Doktor í raddfræðum varar eindregið við öskurherferð

„Þetta má ekki gerast,“ segir Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, doktor í raddfræðum, um nýja auglýsingaherferð þar sem fólk er hvatt til að öskra til að losa um streitu. Öskur geti valdið raddskaða og því sé verið að leysa einn vanda en búa til annan.

Öskrað við Skógafoss. Mynd úr herferð Íslandsstofu.
Öskrað við Skógafoss. Mynd úr herferð Íslandsstofu.
Auglýsing

„Ég vara ein­dregið við þessu. Í guðs almátt­ugs bænum – það verður að stoppa þetta,“ segir Val­dís Ingi­björg Jóns­dótt­ir, doktor í radd­fræð­um, um nýja aug­lýs­inga­her­ferð Íslands­stofu þar sem fólk er hvatt til að öskra til að losa um streitu. Ekki nóg með það heldur á að útvarpa öskr­unum úti í íslenskri nátt­úru en eitt helsta aðdrátt­ar­afl hennar til þessa hefur verið kyrrð­in. Kyrrðin sem einmitt getur verið streitu­los­andi.



Val­dísi var brugðið er hún sá fréttir af öskur­her­ferð­inni sem nú hefur verið ýtt úr vör með það að mark­miði að hvetja fólk til að ferð­ast til Íslands. Frétt­irnar sá hún bæði í íslenskum fjöl­miðlum og í danska sjón­varp­inu. „Þannig að þetta er orðið það sem krakk­arnir kalla „hot“ og „in“. Það þarf að stoppa þetta af.“

Auglýsing



Doktor Val­dís hefur í tæpa hálfa öld verið upp­tekin af rödd­inni og barist fyrir vernd henn­ar. Hún er mennt­aður grunn­skóla­kenn­ari og heyrn­ar- og tal­meina­fræð­ingur en að auki er hún með meistara­gráðu sem og dokt­ors­gráðu í rödd og radd­umhirðu (e. Voice ergonomics).



Svo þegar Val­dís talar ætti fólk að leggja við hlust­ir. Hún veit meira en flestir um þetta fyr­ir­bæri rödd­ina sem við tökum flest sem sjálf­sögðum hlut. 



Það skýrir einmitt að mati Val­dísar þekk­ing­ar­leysið í sam­fé­lag­inu – hið sama þekk­ing­ar­leysi og ein­kennir svo her­ferð­ina. „Röddin mynd­ast fyr­ir­hafn­ar­laust og án þess að við verðum virki­lega vör við það,“ útskýrir hún. „Radd­böndin eru til­finn­inga­laus og álagið sem þau verða fyrir veldur því ekki sárs­auka. Ef ég byði þér að fara úr skónum og sparka í vegg myndir þú auð­vitað segja nei. Þá myndi ég spyrja af hverju og þú myndir svara: Af því að ég myndi finna til og jafn­vel brjóta eitt­hvað. Þetta er nákvæm­lega sama og það sem ger­ist með rödd­ina nema það að þú finnur ekki til þegar þú reynir á hana af kraft­i.“



Það er einmitt þessi kraftur sem beita þarf á radd­böndin til að öskra sem skapar hætt­una á skaða, jafn­vel til fram­búð­ar. „Það er ábyrgð­ar­hluti að hvetja fólk til að losa sig við streitu á þennan hátt. Þá er búið að leysa eitt vanda­mál til þess að fá annað í stað­inn. Þetta byggir á þekk­ing­ar­leysi. Ef ferða­mála­ráð­herra vissi af þessu þá myndi hún örugg­lega ekki vera að hvetja fólk til að öskr­a.“



En hvers vegna skaðar það rödd­ina að öskra?Valdís Ingibjörg Jónsdóttir. Mynd: Aðsend



Ein­föld sam­lík­ing í boði Val­dís­ar: „Það er best að lýsa þessu með því að ímynda sér fána sem er að berj­ast um í tíu vind­stig­um. Það álag verður að lokum til þess að hann trosnar í endana – það gefur sig eitt­hvað. Og það er það sem ger­ist í raun og veru með radd­bönd­in.“



Og hér er ein til við­bót­ar: „Ef þú ættir nýtt stofu­borð sem þú hefðir keypt fyrir tugi þús­unda þá myndi þér aldrei detta í hug að fara með sand­pappír á það. Af hverju ekki? Af því þú eyði­leggur það.“



Og þetta er það sem öskur ger­ir. „Það verður of mik­ill kraftur á radd­böndin svo þau gefa eft­ir.“

Og nú er aug­ljós­lega brýn þörf á því að hefja vit­und­ar­vakn­ingu um rödd­ina því þótt Val­dís hafi árum saman í ræðu og riti fjallað um mik­il­vægi henn­ar „finnst mér ég stundum vera hróp­andi í eyði­mörk­inn­i.“ 

Og svo er öskur­her­ferð kynnt til sög­unn­ar.

Val­dís hefur lengi barist fyrir því að dregið verði mark­visst úr hávaða í leik- og grunn­skól­um. Þar getur hávað­inn orð­inn mik­ill og jafn­vel ein­kennst af öskrum. Það skýrist af því að börn þekkja oft ekki mun­inn á því að kalla og öskra. „En það er tölu­verður munur á þessu tvennu. Hann felst í því að það getur verið skað­legt að öskr­a.“



Í rann­sóknum sínum hefur Val­dís beint sjónum sínum að röddum kenn­ara. Hjá þeim líkt og í mörgum starfs­stéttum er röddin þeirra helsta atvinnu­tæki. En óboð­legar aðstæður geta skapast, m.a. vegna of margra nem­enda í hverri kennslu­stund og þar fram eftir göt­un­um, sem verða til þess að kenn­arar þurfa að hækka róm­inn. Og að gera það yfir langan tíma býður hætt­unni heim. Við þessar óboð­legu aðstæður þurfa börnin svo að búa með til­heyr­andi ein­beit­ing­ar­skorti.



„Radd­skaði er fal­inn atvinnu­sjúk­dómur hér á land­i,“ segir Val­dís og að rann­sóknir sínar bendi til að um tíu pró­sent kenn­ara séu ekki með boð­lega rödd til kennslu. Þeir kenn­arar sem helst eru útsettir fyrir radd­skaða eru íþrótta­kenn­arar og leik­skóla­kenn­ar­ar. Í við­tali við N4 fyrir nokkru sagði leik­skóla­kenn­ari sögu sína af því að missa rödd­ina og þá inni­lok­un­ar­kennd sem hann upp­lifði í kjöl­far­ið.



„En um leið og röddin er orðin fag­ur­fræði­leg, hjá söngv­urum og leik­ur­um, þá er farið að hugsa betur um hana, það er passað betur upp á hana og hlúð að henn­i,“ segir Val­dís.



Það eru því til aðferðir til að vernda rödd­ina – en þeim þarf þá að beita.

Líka rann­sóknir til um radd­skaða af öskrum



En getur eitt öskur skemmt rödd­ina? Eða þarf að öskra oft á löngum tíma svo skaði verði?



Val­dís minnir á að lík­ami hvers og eins sé ein­stak­ur. „Það sem einn þolir lítið af getur annar þolað mikið af.“ Öskur sé mann­inum eig­in­legt hljóð. En með það verði að fara spar­lega.



Í frétta­til­kynn­ingu Íslands­stofu um öskur­her­ferð­ina umtöl­uðu kom fram að hún sæki „inn­blástur til kenn­inga sál­fræð­inga um streitu­los­andi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröft­u­m“. Val­dís segir að það megi vel vera að sál­fræð­ingar hafi margar rann­sóknir að styðj­ast við sem bendi til þessa. „En það eru líka til jafn virtar rann­sókna­greinar um hvernig öskur getur skaðað rödd og jafn­vel eyði­lagt hana.“

Auglýsing



Hún bendir einnig á að það að missa rödd­ina geti valdið ýmis­konar van­líð­an, meðal ann­ars streitu. „Það sem hryggir mig mest er hversu almennt þekk­ing­ar­leysið á mik­il­vægi radd­ar­innar er. Þarna hefur mennta­kerfið brugð­ist. Enn taka allir rödd­inni sem sjálf­sögðum hlut, rétt eins og að anda og borða. En röddin er það ekki og það þarf ekki háskóla­gráðu til að skilja það. Allir sem hugsa út í þetta ættu að sjá að það hlýtur að vera líf­færa­starf­semi á bak við radd­mynd­un.“



Þess vegna finnst henni í „raun og veru svaka­legt“ að sjá öskur­her­ferð­ina verða að veru­leika. „Að leggja það til að fólk öskri til að losa um streitu á kostnað ein­hvers ann­ars. Er ferða­mála­ráð­herra til­bú­inn að leggja blessun sína yfir það?“

Kyrrðin er slak­andi fyr­ir­bæri



Hægt væri að finna ýmsar leiðir til að hjálpa fólki að fá útrás. Að hvetja til dans og söngs séu ágæt dæmi. „Fyrir utan það að ég myndi ekki vilja vera úti í íslenskri nátt­úru, þangað sem ég fer til að reyna að kom­ast úr hávað­an­um, til að hlusta á öskur, þó að desi­belunum eigi að stilla í hóf. Ég hélt að við værum að aug­lýsa þessa nátt­úru okkar einmitt sem stað þar sem hægt er að njóta kyrrðar sem hvergi er hægt að fá ann­ars stað­ar. Ég hefði haldið að kyrrðin væri einmitt slak­andi fyr­ir­bæri.“



Val­dís er fylgj­andi því að farið verði í átak til að aug­lýsa landið okkar en að aðferð­inni sem sé beitt í þess­ari her­ferð – að hvetja til öskra – sé hins vegar byggð á þekk­ing­ar­leysi. Og þegar þekk­ing­ar­leysi og sárs­auka­leysi öskra koma saman blasi hættan við. „Við megum ekki vera að bjóða fólki upp á að skemma í sér rödd­ina. En með þessu er verið að gera það.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent