Atvinnuleysi komið undir tíu prósent

Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.

img_3094_raw_1807130196_10016379835_o.jpg
Auglýsing

Atvinnu­leysi í júní mæld­ist 9,5 pró­sent og lækkar umtals­vert milli mán­aða en það var 13 pró­sent í maí. Almennt atvinnu­leysi var 7,5 pró­sent í júní sem er mjög svipað og mán­uð­ina tvo á undan en atvinnu­leysi tengt minnk­uðu starfs­hlut­falli er 2,1 pró­sent og hefur minnkað hratt. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi.Í skýrsl­unni segir að atvinnu­leysi tengt minnk­uðu starfs­hlut­falli hafi lækkað hraðar heldur en gert var ráð fyr­ir. Til sam­an­burðar mæld­ist atvinnu­leysi mest í apr­íl, 17,8 pró­sent, en af því var atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls 10,3 pró­sent. Í maí mæld­ist atvinnu­leysi 13 pró­sent og af því var atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls 5,6 pró­sent.

AuglýsingRúm­lega 16 þús­und atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu

Gert er ráð fyrir því að atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls haldi áfram að minn­ka, fari undir eitt pró­sent í júlí og lækki niður í hálft pró­sent í ágúst. Spá stofn­un­ar­innar gerir ráð fyrir að mælt atvinnu­leysi haldi áfram að lækka, verði 8,7 pró­sent í júlí en fari svo aftur hækk­andi og nái 9,1 pró­senti í ágúst.Sam­kvæmt skýrsl­unni voru alls 16.165 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu í lok júní og 6.742 í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Með­al­bóta­hlut­fall þeirra sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli í júní var um 60 pró­sent, sem er það sama og í maí.Hrina hóp­upp­sagna gengið niður

Vinnu­mála­stofnun bár­ust þrjár til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir í júní þar sem sagt var upp 147 manns. „Sú hrina hóp­upp­sagna sem hófst í mars tengt covid far­aldr­inum virð­ist þar með hafa gengið nið­ur. Alls hefur um 7.400 manns verið sagt upp störfum í hóp­upp­sögnum síð­ustu mán­uði hjá um 110 fyr­ir­tækj­um, að stærstum hluta í ferða­þjón­ust­u,“ segir í skýrsl­unni.Þar segir enn fremur að gera megi ráð fyrir að stór hluti þeirra sem nú eru á upp­sagn­ar­fresti muni sækja um atvinnu­leys­is­bætur að upp­sagn­ar­fresti liðn­um. Af þeim sem hafa verið sagt upp munu nærri 4.000 hafa lokið upp­sagn­ar­fresti í byrjun ágúst og um 1.300 að auki í sept­em­ber. Mest atvinnu­leysi á Suð­ur­nesjum

Mynd: VinnumálastofnunSam­an­lagt atvinnu­leysi sem og atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls fer lækk­andi alls staðar á land­inu. Víð­ast hvar stendur almennt atvinnu­leysi í stað eða fer lækk­andi, nema á Suð­ur­nesj­um. Það fer úr 12,2 pró­sentum í maí upp í 13,2 pró­sent í júní. Sam­an­lagt atvinnu­leysi á svæð­inu er því 15,9 pró­sent. „Ljóst er að erfið staða flug­rekstrar og ferða­þjón­ustu er að bitna hart á atvinnu­lífi Suð­ur­nesja, sem birt­ist í að almennt atvinnu­leysi er að aukast yfir sum­ar­mán­uð­ina,“ segir í skýrsl­unni.Næst mest er almenna atvinnu­leysið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 7,8 pró­sent. Sam­an­lagt er atvinnu­leysi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 9,9 pró­sent.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent