Atvinnuleysi komið undir tíu prósent

Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.

img_3094_raw_1807130196_10016379835_o.jpg
Auglýsing

Atvinnu­leysi í júní mæld­ist 9,5 pró­sent og lækkar umtals­vert milli mán­aða en það var 13 pró­sent í maí. Almennt atvinnu­leysi var 7,5 pró­sent í júní sem er mjög svipað og mán­uð­ina tvo á undan en atvinnu­leysi tengt minnk­uðu starfs­hlut­falli er 2,1 pró­sent og hefur minnkað hratt. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um vinnu­mark­að­inn á Íslandi.Í skýrsl­unni segir að atvinnu­leysi tengt minnk­uðu starfs­hlut­falli hafi lækkað hraðar heldur en gert var ráð fyr­ir. Til sam­an­burðar mæld­ist atvinnu­leysi mest í apr­íl, 17,8 pró­sent, en af því var atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls 10,3 pró­sent. Í maí mæld­ist atvinnu­leysi 13 pró­sent og af því var atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls 5,6 pró­sent.

AuglýsingRúm­lega 16 þús­und atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu

Gert er ráð fyrir því að atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls haldi áfram að minn­ka, fari undir eitt pró­sent í júlí og lækki niður í hálft pró­sent í ágúst. Spá stofn­un­ar­innar gerir ráð fyrir að mælt atvinnu­leysi haldi áfram að lækka, verði 8,7 pró­sent í júlí en fari svo aftur hækk­andi og nái 9,1 pró­senti í ágúst.Sam­kvæmt skýrsl­unni voru alls 16.165 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í almenna bóta­kerf­inu í lok júní og 6.742 í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Með­al­bóta­hlut­fall þeirra sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli í júní var um 60 pró­sent, sem er það sama og í maí.Hrina hóp­upp­sagna gengið niður

Vinnu­mála­stofnun bár­ust þrjár til­kynn­ingar um hóp­upp­sagnir í júní þar sem sagt var upp 147 manns. „Sú hrina hóp­upp­sagna sem hófst í mars tengt covid far­aldr­inum virð­ist þar með hafa gengið nið­ur. Alls hefur um 7.400 manns verið sagt upp störfum í hóp­upp­sögnum síð­ustu mán­uði hjá um 110 fyr­ir­tækj­um, að stærstum hluta í ferða­þjón­ust­u,“ segir í skýrsl­unni.Þar segir enn fremur að gera megi ráð fyrir að stór hluti þeirra sem nú eru á upp­sagn­ar­fresti muni sækja um atvinnu­leys­is­bætur að upp­sagn­ar­fresti liðn­um. Af þeim sem hafa verið sagt upp munu nærri 4.000 hafa lokið upp­sagn­ar­fresti í byrjun ágúst og um 1.300 að auki í sept­em­ber. Mest atvinnu­leysi á Suð­ur­nesjum

Mynd: VinnumálastofnunSam­an­lagt atvinnu­leysi sem og atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls fer lækk­andi alls staðar á land­inu. Víð­ast hvar stendur almennt atvinnu­leysi í stað eða fer lækk­andi, nema á Suð­ur­nesj­um. Það fer úr 12,2 pró­sentum í maí upp í 13,2 pró­sent í júní. Sam­an­lagt atvinnu­leysi á svæð­inu er því 15,9 pró­sent. „Ljóst er að erfið staða flug­rekstrar og ferða­þjón­ustu er að bitna hart á atvinnu­lífi Suð­ur­nesja, sem birt­ist í að almennt atvinnu­leysi er að aukast yfir sum­ar­mán­uð­ina,“ segir í skýrsl­unni.Næst mest er almenna atvinnu­leysið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, 7,8 pró­sent. Sam­an­lagt er atvinnu­leysi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 9,9 pró­sent.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent