Lego hætti við að gefa út legóþyrlu vegna mótmæla þýskra friðarsinna

Þýskir friðarsinnar og hernaðarandstæðingar hafa knúið danska leikfangaframleiðandann Lego til þess að hætta við útgáfu á legóþyrlu. Bent var á að þyrlan, af gerðinni Osprey, væri fyrst og fremst herþyrla. Það samræmist ekki stefnu Lego.

Frá mótmælum fyrir utan Lego-verslun í Hamborg síðasta mánudag.
Frá mótmælum fyrir utan Lego-verslun í Hamborg síðasta mánudag.
Auglýsing

Þýskir friðarsinnar og hernaðarandstæðingar hafa knúið danska stórfyrirtækið Lego til þess að endurskoða ákvörðun sína um að gefa út herþyrlulegó. Útgáfan hefði orðið fyrsta Lego-eftirmynd raunverulegra hergagna, en ekkert mun nú verða af þeim áætlunum Lego að dreifa þyrlulegóinu frá og með næsta mánuði. Danska viðskiptablaðið Finans segir frá þessu í dag.

Í upphafi vikunnar mótmæltu friðarsinnar áætlunum Lego fyrir utan verslanir danska fyrirtækisins í Þýskalandi, meðal annars í Berlín og Hamborg. Lego lét snögglega undan, enda kom upp úr krafsinu að útgáfa af tæknilegókubbasettinu Lego Technic Bell Boeing V-22 Osprey hefði strítt gegn siðareglum fyrirtækisins sjálfs, sem hefur svarið þess heit að gefa ekki út eftirmyndir raunverulegra stríðstækja.

„Elskaðu kubba - hataðu stríð“

Mótmælendur frá þýsku friðar- og hernaðarandstæðingasamtökunum DFG-VK stóðu fyrir utan verslanir Lego og mótmæltu því að danski kubbaframleiðandinn væri í samstarfi við hergagnaframleiðendurna, bandarísku fyrirtækin Boeing og Bell, um útgáfu Osprey-legóþyrlunnar.  

Auglýsing

Slagorð mótmælanna var „Elskaðu kubba – hataðu stríð“ og bentu mótmælendur á að þrátt fyrir að útgáfan sem Lego hafði framleitt og hugðist setja í hillur verslana á næstunni væri björgunarþyrla en ekki stríðstól væri raunin sú að þessi gerð þyrlna væri einungis notuð í hernaði nú um mundir, aðallega af Bandaríkjaher en einnig af japanska hernum.

Stríðstólið Osprey í Lego-búningi.

„Við höfum áralanga stefnu um að gefa ekki út kubba með hernaðarfarartækjum, og því höfum við ákveðið að ganga ekki lengra með útgáfu þessarar vöru,“ segir Lego í svari sínu við fyrirspurn Finans.

Danski miðilinn segir að Lego hafi ekki svarað öllum spurningum sínum um málið, meðal annars varðandi það hvað ætti að gera við allar Osprey-legóþyrlurnar sem þegar hafa verið framleiddar. „Við höfum því miður ekki meira um málið að segja, annað en það að við getum staðfest að varan mun ekki koma út,“ sagði í svari Lego.

Framúrskarandi, segja þýskir friðarsinnar

Forsvarsmenn samtakanna DFG-VK segjast himinlifandi með að aðgerðir þeirra hafi skilað árangri og segir framkvæmdastjóri samtakanna, Michael Schulze von Glaßer, að viðbrögð Lego við mótmælunum hafi verið umfram væntingar. 

„Við höfum reynt að hafa samband við Lego nokkrum sinnum frá því í febrúar og óskað eftir yfirlýsingu um áætlun þeirra um hernaðarkubbana. Við buðumst líka til þess að funda með þeim en fengum engin svör,“ er haft eftir von Glaßer í tilkynningu.

Hann bætir við að andstaða samtakanna við vöruna sem slíka hafi einungis stafað af andstöðu við samstarf Lego við Boeing og Bell, en bandarísku fyrirtækin hefðu hlotið greiðslu fyrir samstarfið, ef það hefði gengið alla leið. Ef Lego hefði gefið út þyrlu sem hefði líkst Osprey-þyrlum en ekki verið merkt vörumerkjum hergagnaframleiðandanna hefði það verið í góðu lagi.

Þýsku samtökin segjast, umhverfisins vegna, vonast til þess að allir þeir kubbar sem fóru í framleiðslu þyrlulegósins fái nýjan tilgang. „Það er það góða við legókubba, það má alltaf skapa eitthvað nýtt með þeim,“ segir von Glaßer.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent