Atvinnuleysi komið undir tíu prósent

Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.

img_3094_raw_1807130196_10016379835_o.jpg
Auglýsing

Atvinnu­leysi í júní mæld­ist 9,5 pró­sent og lækkar umtals­vert milli mán­aða en það var 13 pró­sent í maí. Almennt atvinnu­leysi var 7,5 pró­sent í júní sem er mjög svipað og mán­uð­ina tvo á undan en atvinnu­leysi tengt minnk­uðu starfs­hlut­falli er 2,1 pró­sent og hefur minnkað hratt. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi.Í skýrsl­unni segir að atvinnu­leysi tengt minnk­uðu starfs­hlut­falli hafi lækkað hraðar heldur en gert var ráð fyr­ir. Til sam­an­burðar mæld­ist atvinnu­leysi mest í apr­íl, 17,8 pró­sent, en af því var atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls 10,3 pró­sent. Í maí mæld­ist atvinnu­leysi 13 pró­sent og af því var atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls 5,6 pró­sent.

AuglýsingRúm­lega 16 þús­und atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu

Gert er ráð fyrir því að atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls haldi áfram að minn­ka, fari undir eitt pró­sent í júlí og lækki niður í hálft pró­sent í ágúst. Spá stofn­un­ar­innar gerir ráð fyrir að mælt atvinnu­leysi haldi áfram að lækka, verði 8,7 pró­sent í júlí en fari svo aftur hækk­andi og nái 9,1 pró­senti í ágúst.Sam­kvæmt skýrsl­unni voru alls 16.165 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu í lok júní og 6.742 í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Með­al­bóta­hlut­fall þeirra sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli í júní var um 60 pró­sent, sem er það sama og í maí.Hrina hóp­upp­sagna gengið niður

Vinnu­mála­stofnun bár­ust þrjár til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir í júní þar sem sagt var upp 147 manns. „Sú hrina hóp­upp­sagna sem hófst í mars tengt covid far­aldr­inum virð­ist þar með hafa gengið nið­ur. Alls hefur um 7.400 manns verið sagt upp störfum í hóp­upp­sögnum síð­ustu mán­uði hjá um 110 fyr­ir­tækj­um, að stærstum hluta í ferða­þjón­ust­u,“ segir í skýrsl­unni.Þar segir enn fremur að gera megi ráð fyrir að stór hluti þeirra sem nú eru á upp­sagn­ar­fresti muni sækja um atvinnu­leys­is­bætur að upp­sagn­ar­fresti liðn­um. Af þeim sem hafa verið sagt upp munu nærri 4.000 hafa lokið upp­sagn­ar­fresti í byrjun ágúst og um 1.300 að auki í sept­em­ber. Mest atvinnu­leysi á Suð­ur­nesjum

Mynd: VinnumálastofnunSam­an­lagt atvinnu­leysi sem og atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls fer lækk­andi alls staðar á land­inu. Víð­ast hvar stendur almennt atvinnu­leysi í stað eða fer lækk­andi, nema á Suð­ur­nesj­um. Það fer úr 12,2 pró­sentum í maí upp í 13,2 pró­sent í júní. Sam­an­lagt atvinnu­leysi á svæð­inu er því 15,9 pró­sent. „Ljóst er að erfið staða flug­rekstrar og ferða­þjón­ustu er að bitna hart á atvinnu­lífi Suð­ur­nesja, sem birt­ist í að almennt atvinnu­leysi er að aukast yfir sum­ar­mán­uð­ina,“ segir í skýrsl­unni.Næst mest er almenna atvinnu­leysið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 7,8 pró­sent. Sam­an­lagt er atvinnu­leysi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 9,9 pró­sent.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Níu ný smit – 91 í einangrun
Níu ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær. 91 er því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun. Öll smitin greindust í rannsóknum veirufræðideildar Landspítalans.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Leita lífs og svara
Það er talað um slys. En á sama tíma liggur fyrir að spenna milli Ísraela og Hezbollah-skæruliða hefur aukist að undanförnu. Eiturgufur og ryk liggur enn yfir borginni – París Miðausturlanda – og lífs er leitað í rústunum sem og svara við því sem gerðist.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Í fyrsta sinn frá árinu 2012 fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar af landinu en til þess
Þegar mest lét starfaði rúmur fjórðungur erlends vinnuafls í ferðaþjónustu en almennt atvinnuleysi erlendra ríkisborgara hérlendis var 18,5 prósent í júní síðastliðnum. Á árunum eftir hrun fækkaði erlendum ríkisborgurum sem búsettir voru hér á landi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent