Hvítabjörnum fer að fækka hratt eftir tuttugu ár

Samkvæmt nýrri rannsókn er talið mögulegt að hvítabirni verði vart að finna um næstu aldamót eða eftir um áttatíu ár. Hungur vegna bráðnun íssins mun verða til þess að birnirnir hætta að fjölga sér.

Verða ísbirnir í dýragörðum fleiri en villtir í nánustu framtíð?
Verða ísbirnir í dýragörðum fleiri en villtir í nánustu framtíð?
Auglýsing

Bráðnun íss­ins á norð­ur­slóðum gæti orðið til þess að hvíta­björnum fækki hratt vegna hung­urs upp úr árinu 2040. Vís­inda­menn hafa nú, í fyrsta skipti, spáð fyrir um hvenær hvíta­birnir verða nán­ast horfn­ir. Ef fram heldur sem horfir gæti það orðið raunin um árið 2100 eða eftir um átta­tíu ár. 

Í nýrri rann­sókn sem birt er í vís­inda­tíma­rit­inu Nat­ure Climate Change kemur fram að með auk­inni bráðnun íss­ins verði það hvíta­björn­um  stöðugt erf­ið­ara að leita sér að æti. Þegar hungrið er komið inn í mynd­ina er lík­legt að hægja muni á tímgun dýr­anna og þeim fer að fækka af þeim sök­um. Að mati vís­inda­mann­anna mun þessi staða verða komin upp hjá mörgum ísbjörnum eftir um tvo ára­tugi. Þá munu stofnar bjarn­anna á ákveðnum svæðum deyja út.

Auglýsing

Í rann­sókn­inni, sem leidd var af kanadískum vís­inda­manni við háskóla í Toronto, var kannað hvaða áhrif tvær sviðs­myndir hefðu á afkomu hvíta­bjarna. Í annarri var reiknað með sömu losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eins og hefur átt sér stað síð­ustu ár. Við þær aðstæður telja þeir lík­legt að um næstu alda­mót verði hvíta­birni aðeins að finna á nyrstu eyju kanadíska heim­skauta­kla­sans, Eyju Elísa­betar drottn­ing­ar. Í hinni sviðs­mynd­inni var gert ráð fyrir að dregið yrði lít­il­lega úr los­un­inni en við þær aðstæður er engu að síður lík­legt að því er fram kemur í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar, að meiri­hluti hvíta­bjarna á norð­ur­skaut­inu verði hættur að fjölga sér árið 2080.

Hvítabirnir kunna best við sig úti á ísnum. Þessi hefur þurft að alast upp í dýragarði í Vínarborg. Mynd: EPA

Talið er að innan við 26 þús­und hvíta­birnir séu í heim­inum í dag og dreifast þeir um nokkur svæði, m.a. Sval­barða, Hud­son-flóa við Kanada og haf­svæðið á milli Alaska og Síber­íu. Ísbirnir veiða úti á ísnum og þegar hann hörfar gerir hvíta­björn­inn það einnig.

Í frétt Guar­dian er haft eftir aðal­höf­undi rann­sókn­ar­inn­ar, líf­fræð­ingnum Péter Mol­nár, að lengi hafi verið vitað að hvíta­björnum staf­aði ógn af bráðnun íss­ins á norð­ur­slóð­um. Hins vegar hafi verið óvíst um hvenær vænta mætti hraðrar fækk­unar dýr­anna af þessum sök­um. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent