Segir fjölgun öruggra landa skipta miklu máli fyrir ferðaþjónustuna

Frá og með morgundeginum þurfa einstaklingar sem dvalið hafa í að minnsta kosti tvær vikur í löndum sem talin eru örugg ekki að fara í skimun eða sóttkví. Það er fagnaðarefni að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Jóhannes Þór gerir ráð fyrir að farþegum frá Suður-Evrópu muni fjölga í ágúst.
Jóhannes Þór gerir ráð fyrir að farþegum frá Suður-Evrópu muni fjölga í ágúst.
Auglýsing

Fjölgun landa sem skil­greind eru utan svæðis með mikla smitá­hættu skiptir miklu máli fyrir íslenska ferða­þjón­ustu að mati Jóhann­esar Þórs Skúla­sonar fram­kvæmda­stjóra Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar. Í sam­tali við Kjarn­ann segir Jóhannes löndin sem um ræðir vera hluta af okkar kjarna­mörk­uðum og því mik­il­vægt fyrir ferða­þjón­ust­una að þau séu skil­greind örugg.Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær til­kynnti Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir að frá og með 16. júlí yrði löndum sem talin eru utan svæðis með mikla smitá­hættu fjölgað úr tveimur í sex. Löndin sem bæt­ast á list­ann eru Dan­mörk, Nor­eg­ur, Finn­land og Þýska­land. Fyrir voru Fær­eyjar og Græn­land á list­an­um. Far­þegar sem koma frá þessum löndum og hafa verið þar sam­fleytt í 14 daga þurfa ekki að fara í skimun eða sæta sótt­kví við kom­una til lands­ins.Auglýsing

Sam­þætt­ing efna­hags- og sótt­varna­legra þátta

„Þetta er mjög skyn­sam­leg sam­þætt­ing á þessum efna­hags­legu og sótt­varna­legu þátt­um, byggð á þeim gögnum sem búið er að safna í skimunum hér heima og frá Evr­ópsku heil­brigð­is­stofn­un­inn­i,“ segir Jóhannes um ákvörðun sótt­varna­lækn­is.Jóhannes segir sér­stak­lega mik­il­vægt að fá Þýska­land á list­ann. „Þjóð­verjar eru með tölu­vert mikla ferða­með­vit­und gagn­vart alls konar hindr­unum þannig að þeir eru lík­leg­ir, líkt og við höfum séð á und­an­förnum viku, til að slá ferð á frest eða afbóka hana ef það eru miklar hindr­anir í gang­i.“Fleiri far­þegar frá Suð­ur­-­Evr­ópu í ágúst

Hann telur tíma­setn­ing­una einnig skipta máli: „Við sjáum það síðan að það að hafa gert þetta svona er mjög skyn­sam­legt hjá stjórn­völdum á þessum tíma­punkti því það lá fyrir að það hefði þurft að fara í algjör­lega ótækar aðgerðir gagn­vart því að fella niður flug eða að breyta áður stað­festum lend­ing­ar­tímum sem ein­fald­lega hefði haft í för með sér alls konar vanda­mál,“ segir Jóhannes og vísar þar í nið­ur­fell­ingu fluga sem að óbreyttu hefði þurft að ráð­ast í vegna tak­mark­aðrar skimun­ar­getu á næstu dög­um.Þá gerir Jóhannes ráð fyrir því að flugum eigi eftir að fjölga í ágúst og að sam­setn­ing far­þega breyt­ast. Íbúar Suð­ur­-­Evr­ópu fari í auknum mæli í frí í ágúst og þar af leið­andi muni fjöldi far­þega þaðan aukast. Hann von­ast til þess að hægt verði að halda áfram að finna lausnir til að taka á móti auknum fjölda ferða­manna með skyn­sam­legum hætti.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent