Um 60 prósent farþega frá 15. júní búsettir í öruggum löndum

Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir því að fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar fyrri hluta ágúst sem og opnunartími veitinga- og skemmtistaða.

Þeir Rögnvaldur, Þórólfur og Páll á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Þeir Rögnvaldur, Þórólfur og Páll á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Auglýsing

Sex þeirra sem greinst hafa með virk smit eftir skimun við kom­una til lands­ins eru búsettir á Íslandi. Sam­tals hafa 14 greinst með virk smit við kom­una til lands­ins frá 15. júní. Tveir smit­aðir ein­stak­lingar eru búsettir í Dan­mörku, tveir í Banda­ríkj­unum og einn ein­stak­lingur frá eft­ir­far­andi lönd­um: Lúx­em­borg, Alban­íu, Sví­þjóð og Pól­land­i. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir greindi frá þessu á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna fyrr í dag. Á fund­inum sagð­ist hann ætla að mæla fyrir því að fjölda­tak­mark­anir verði rýmkaðar í upp­hafi ágúst, þó ekki fyrr en eftir versl­un­ar­manna­helgi.Auglýsing

„Í ljósi þess að það hefur verið lítið eða ekk­ert smit sem hefur greinst und­an­farnar tvær vikur hér inn­an­lands held ég að hægt sé að mæla fyrir rýmkun á fjölda­tak­mörk­unum fyrr en ég tal­aði um,“ sagði Þórólf­ur. Lík­lega muni hann mæla með því að hámarkið verði rýmkað upp í þús­und manna hámark. Þá sagði hann að sama gilti um opnun veit­inga og skemmti­staða, lík­lega væri hægt að rýmka opn­un­ar­tíma í byrjun ágúst. 20 pró­sent far­þega eru Danir

Meðal tölu­legra gagna sem Þórólfur fór yfir á fund­inum var komur far­þega frá löndum sem talin eru örugg. Hann sagði að af þeim 53 þús­und far­þegum sem hingað hafi komið frá 15. júní væru 20 pró­sent búsettir í Dan­mörku, 18 pró­sent í Þýska­landi, 15 pró­sent á Íslandi og sex pró­sent í Nor­egi. Alls eru því um 60 pró­sent af far­þegum sem hingað koma búsettir á öruggum svæðum og því und­an­þegnir skimun eða sótt­kví miðað við núgild­andi verk­lag. Inni í þessum tölum eru ekki far­þegar sem búsettur eru í hinum öruggu lönd­un­um; Finn­landi, Fær­eyjum og Græn­landi.Hann benti auk þess á að Ísland flokk­ist strangt til tekið til öruggra landa. Þannig að þeir Íslend­ingar sem ferð­ast erlendis þurfa ekki að fara í skimun við heim­komu hafi ferða­lagið verið bundið við þá staði sem taldir eru örugg­ir. Biðlar til fólks að fara var­lega um versl­un­ar­manna­helgi

Í upp­hafi fundar hrós­aði Rögn­valdur Ólafs­son, aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra,  þeim aðilum sem hafa þurft að taka erf­iðar ákvarð­anir vegna stórra við­burða sem nú hefur verið aflýst. Í því sam­hengi nefndi hann Dal­vík­inga sem hafa ákveðið að aflýsa Fiskideg­inum mikla sem og Vest­mann­ey­ingum sem hafa ákveðið að aflýsa Þjóð­há­tíð. „Svona ábyrg afstaða hjálpar okkur öllum þegar upp er stað­ið,“ sagði Rögn­vald­ur. Rögn­valdur biðl­aði einnig til fólks um að taka ábyrga afstöðu og sýna ábyrga hegðun um versl­un­ar­manna­helgi. „Það er alveg ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þau hafa gert í gegnum tíð­ina með til­heyr­andi úti­legu og gleði. En við viljum endi­lega hvetja fólk til að fara mjög var­lega og huga að þessum mark­miðum sem að eru á bak við þessar tak­mark­anir sem eru í gildi og til­gang þeirra.“Nýtt fyr­ir­komu­lag á Kefla­vík­ur­flug­velli fer vel af stað

Páll Þór­halls­son, verk­efna­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sagði breytt fyr­ir­komu­lag á Kefla­vík­ur­flug­velli ganga vel. Það þarf að fara í gegnum far­þega­hóp­inn og fara yfir hvort að und­an­þágur eigi við um til­tekna far­þega, enda geta far­þegar í flugi frá Þýska­landi verið að koma frá lönd­unum í kring, til dæmis nefndi hann Aust­ur­ríki og Sviss.Þá sagði Páll ein­hverja far­þega sem ekki þyrftu að fara í sýna­töku hafa for­skráð sig og borgað fyrir sýna­töku en hann tók það fram að auð­velt væri að end­ur­greiða þeim sem ekki þurfa á sýna­töku að halda.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent