Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington

Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, heim­sótti Dan­mörku í vik­unni, í fyrsta sinn síðan Don­ald Trump sagð­ist vilja kaupa Græn­land sem vakti hörð við­brögð og varð til þess að hann hætti við opin­bera heim­sókn sína til Dan­merk­ur. Mögu­leg kaup á Græn­landi voru ekki á dag­skrá í heim­sókn Pompeos en norð­ur­slóðir voru það og áhugi Banda­ríkja­mann­anna á því að efla tengsl sín við Fær­eyj­ar, m.a. með því að bjóða þeim að opna ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington.Pompeo kom til Dan­merkur á mið­viku­dag til fundar við Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra.  Til við­bótar átti hann fundi með Jenis av Rana og Steen Lynge, utan­rík­is­ráð­herrum lands­stjórna Græn­lands og Fær­eyja.Pompeo og Jenis av Rana ræddu m.a. hvernig styrkja mætti sam­band Fær­eyja og Banda­ríkj­anna og var m.a. rætt um þann mögu­leika að opna fær­eyska sendi­skrif­stofu í Was­hington.

Auglýsing


Ákveðið var að halda við­ræðum þar um áfram síð­ar. „Á fund­inum var stigið stórt skref í átt að því að efla tengslin milli Banda­ríkj­anna og Fær­eyja,“ hafa fær­eyskir fjöl­miðlar eftir Jenis av Rana. Rætt hafi verið um örygg­is­mál og tæki­færi í mennt­un, við­skipt­um, rann­sóknum og fleiru.Á fundum Pompeo í Dan­mörku voru mál­efni norð­ur­slóða ofar­lega á baugi. Margir Danir eru enn nokkuð tor­tryggnir í garð banda­rískra stjórn­valda, ekki síst vegna þess að á sama tíma og sam­skipti Banda­ríkja­mann­anna við Rúss­land og Kína hafa versnað leita þeir banda­manna ann­ars staðar í nágrenni norð­ur­slóða.Fyrir heim­sókn Pompeo sagði Jenis av Rana að hann ótt­að­ist mjög að norð­ur­slóðir yrðu gerðar af „leik­sviði átaka“ heims­veld­anna.Innan við ár er síðan Trump lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Græn­land. Mette Frederik­sen sagði þá umræðu „fá­rán­lega“ og Trump er sagður hafa mógð­ast og sagt ummæli hennar „ill­gjörn“. Það hefur hins vegar komið í hlut Pompeo að reyna að lægja öld­urnar í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Dan­merk­ur.

Mike Pompeo og  Mette Frederiksen ræddu samstarf á fundinum í Kaupmannahöfn. Mynd: EPADanski stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Krist­ian Mou­ritzen segir við Was­hington Post að dönskum stjórn­völdum hafi brugðið er Trump gaf út yfir­lýs­ingu um áhuga sinn á Græn­landi. Sam­skipti ríkj­anna hafi verið komin í hnút þar til Mike Pompeo hafi tekið að sér hlut­verk sátta­semj­ara.„Hvergi í heim­inum fyr­ir­finnst ríki sem mun hjálpa okkur meira en Dan­mörk,“ sagði Pompeo eftir fund­inn í Kaup­manna­höfn. „Kon­ungs­ríkið Dan­mörk“ og Banda­ríkin deili sömu gildum sem séu und­ir­strikuð í því „frá­bæra starfi sem við höfum gert á Græn­land­i“.Sala Græn­lands var hins vegar ekki á dag­skrá fund­ar­ins.Í júní var banda­rísk ræð­is­manns­skrif­stofa opnuð á Græn­landi, í fyrsta sinn síðan 1953. Pompeo segir að þar með hafi banda­rísk við­vera, sem hafi legið í dvala of lengi, verið end­ur­vak­in. Hann minnt­ist einnig á til­boð Banda­ríkj­anna um að veita 12 millj­ónum dala til efna­hags­upp­bygg­ingar á Græn­landi.Banda­ríski sendi­herr­ann í Dan­mörku hefur átt fundi  með yfir­völdum í Fær­eyjum til að ræða opnun ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington en einnig mögu­leik­ana á því að banda­ríski sjó­her­inn fái að nota fær­eyskar hafnir í aðgerðum sínum á norð­ur­slóð­um.Í mars bauð þessi sami sendi­herra Fær­ey­ingum aðstoð Banda­ríkj­anna í bar­átt­unni við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Það féll ekki í sér­stak­lega góðan jarð­veg hjá dönskum þing­mönnum sem bentu á að Fær­ey­ingar hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn heldur en Banda­ríkja­menn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent