Bjóða Færeyingum að opna ræðismannsskrifstofu í Washington

Áhugi Donalds Trump á því að kaupa Grænland var ekki til umræðu á fundi Mike Pompeo í Danmörku fyrr í vikunni. Hins vegar lagði utanríkisráðherrann áherslu á að styrkja tengslin milli Danmerkur, Færeyja og Grænlands.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Mike Pompeo, heim­sótti Dan­mörku í vik­unni, í fyrsta sinn síðan Don­ald Trump sagð­ist vilja kaupa Græn­land sem vakti hörð við­brögð og varð til þess að hann hætti við opin­bera heim­sókn sína til Dan­merk­ur. Mögu­leg kaup á Græn­landi voru ekki á dag­skrá í heim­sókn Pompeos en norð­ur­slóðir voru það og áhugi Banda­ríkja­mann­anna á því að efla tengsl sín við Fær­eyj­ar, m.a. með því að bjóða þeim að opna ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington.Pompeo kom til Dan­merkur á mið­viku­dag til fundar við Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og Jeppe Kofod utan­rík­is­ráð­herra.  Til við­bótar átti hann fundi með Jenis av Rana og Steen Lynge, utan­rík­is­ráð­herrum lands­stjórna Græn­lands og Fær­eyja.Pompeo og Jenis av Rana ræddu m.a. hvernig styrkja mætti sam­band Fær­eyja og Banda­ríkj­anna og var m.a. rætt um þann mögu­leika að opna fær­eyska sendi­skrif­stofu í Was­hington.

Auglýsing


Ákveðið var að halda við­ræðum þar um áfram síð­ar. „Á fund­inum var stigið stórt skref í átt að því að efla tengslin milli Banda­ríkj­anna og Fær­eyja,“ hafa fær­eyskir fjöl­miðlar eftir Jenis av Rana. Rætt hafi verið um örygg­is­mál og tæki­færi í mennt­un, við­skipt­um, rann­sóknum og fleiru.Á fundum Pompeo í Dan­mörku voru mál­efni norð­ur­slóða ofar­lega á baugi. Margir Danir eru enn nokkuð tor­tryggnir í garð banda­rískra stjórn­valda, ekki síst vegna þess að á sama tíma og sam­skipti Banda­ríkja­mann­anna við Rúss­land og Kína hafa versnað leita þeir banda­manna ann­ars staðar í nágrenni norð­ur­slóða.Fyrir heim­sókn Pompeo sagði Jenis av Rana að hann ótt­að­ist mjög að norð­ur­slóðir yrðu gerðar af „leik­sviði átaka“ heims­veld­anna.Innan við ár er síðan Trump lýsti yfir áhuga sínum á því að kaupa Græn­land. Mette Frederik­sen sagði þá umræðu „fá­rán­lega“ og Trump er sagður hafa mógð­ast og sagt ummæli hennar „ill­gjörn“. Það hefur hins vegar komið í hlut Pompeo að reyna að lægja öld­urnar í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Dan­merk­ur.

Mike Pompeo og  Mette Frederiksen ræddu samstarf á fundinum í Kaupmannahöfn. Mynd: EPADanski stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Krist­ian Mou­ritzen segir við Was­hington Post að dönskum stjórn­völdum hafi brugðið er Trump gaf út yfir­lýs­ingu um áhuga sinn á Græn­landi. Sam­skipti ríkj­anna hafi verið komin í hnút þar til Mike Pompeo hafi tekið að sér hlut­verk sátta­semj­ara.„Hvergi í heim­inum fyr­ir­finnst ríki sem mun hjálpa okkur meira en Dan­mörk,“ sagði Pompeo eftir fund­inn í Kaup­manna­höfn. „Kon­ungs­ríkið Dan­mörk“ og Banda­ríkin deili sömu gildum sem séu und­ir­strikuð í því „frá­bæra starfi sem við höfum gert á Græn­land­i“.Sala Græn­lands var hins vegar ekki á dag­skrá fund­ar­ins.Í júní var banda­rísk ræð­is­manns­skrif­stofa opnuð á Græn­landi, í fyrsta sinn síðan 1953. Pompeo segir að þar með hafi banda­rísk við­vera, sem hafi legið í dvala of lengi, verið end­ur­vak­in. Hann minnt­ist einnig á til­boð Banda­ríkj­anna um að veita 12 millj­ónum dala til efna­hags­upp­bygg­ingar á Græn­landi.Banda­ríski sendi­herr­ann í Dan­mörku hefur átt fundi  með yfir­völdum í Fær­eyjum til að ræða opnun ræð­is­manns­skrif­stofu í Was­hington en einnig mögu­leik­ana á því að banda­ríski sjó­her­inn fái að nota fær­eyskar hafnir í aðgerðum sínum á norð­ur­slóð­um.Í mars bauð þessi sami sendi­herra Fær­ey­ingum aðstoð Banda­ríkj­anna í bar­átt­unni við kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn. Það féll ekki í sér­stak­lega góðan jarð­veg hjá dönskum þing­mönnum sem bentu á að Fær­ey­ingar hefðu staðið sig mun betur í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn heldur en Banda­ríkja­menn.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent