstu­dag, en hann verður sá fyrsti í marga mán­uði frá upp­hafi COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Mikið mæðir á sam­band­inu vegna efna­hags­á­falla í kjöl­far útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, en Michel segir í fund­ar­boði sínu að ESB stefni að jöfnun kjara milli ríkja, auk­inni þraut­seigju og umbreyt­ingu á hag­kerfum aðild­ar­ríkj­anna í björg­un­ar­pakk­anum sín­um.  Sökum stærðar pakk­ans vill Michel breyta fjár­hags­á­ætlun sam­bands­ins til langs tíma sam­hliða pakk­an­um, og verður hún því einnig til umræðu á fund­in­um. 

Auglýsing

Spar­sami kvar­tett­inn

Á und­an­förnum mán­uðum hafa öll áform um aukn­ingu á sam­eig­in­legum útgjöldum Evr­ópu­sam­bands­ins mætt mik­illi and­stöðu frá rík­is­stjórnum Dan­merk­ur, Sví­þjóð­ar, Hollands og Aust­ur­rík­is. 

Leið­togar ríkj­anna fjög­urra, sem kalla sig „spar­sama kvar­tett­inn“ (e. the frugal four), segj­ast vilja hlífa skatt­borg­urum fyrir meiri kvöðum frá Evr­ópu­sam­band­inu. Auk þess vilja þau meina að sam­bandið ætti að „sníða stakk eftir vexti“ og passa enn frekar upp á útgjalda­aukn­ingu í kjöl­far útgöngu Bret­lands fyrr í ár.

Þegar ESB til­kynnti svo að fyr­ir­hug­aður björg­un­ar­pakki vegna COVID-krís­unnar myndi nema um 700 millj­örðum evra, sem að hluta til yrði fjár­magn­aður með sam­eig­in­legum skulda­bréf­um, mót­mælti Mark Rutte, for­sæt­is­ráð­herra Hollands, því einnig harð­lega:

„Við leggjum algjöra áherslu á að ESB þurfi að nota pen­ing­inn sinn með skyn­sam­legum hætt­i... við viljum ekki að nettófram­lög ríkj­anna hækki sem afleið­ingu af Brexit og COVID-krís­unn­ar,“ sagði Rutte síð­asta fimmtu­dag.

Ósátt með til­lög­urnar

Michel hefur reynt að kom­ast til móts við ákall spar­sama kvar­tetts­ins, en nýjar til­lögur hans fela meðal ann­ars í sér 26 millj­arða evra nið­ur­skurð í lang­tíma­fjár­hags­á­ætl­un­inni, auk sér­stakar nið­ur­greiðslu til aðild­ar­ríkj­anna fjög­urra og Þýska­lands. 

Sam­kvæmt umfjöllun Polit­ico um málið vöktu til­lög­urnar reiði ýmissa hags­muna­að­ila, en nið­ur­skurð­ur­inn fæli í sér minni fjár­út­lát til margra sam­eig­in­legra verk­efna Evr­ópu­sam­bands­ins í rann­sókn­um, þró­un­ar­starf­semi og landamæra­vörslu.

Leið­togar ann­arra aðild­ar­ríkja hafa einnig gagn­rýnt seina­gang Evr­ópu­sam­bands­ins í að fá björg­un­ar­pakka sam­þykkt­an. Pedro Sánchez, for­sæt­is­ráð­herra Spán­ar, und­ir­strik­aði mik­il­vægi skjótra aðgerða í þessum efnum með  eft­ir­far­andi Twitt­er-­færslu í síð­asta mán­uði, þar sem hann sagði yfir­vof­andi kreppu á Evru­svæð­inu verða dýpri eftir því sem útgáfa björg­un­ar­pakk­ans drægist á lang­inn:

„Rétta jafn­væg­ið“ 

Að sögn Michel verður nauð­syn­legt fyrir aðild­ar­ríkin „að finna rétta jafn­væg­ið“ til þess að kom­ast að póli­tísku sam­komu­lagi á fund­inum næst­kom­andi föstu­dag. Óvíst er hvort þetta jafn­vægi náist á fund­in­um, en Polit­ico hefur eftir heim­ild­ar­mönnum sínum að þörf sé á öðrum fundi í lok mán­að­ar­ins til að miðla mál­um.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent