Framlínufólk sem sýktist við störf sín á rétt á bótum

Þúsundir opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum hafa sýkst af COVID-19. Í upphafi faraldurs var skilgreint hvaða störf væru í framlínunni og þar með hverjir væru í mestri hættu á að smitast við störf sín.

Framlínustarfsmaður að störfum í Boston.
Framlínustarfsmaður að störfum í Boston.
Auglýsing

Um 4.000 opin­berir starfs­menn í Banda­ríkj­unum hafa far­ið fram á bætur í kjöl­far þess að hafa smit­ast af kór­ónu­veirunni í störfum sín­um. Einnig hafa ást­vinir 60 rík­is­starfs­manna sem lét­ust vegna COVID-19 farið fram á bæt­ur.

Þetta kemur fram í frétt Was­hington Post í dag en þar er enn­fremur bent á að fjöld­inn eigi eftir að aukast á næstu vikum sam­kvæmt ­skýrslu stofn­unar innan vinnu­mála­ráðu­neyt­is­ins sem gerð var um áhrif COVID-19 á rík­is­starfs­menn.

Í fyrra voru greiddir þrír millj­arðar dala í bætur til yfir­ 200 þús­und opin­berra starfs­manna sem höfðu veikst eða slasast við störf sín og voru óvinnu­færir af þeim sök­um. Í upp­hafi far­ald­urs­ins voru opin­ber­ir ­starfs­menn í fram­línu­störf­um, sem þóttu útsett­astir fyrir smiti, skil­greind­ir. Þeir eru m.a. lög­reglu­menn, sjúkra­flutn­inga­menn og starfs­menn heil­brigð­is­stofn­ana. Það er fólk úr þessum hópum sem hefur ríkan rétt til bóta ef það sýkt­ist í vinn­unni.

Auglýsing

Af þeim umsóknum um bætur sem borist hafa vinnu­mála­ráðu­neyt­inu hefur innan við tíu verið synj­að.

Í frétt Was­hington Post segir að gögnum um smit með­al­ op­in­berra starfs­manna í Banda­ríkj­unum sé ekki haldið mið­lægt saman en að ljóst sé að í það minnsta 19 þús­und hafa sýkst við störf sín og tæp­lega 100 hafa lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. Í varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu einu saman hafa smit grein­st hjá yfir 5.000 borg­ara­legum starfs­mönnum frá því í mars. 257 þeirra eru enn á sjúkra­húsi. 32 hafa lát­ist. Um 24 þús­und smit hafa svo greinst með­al­ ­banda­rískra her­manna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent