Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington

Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, heimsótti Danmörku í vikunni, í fyrsta sinn síðan Donald Trump sagðist vilja kaupa Grænland sem vakti hörð viðbrögð og varð til þess að hann hætti við opinbera heimsókn sína til Danmerkur. Möguleg kaup á Grænlandi voru ekki á dagskrá í heimsókn Pompeos en norðurslóðir voru það og áhugi Bandaríkjamannanna á því að efla tengsl sín við Færeyjar, m.a. með því að bjóða þeim að opna ræðismannsskrifstofu í Washington.


Pompeo kom til Danmerkur á miðvikudag til fundar við Mette Frederiksen forsætisráðherra og Jeppe Kofod utanríkisráðherra.  Til viðbótar átti hann fundi með Jenis av Rana og Steen Lynge, utanríkisráðherrum landsstjórna Grænlands og Færeyja.


Pompeo og Jenis av Rana ræddu m.a. hvernig styrkja mætti samband Færeyja og Bandaríkjanna og var m.a. rætt um þann möguleika að opna færeyska sendiskrifstofu í Washington.

Auglýsing

Ákveðið var að halda viðræðum þar um áfram síðar. „Á fundinum var stigið stórt skref í átt að því að efla tengslin milli Bandaríkjanna og Færeyja,“ hafa færeyskir fjölmiðlar eftir Jenis av Rana. Rætt hafi verið um öryggismál og tækifæri í menntun, viðskiptum, rannsóknum og fleiru.


Á fundum Pompeo í Danmörku voru málefni norðurslóða ofarlega á baugi. Margir Danir eru enn nokkuð tortryggnir í garð bandarískra stjórnvalda, ekki síst vegna þess að á sama tíma og samskipti Bandaríkjamannanna við Rússland og Kína hafa versnað leita þeir bandamanna annars staðar í nágrenni norðurslóða.


Fyrir heimsókn Pompeo sagði Jenis av Rana að hann óttaðist mjög að norðurslóðir yrðu gerðar af „leiksviði átaka“ heimsveldanna.


Innan við ár er síðan Trump lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Grænland. Mette Frederiksen sagði þá umræðu „fáránlega“ og Trump er sagður hafa mógðast og sagt ummæli hennar „illgjörn“. Það hefur hins vegar komið í hlut Pompeo að reyna að lægja öldurnar í samskiptum Bandaríkjanna og Danmerkur.

Mike Pompeo og  Mette Frederiksen ræddu samstarf á fundinum í Kaupmannahöfn. Mynd: EPA


Danski stjórnmálafræðingurinn Kristian Mouritzen segir við Washington Post að dönskum stjórnvöldum hafi brugðið er Trump gaf út yfirlýsingu um áhuga sinn á Grænlandi. Samskipti ríkjanna hafi verið komin í hnút þar til Mike Pompeo hafi tekið að sér hlutverk sáttasemjara.


„Hvergi í heiminum fyrirfinnst ríki sem mun hjálpa okkur meira en Danmörk,“ sagði Pompeo eftir fundinn í Kaupmannahöfn. „Konungsríkið Danmörk“ og Bandaríkin deili sömu gildum sem séu undirstrikuð í því „frábæra starfi sem við höfum gert á Grænlandi“.


Sala Grænlands var hins vegar ekki á dagskrá fundarins.


Í júní var bandarísk ræðismannsskrifstofa opnuð á Grænlandi, í fyrsta sinn síðan 1953. Pompeo segir að þar með hafi bandarísk viðvera, sem hafi legið í dvala of lengi, verið endurvakin. Hann minntist einnig á tilboð Bandaríkjanna um að veita 12 milljónum dala til efnahagsuppbyggingar á Grænlandi.


Bandaríski sendiherrann í Danmörku hefur átt fundi  með yfirvöldum í Færeyjum til að ræða opnun ræðismannsskrifstofu í Washington en einnig möguleikana á því að bandaríski sjóherinn fái að nota færeyskar hafnir í aðgerðum sínum á norðurslóðum.


Í mars bauð þessi sami sendiherra Færeyingum aðstoð Bandaríkjanna í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Það féll ekki í sérstaklega góðan jarðveg hjá dönskum þingmönnum sem bentu á að Færeyingar hefðu staðið sig mun betur í baráttunni við faraldurinn heldur en Bandaríkjamenn.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent