Trump ætlar að veikja náttúruverndarlögin

Í kvöld mun Donald Trump tilkynna breytingu á náttúruverndarlögum Bandaríkjanna. Lögum sem standa vörð um þátttöku almennings í ákvarðanatöku þegar kemur að framkvæmdum á borð við olíuleiðslur og hraðbrautir.

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun halda fund í Atlanta í kvöld og tilkynna um breytingar sínar á náttúruverndarlögunum.
Auglýsing

Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna ætlar að taka ein­hliða ákvörðun um að veikja einn af horn­steinum nátt­úru­vernd­ar­laga lands­ins með því að tak­marka aðkomu almenn­ings að ákvarð­ana­töku um stór verk­efni á sviði inn­viða­upp­bygg­ing­ar. Þetta ætlar hann að gera til að flýta fyrir fram­kvæmda­leyfum fyrir hrað­braut­ir, orku­ver og olíu­leiðsl­ur.Ítar­lega er fjallað um málið í frétta­skýr­ingu í New York Times í dag. Þar segir að með því að tak­marka þátt­töku almenn­ings í skipu­lags­ferlum fram­kvæmda muni rík­is­stjórn Trumps spara hund­ruð millj­ónir dala þar sem skemmri tíma mun taka verk­efni að fá leyfi.Hvíta húsið hefur stað­fest að Trump ætli að kynna þessi áform sín á fundi í Atl­anta í kvöld. Hann er sagður rök­styðja ákvörðun sína með þeim hætti að skipu­lags­mál séu alltof tíma­frek eins og fyr­ir­komu­lagið er nú og tefji fyrir nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu, m.a. á breikkun hrað­brautar í Georg­íu-­ríki.

Auglýsing


End­ur­skoðun hinna 50 ára gömlu nátt­úru­vernd­ar­laga með þessum hætti er að því er fram kemur í frétta­skýr­ingu New York Times ein stærsta laga­breyt­ing sem stjórn hans hefur ráð­ist í en sú stjórn hefur nú þegar afnumið um 100 reglu­gerðir er snéru m.a. að verndun and­rúms­lofts og vatns og voru settar til að reyna að draga úr lofts­lags­breyt­ingum af manna­völd­um.Þing­menn úr Repúblikana­flokkn­um, tals­menn olíu­fyr­ir­tækja, bygg­ing­ar­verk­takar og fleiri hópar hafa lengi sagt að skipu­lags­ferli fram­kvæmda taki alltof langan tíma. Hafa þeir m.a. sakað nátt­úru­vernd­ar­fólk um að nýta sér lögin til að halda verk­efnum sem það leggst gegn í gísl­ingu.

Tíma­mörkin þrengdSam­kvæmt því sem heim­ildir New York Times herma verða sett hert­ari tíma­mörk á umhverf­is­mat fram­kvæmda þannig að það taki ekki lengur en eitt til tvö ár. Þá á einnig að flokka fram­kvæmdir með öðrum hætti og fjölga þeim sem þurfa ekki að gang­ast undir slíkt mat.Það sem heim­ild­ar­menn NYT segja enn frem­ur, og er að þeirra mati ein mesta breyt­ing­in, er að alrík­is­stofn­anir þurfa ekki lengur að taka til greina áhrif inn­viða­fram­kvæmda á lofts­lags­breyt­ing­ar.Tals­maður Mið­stöðvar um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika, Brett Hartl, sakar Trump um að hverfa aftur til for­tíðar með þessu og til þess tíma þegar „ár urðu alelda, ekki var hægt að anda að sér loft­inu og dýra­líf var á hrað­leið í átt að útdauða.“

Þegar breytt umhverf­is­lögumMiklar efna­hags­þreng­ingar hafa orðið víða um heim vegna far­ald­urs kór­ónu­veirunnar og eru Banda­ríkin þar ekki und­an­skil­in. Aflétt­ingar tak­mark­ana á sam­neyti fólks hafa orðið til þess að nýjum til­fellum hefur víða fjölgað gríð­ar­lega hratt svo aftur hefur þurft að grípa til aðgerða. Trump hefur verið gagn­rýndur fyrir við­brögð sín við far­aldr­inum en sjálfur hefur hann beint spjótum sínum að Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni og Kín­verj­um.Og nú hefur hann ítrekað sagt að slaka þurfi á þeim kröfum sem felist í umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­lögum svo efna­hag­ur­inn kom­ist aftur á sama ról og áður og hraðar en ella. Hann hefur þegar tekið skef í þessa átt. Í júní skrif­aði hann undir for­seta­til­skip­anir um breyt­ingar á umhverf­is­vernd­ar­lögum (National Environ­mental Prot­ect­ion Act) og lögum um dýr í útrým­ing­ar­hættu „End­an­gered Species Act) svo hraða mætti ákveðnum fram­kvæmd­um. Ákvörð­un­ina rétt­lætti hann  með þeim orðum að breyt­ingin myndi „styrkja hag­kerfið og koma Banda­ríkja­mönnum aftur til vinn­u“.

Grunn­stoð umhverf­is­verndarNátt­úru­vernd­ar­lögin (National Environ­mental Prot­ect­ion Act) eru talin grunn­stoð allra umhverf­is­vernd­ar­laga Banda­ríkj­anna. Þau veita öllum banda­rískum borg­urum rétt til að tjá sig og gera athuga­semdir við fram­kvæmdir hvort sem það eru vegir í gegnum bæina þeirra, stækkun á flug­völlum eða önnur risa­vaxin inn­viða­verk­efni. Sam­kvæmt lög­unum verða stofn­anir að greina hvaða áhrif fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir gætu haft á umhverfið út frá ýmsum þátt­um, s.s. á dýra­líf, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og þar fram eftir göt­un­um.Það er lík­lega ekki að ástæðu­lausu að Trump er að hugsa um þessi mál núna – rétt fyrir kosn­ingar og rétt eftir að nokkur mál á þessu sviði hafa náð augum og eyrum almenn­ings. Snemma í júlí komst umdæm­is­dóm­stóll að því að Dakota-ol­íu­leiðslan, sem á að flytja olíu frá Norð­ur­-Da­kóta til Ill­in­ois, þyrfti að fara í frekara umhverf­is­mat. Sú fyr­ir­hug­aða fram­kvæmd hefur mætt gríð­ar­legri and­stöðu og orðið til­efni fjölda­mót­mæla og marg­vís­legra kæru­mála. Í New York Times er haft eftir heim­ild­ar­mönnum innan olíu­iðn­að­ar­ins að breyt­ing Trump á nátt­úru­vernd­ar­lög­unum muni ekki endi­lega þýða að Dakota-ol­íu­leiðslan fái grænt ljós heldur að með­ferð skipu­lags­mála af ýmsum toga, m.a. ítar­legra umhverf­is­mati, muni taka skemmri tíma. Þá muni breyt­ingin hafa  áhrif á önnur slík verk­efni sem eru í bígerð.Dakota-olíuleiðslunni hefur verið mótmælt víða í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu. Mynd: EPAÍ júlí stað­festi hæsti­réttur Banda­ríkj­anna einnig nið­ur­stöðu umdæm­is­dóm­stóls sem krafð­ist stöðv­unar fram­kvæmda við Key­sto­ne-ol­íu­leiðsl­unnar á grund­velli umhverf­is­reglna. Trump hefur sagt að hann hefði viljað sjá þessi tvö verk­efni verða að veru­leika.Ekk­ert af þessu ætti þó að koma mikið á óvart. Trump hafði það á stefnu­skránni frá upp­hafi að veikja umhverf­is­vernd­ar­lög í þessum til­gangi. Sjálfur var hann í fast­eigna­verk­efnum marg­vís­legum áður en hann bauð sig fram til for­seta.Í New York Times segir að mögu­lega geti for­set­inn ekki tekið þá ákvörðun að veikja nátt­úru­vernd­ar­lögin ein­hliða. Sam­kvæmt lögum um end­ur­skoðun ákvarð­ana for­seta getur þingið snúið slíkum ákvörð­unum við ef meiri­hluti er fyrir því.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent