Hvítabjörnum fer að fækka hratt eftir tuttugu ár

Samkvæmt nýrri rannsókn er talið mögulegt að hvítabirni verði vart að finna um næstu aldamót eða eftir um áttatíu ár. Hungur vegna bráðnun íssins mun verða til þess að birnirnir hætta að fjölga sér.

Verða ísbirnir í dýragörðum fleiri en villtir í nánustu framtíð?
Verða ísbirnir í dýragörðum fleiri en villtir í nánustu framtíð?
Auglýsing

Bráðnun íss­ins á norð­ur­slóðum gæti orðið til þess að hvíta­björnum fækki hratt vegna hung­urs upp úr árinu 2040. Vís­inda­menn hafa nú, í fyrsta skipti, spáð fyrir um hvenær hvíta­birnir verða nán­ast horfn­ir. Ef fram heldur sem horfir gæti það orðið raunin um árið 2100 eða eftir um átta­tíu ár. 

Í nýrri rann­sókn sem birt er í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Climate Change kemur fram að með auk­inni bráðnun íss­ins verði það hvíta­björn­um  stöðugt erf­ið­ara að leita sér að æti. Þegar hungrið er komið inn í mynd­ina er lík­legt að hægja muni á tímgun dýr­anna og þeim fer að fækka af þeim sök­um. Að mati vís­inda­mann­anna mun þessi staða verða komin upp hjá mörgum ísbjörnum eftir um tvo ára­tugi. Þá munu stofnar bjarn­anna á ákveðnum svæðum deyja út.

Auglýsing

Í rann­sókn­inni, sem leidd var af kanadískum vís­inda­manni við háskóla í Toronto, var kannað hvaða áhrif tvær sviðs­myndir hefðu á afkomu hvíta­bjarna. Í annarri var reiknað með sömu losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eins og hefur átt sér stað síð­ustu ár. Við þær aðstæður telja þeir lík­legt að um næstu alda­mót verði hvíta­birni aðeins að finna á nyrstu eyju kanadíska heim­skauta­kla­sans, Eyju Elísa­betar drottn­ing­ar. Í hinni sviðs­mynd­inni var gert ráð fyrir að dregið yrði lít­il­lega úr los­un­inni en við þær aðstæður er engu að síður lík­legt að því er fram kemur í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, að meiri­hluti hvíta­bjarna á norð­ur­skaut­inu verði hættur að fjölga sér árið 2080.

Hvítabirnir kunna best við sig úti á ísnum. Þessi hefur þurft að alast upp í dýragarði í Vínarborg. Mynd: EPA

Talið er að innan við 26 þús­und hvíta­birnir séu í heim­inum í dag og dreifast þeir um nokkur svæði, m.a. Sval­barða, Hud­son-flóa við Kanada og haf­svæðið á milli Alaska og Síber­íu. Ísbirnir veiða úti á ísnum og þegar hann hörfar gerir hvíta­björn­inn það einnig.

Í frétt Guar­dian er haft eftir aðal­höf­undi rann­sókn­ar­inn­ar, líf­fræð­ingnum Péter Mol­nár, að lengi hafi verið vitað að hvíta­björnum staf­aði ógn af bráðnun íss­ins á norð­ur­slóð­um. Hins vegar hafi verið óvíst um hvenær vænta mætti hraðrar fækk­unar dýr­anna af þessum sök­um. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent