Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington

Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, heim­sótti Dan­mörku í vik­unni, í fyrsta sinn síðan Don­ald Trump sagð­ist vilja kaupa Græn­land sem vakti hörð við­brögð og varð til þess að hann hætti við opin­bera heim­sókn sína til Dan­merk­ur. Mögu­leg kaup á Græn­landi voru ekki á dag­skrá í heim­sókn Pompeos en norð­ur­slóðir voru það og áhugi Banda­ríkja­mann­anna á því að efla tengsl sín við Fær­eyj­ar, m.a. með því að bjóða þeim að opna ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington.Pompeo kom til Dan­merkur á mið­viku­dag til fundar við Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra.  Til við­bótar átti hann fundi með Jenis av Rana og Steen Lynge, utan­rík­is­ráð­herrum lands­stjórna Græn­lands og Fær­eyja.Pompeo og Jenis av Rana ræddu m.a. hvernig styrkja mætti sam­band Fær­eyja og Banda­ríkj­anna og var m.a. rætt um þann mögu­leika að opna fær­eyska sendi­skrif­stofu í Was­hington.

Auglýsing


Ákveðið var að halda við­ræðum þar um áfram síð­ar. „Á fund­inum var stigið stórt skref í átt að því að efla tengslin milli Banda­ríkj­anna og Fær­eyja,“ hafa fær­eyskir fjöl­miðlar eftir Jenis av Rana. Rætt hafi verið um örygg­is­mál og tæki­færi í mennt­un, við­skipt­um, rann­sóknum og fleiru.Á fundum Pompeo í Dan­mörku voru mál­efni norð­ur­slóða ofar­lega á baugi. Margir Danir eru enn nokkuð tor­tryggnir í garð banda­rískra stjórn­valda, ekki síst vegna þess að á sama tíma og sam­skipti Banda­ríkja­mann­anna við Rúss­land og Kína hafa versnað leita þeir banda­manna ann­ars staðar í nágrenni norð­ur­slóða.Fyrir heim­sókn Pompeo sagði Jenis av Rana að hann ótt­að­ist mjög að norð­ur­slóðir yrðu gerðar af „leik­sviði átaka“ heims­veld­anna.Innan við ár er síðan Trump lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Græn­land. Mette Frederik­sen sagði þá umræðu „fá­rán­lega“ og Trump er sagður hafa mógð­ast og sagt ummæli hennar „ill­gjörn“. Það hefur hins vegar komið í hlut Pompeo að reyna að lægja öld­urnar í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Dan­merk­ur.

Mike Pompeo og  Mette Frederiksen ræddu samstarf á fundinum í Kaupmannahöfn. Mynd: EPADanski stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Krist­ian Mou­ritzen segir við Was­hington Post að dönskum stjórn­völdum hafi brugðið er Trump gaf út yfir­lýs­ingu um áhuga sinn á Græn­landi. Sam­skipti ríkj­anna hafi verið komin í hnút þar til Mike Pompeo hafi tekið að sér hlut­verk sátta­semj­ara.„Hvergi í heim­inum fyr­ir­finnst ríki sem mun hjálpa okkur meira en Dan­mörk,“ sagði Pompeo eftir fund­inn í Kaup­manna­höfn. „Kon­ungs­ríkið Dan­mörk“ og Banda­ríkin deili sömu gildum sem séu und­ir­strikuð í því „frá­bæra starfi sem við höfum gert á Græn­land­i“.Sala Græn­lands var hins vegar ekki á dag­skrá fund­ar­ins.Í júní var banda­rísk ræð­is­manns­skrif­stofa opnuð á Græn­landi, í fyrsta sinn síðan 1953. Pompeo segir að þar með hafi banda­rísk við­vera, sem hafi legið í dvala of lengi, verið end­ur­vak­in. Hann minnt­ist einnig á til­boð Banda­ríkj­anna um að veita 12 millj­ónum dala til efna­hags­upp­bygg­ingar á Græn­landi.Banda­ríski sendi­herr­ann í Dan­mörku hefur átt fundi  með yfir­völdum í Fær­eyjum til að ræða opnun ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington en einnig mögu­leik­ana á því að banda­ríski sjó­her­inn fái að nota fær­eyskar hafnir í aðgerðum sínum á norð­ur­slóð­um.Í mars bauð þessi sami sendi­herra Fær­ey­ingum aðstoð Banda­ríkj­anna í bar­átt­unni við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Það féll ekki í sér­stak­lega góðan jarð­veg hjá dönskum þing­mönnum sem bentu á að Fær­ey­ingar hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn heldur en Banda­ríkja­menn.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent