Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan

Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.

Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Auglýsing

Leið­togar aðild­ar­ríkja ESB munu hitt­ast í Brus­sel næsta föstu­dag til að ræða til­lögur Charles Michel, for­seta leið­toga­ráðs sam­bands­ins, um fjár­lög til næstu sex ára auk stærðar sam­eig­in­legs björg­un­ar­pakka vegna COVID-19 efna­hag­skrís­unn­ar. Ekki ríkir ein­hugur um þessar aðgerð­ir, en Michel hefur reynt að kom­ast til móts við aðild­ar­ríki sem setja sig upp á móti auknum útgjöldum með til­lög­unum sínum .

Fyrsti fundur frá COVID

Michel boð­aði til fund­ar­ins með frétta­til­kynn­ingu síð­asta föstu­dag, en hann verður sá fyrsti í marga mán­uði frá upp­hafi COVID-19 far­ald­urs­ins. 

Mikið mæðir á sam­band­inu vegna efna­hags­á­falla í kjöl­far útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, en Michel segir í fund­ar­boði sínu að ESB stefni að jöfnun kjara milli ríkja, auk­inni þraut­seigju og umbreyt­ingu á hag­kerfum aðild­ar­ríkj­anna í björg­un­ar­pakk­anum sín­um.  Sökum stærðar pakk­ans vill Michel breyta fjár­hags­á­ætlun sam­bands­ins til langs tíma sam­hliða pakk­an­um, og verður hún því einnig til umræðu á fund­in­um. 

Auglýsing

Spar­sami kvar­tett­inn

Á und­an­förnum mán­uðum hafa öll áform um aukn­ingu á sam­eig­in­legum útgjöldum Evr­ópu­sam­bands­ins mætt mik­illi and­stöðu frá rík­is­stjórnum Dan­merk­ur, Sví­þjóð­ar, Hollands og Aust­ur­rík­is. 

Leið­togar ríkj­anna fjög­urra, sem kalla sig „spar­sama kvar­tett­inn“ (e. the frugal four), segj­ast vilja hlífa skatt­borg­urum fyrir meiri kvöðum frá Evr­ópu­sam­band­inu. Auk þess vilja þau meina að sam­bandið ætti að „sníða stakk eftir vexti“ og passa enn frekar upp á útgjalda­aukn­ingu í kjöl­far útgöngu Bret­lands fyrr í ár.

Þegar ESB til­kynnti svo að fyr­ir­hug­aður björg­un­ar­pakki vegna COVID-krís­unnar myndi nema um 700 millj­örðum evra, sem að hluta til yrði fjár­magn­aður með sam­eig­in­legum skulda­bréf­um, mót­mælti Mark Rutte, for­sæt­is­ráð­herra Hollands, því einnig harð­lega:

„Við leggjum algjöra áherslu á að ESB þurfi að nota pen­ing­inn sinn með skyn­sam­legum hætt­i... við viljum ekki að nettófram­lög ríkj­anna hækki sem afleið­ingu af Brexit og COVID-krís­unn­ar,“ sagði Rutte síð­asta fimmtu­dag.

Ósátt með til­lög­urnar

Michel hefur reynt að kom­ast til móts við ákall spar­sama kvar­tetts­ins, en nýjar til­lögur hans fela meðal ann­ars í sér 26 millj­arða evra nið­ur­skurð í lang­tíma­fjár­hags­á­ætl­un­inni, auk sér­stakar nið­ur­greiðslu til aðild­ar­ríkj­anna fjög­urra og Þýska­lands. 

Sam­kvæmt umfjöllun Polit­ico um málið vöktu til­lög­urnar reiði ýmissa hags­muna­að­ila, en nið­ur­skurð­ur­inn fæli í sér minni fjár­út­lát til margra sam­eig­in­legra verk­efna Evr­ópu­sam­bands­ins í rann­sókn­um, þró­un­ar­starf­semi og landamæra­vörslu.

Leið­togar ann­arra aðild­ar­ríkja hafa einnig gagn­rýnt seina­gang Evr­ópu­sam­bands­ins í að fá björg­un­ar­pakka sam­þykkt­an. Pedro Sánchez, for­sæt­is­ráð­herra Spán­ar, und­ir­strik­aði mik­il­vægi skjótra aðgerða í þessum efnum með  eft­ir­far­andi Twitt­er-­færslu í síð­asta mán­uði, þar sem hann sagði yfir­vof­andi kreppu á Evru­svæð­inu verða dýpri eftir því sem útgáfa björg­un­ar­pakk­ans drægist á lang­inn:

„Rétta jafn­væg­ið“ 

Að sögn Michel verður nauð­syn­legt fyrir aðild­ar­ríkin „að finna rétta jafn­væg­ið“ til þess að kom­ast að póli­tísku sam­komu­lagi á fund­inum næst­kom­andi föstu­dag. Óvíst er hvort þetta jafn­vægi náist á fund­in­um, en Polit­ico hefur eftir heim­ild­ar­mönnum sínum að þörf sé á öðrum fundi í lok mán­að­ar­ins til að miðla mál­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent