Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington

Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, heim­sótti Dan­mörku í vik­unni, í fyrsta sinn síðan Don­ald Trump sagð­ist vilja kaupa Græn­land sem vakti hörð við­brögð og varð til þess að hann hætti við opin­bera heim­sókn sína til Dan­merk­ur. Mögu­leg kaup á Græn­landi voru ekki á dag­skrá í heim­sókn Pompeos en norð­ur­slóðir voru það og áhugi Banda­ríkja­mann­anna á því að efla tengsl sín við Fær­eyj­ar, m.a. með því að bjóða þeim að opna ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington.Pompeo kom til Dan­merkur á mið­viku­dag til fundar við Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra.  Til við­bótar átti hann fundi með Jenis av Rana og Steen Lynge, utan­rík­is­ráð­herrum lands­stjórna Græn­lands og Fær­eyja.Pompeo og Jenis av Rana ræddu m.a. hvernig styrkja mætti sam­band Fær­eyja og Banda­ríkj­anna og var m.a. rætt um þann mögu­leika að opna fær­eyska sendi­skrif­stofu í Was­hington.

Auglýsing


Ákveðið var að halda við­ræðum þar um áfram síð­ar. „Á fund­inum var stigið stórt skref í átt að því að efla tengslin milli Banda­ríkj­anna og Fær­eyja,“ hafa fær­eyskir fjöl­miðlar eftir Jenis av Rana. Rætt hafi verið um örygg­is­mál og tæki­færi í mennt­un, við­skipt­um, rann­sóknum og fleiru.Á fundum Pompeo í Dan­mörku voru mál­efni norð­ur­slóða ofar­lega á baugi. Margir Danir eru enn nokkuð tor­tryggnir í garð banda­rískra stjórn­valda, ekki síst vegna þess að á sama tíma og sam­skipti Banda­ríkja­mann­anna við Rúss­land og Kína hafa versnað leita þeir banda­manna ann­ars staðar í nágrenni norð­ur­slóða.Fyrir heim­sókn Pompeo sagði Jenis av Rana að hann ótt­að­ist mjög að norð­ur­slóðir yrðu gerðar af „leik­sviði átaka“ heims­veld­anna.Innan við ár er síðan Trump lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Græn­land. Mette Frederik­sen sagði þá umræðu „fá­rán­lega“ og Trump er sagður hafa mógð­ast og sagt ummæli hennar „ill­gjörn“. Það hefur hins vegar komið í hlut Pompeo að reyna að lægja öld­urnar í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Dan­merk­ur.

Mike Pompeo og  Mette Frederiksen ræddu samstarf á fundinum í Kaupmannahöfn. Mynd: EPADanski stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Krist­ian Mou­ritzen segir við Was­hington Post að dönskum stjórn­völdum hafi brugðið er Trump gaf út yfir­lýs­ingu um áhuga sinn á Græn­landi. Sam­skipti ríkj­anna hafi verið komin í hnút þar til Mike Pompeo hafi tekið að sér hlut­verk sátta­semj­ara.„Hvergi í heim­inum fyr­ir­finnst ríki sem mun hjálpa okkur meira en Dan­mörk,“ sagði Pompeo eftir fund­inn í Kaup­manna­höfn. „Kon­ungs­ríkið Dan­mörk“ og Banda­ríkin deili sömu gildum sem séu und­ir­strikuð í því „frá­bæra starfi sem við höfum gert á Græn­land­i“.Sala Græn­lands var hins vegar ekki á dag­skrá fund­ar­ins.Í júní var banda­rísk ræð­is­manns­skrif­stofa opnuð á Græn­landi, í fyrsta sinn síðan 1953. Pompeo segir að þar með hafi banda­rísk við­vera, sem hafi legið í dvala of lengi, verið end­ur­vak­in. Hann minnt­ist einnig á til­boð Banda­ríkj­anna um að veita 12 millj­ónum dala til efna­hags­upp­bygg­ingar á Græn­landi.Banda­ríski sendi­herr­ann í Dan­mörku hefur átt fundi  með yfir­völdum í Fær­eyjum til að ræða opnun ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington en einnig mögu­leik­ana á því að banda­ríski sjó­her­inn fái að nota fær­eyskar hafnir í aðgerðum sínum á norð­ur­slóð­um.Í mars bauð þessi sami sendi­herra Fær­ey­ingum aðstoð Banda­ríkj­anna í bar­átt­unni við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Það féll ekki í sér­stak­lega góðan jarð­veg hjá dönskum þing­mönnum sem bentu á að Fær­ey­ingar hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn heldur en Banda­ríkja­menn.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent