Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin

Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna ætlar að taka ein­hliða ákvörðun um að veikja einn af horn­steinum nátt­úru­vernd­ar­laga lands­ins með því að tak­marka aðkomu almenn­ings að ákvarð­ana­töku um stór verk­efni á sviði inn­viða­upp­bygg­ing­ar. Þetta ætlar hann að gera til að flýta fyrir fram­kvæmda­leyfum fyrir hrað­braut­ir, orku­ver og olíu­leiðsl­ur.



Ítar­lega er fjallað um málið í frétta­skýr­ingu í New York Times í dag. Þar segir að með því að tak­marka þátt­töku almenn­ings í skipu­lags­ferlum fram­kvæmda muni rík­is­stjórn Trumps spara hund­ruð millj­ónir dala þar sem skemmri tíma mun taka verk­efni að fá leyfi.



Hvíta húsið hefur stað­fest að Trump ætli að kynna þessi áform sín á fundi í Atl­anta í kvöld. Hann er sagður rök­styðja ákvörðun sína með þeim hætti að skipu­lags­mál séu alltof tíma­frek eins og fyr­ir­komu­lagið er nú og tefji fyrir nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu, m.a. á breikkun hrað­brautar í Georg­íu-­ríki.

Auglýsing


End­ur­skoðun hinna 50 ára gömlu nátt­úru­vernd­ar­laga með þessum hætti er að því er fram kemur í frétta­skýr­ingu New York Times ein stærsta laga­breyt­ing sem stjórn hans hefur ráð­ist í en sú stjórn hefur nú þegar afnumið um 100 reglu­gerðir er snéru m.a. að verndun and­rúms­lofts og vatns og voru settar til að reyna að draga úr lofts­lags­breyt­ingum af manna­völd­um.



Þing­menn úr Repúblikana­flokkn­um, tals­menn olíu­fyr­ir­tækja, bygg­ing­ar­verk­takar og fleiri hópar hafa lengi sagt að skipu­lags­ferli fram­kvæmda taki alltof langan tíma. Hafa þeir m.a. sakað nátt­úru­vernd­ar­fólk um að nýta sér lögin til að halda verk­efnum sem það leggst gegn í gísl­ingu.

Tíma­mörkin þrengd



Sam­kvæmt því sem heim­ildir New York Times herma verða sett hert­ari tíma­mörk á umhverf­is­mat fram­kvæmda þannig að það taki ekki lengur en eitt til tvö ár. Þá á einnig að flokka fram­kvæmdir með öðrum hætti og fjölga þeim sem þurfa ekki að gang­ast undir slíkt mat.



Það sem heim­ild­ar­menn NYT segja enn frem­ur, og er að þeirra mati ein mesta breyt­ing­in, er að alrík­is­stofn­anir þurfa ekki lengur að taka til greina áhrif inn­viða­fram­kvæmda á lofts­lags­breyt­ing­ar.



Tals­maður Mið­stöðvar um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, Brett Hartl, sakar Trump um að hverfa aftur til for­tíðar með þessu og til þess tíma þegar „ár urðu alelda, ekki var hægt að anda að sér loft­inu og dýra­líf var á hrað­leið í átt að útdauða.“

Þegar breytt umhverf­is­lögum



Miklar efna­hags­þreng­ingar hafa orðið víða um heim vegna far­ald­urs kór­ónu­veirunnar og eru Banda­ríkin þar ekki und­an­skil­in. Aflétt­ingar tak­mark­ana á sam­neyti fólks hafa orðið til þess að nýjum til­fellum hefur víða fjölgað gríð­ar­lega hratt svo aftur hefur þurft að grípa til aðgerða. Trump hefur verið gagn­rýndur fyrir við­brögð sín við far­aldr­inum en sjálfur hefur hann beint spjótum sínum að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni og Kín­verj­um.



Og nú hefur hann ítrekað sagt að slaka þurfi á þeim kröfum sem felist í umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­lögum svo efna­hag­ur­inn kom­ist aftur á sama ról og áður og hraðar en ella. Hann hefur þegar tekið skef í þessa átt. Í júní skrif­aði hann undir for­seta­til­skip­anir um breyt­ingar á umhverf­is­vernd­ar­lögum (National Environ­mental Prot­ect­ion Act) og lögum um dýr í útrým­ing­ar­hættu „End­an­gered Species Act) svo hraða mætti ákveðnum fram­kvæmd­um. Ákvörð­un­ina rétt­lætti hann  með þeim orðum að breyt­ingin myndi „styrkja hag­kerfið og koma Banda­ríkja­mönnum aftur til vinn­u“.

Grunn­stoð umhverf­is­verndar



Nátt­úru­vernd­ar­lögin (National Environ­mental Prot­ect­ion Act) eru talin grunn­stoð allra umhverf­is­vernd­ar­laga Banda­ríkj­anna. Þau veita öllum banda­rískum borg­urum rétt til að tjá sig og gera athuga­semdir við fram­kvæmdir hvort sem það eru vegir í gegnum bæina þeirra, stækkun á flug­völlum eða önnur risa­vaxin inn­viða­verk­efni. Sam­kvæmt lög­unum verða stofn­anir að greina hvaða áhrif fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir gætu haft á umhverfið út frá ýmsum þátt­um, s.s. á dýra­líf, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og þar fram eftir göt­un­um.



Það er lík­lega ekki að ástæðu­lausu að Trump er að hugsa um þessi mál núna – rétt fyrir kosn­ingar og rétt eftir að nokkur mál á þessu sviði hafa náð augum og eyrum almenn­ings. Snemma í júlí komst umdæm­is­dóm­stóll að því að Dakota-ol­íu­leiðslan, sem á að flytja olíu frá Norð­ur­-Da­kóta til Ill­in­ois, þyrfti að fara í frekara umhverf­is­mat. Sú fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd hefur mætt gríð­ar­legri and­stöðu og orðið til­efni fjölda­mót­mæla og marg­vís­legra kæru­mála. Í New York Times er haft eftir heim­ild­ar­mönnum innan olíu­iðn­að­ar­ins að breyt­ing Trump á nátt­úru­vernd­ar­lög­unum muni ekki endi­lega þýða að Dakota-ol­íu­leiðslan fái grænt ljós heldur að með­ferð skipu­lags­mála af ýmsum toga, m.a. ítar­legra umhverf­is­mati, muni taka skemmri tíma. Þá muni breyt­ingin hafa  áhrif á önnur slík verk­efni sem eru í bígerð.Dakota-olíuleiðslunni hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu. Mynd: EPA



Í júlí stað­festi hæsti­réttur Banda­ríkj­anna einnig nið­ur­stöðu umdæm­is­dóm­stóls sem krafð­ist stöðv­unar fram­kvæmda við Key­sto­ne-ol­íu­leiðsl­unnar á grund­velli umhverf­is­reglna. Trump hefur sagt að hann hefði viljað sjá þessi tvö verk­efni verða að veru­leika.



Ekk­ert af þessu ætti þó að koma mikið á óvart. Trump hafði það á stefnu­skránni frá upp­hafi að veikja umhverf­is­vernd­ar­lög í þessum til­gangi. Sjálfur var hann í fast­eigna­verk­efnum marg­vís­legum áður en hann bauð sig fram til for­seta.



Í New York Times segir að mögu­lega geti for­set­inn ekki tekið þá ákvörðun að veikja nátt­úru­vernd­ar­lögin ein­hliða. Sam­kvæmt lögum um end­ur­skoðun ákvarð­ana for­seta getur þingið snúið slíkum ákvörð­unum við ef meiri­hluti er fyrir því.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent