Í gær greindust þrjú innanlandssmit til viðbótar hér á landi. Í heild eru því 24 með virk smit á landinu. Ekki hafa verið jafnmargir með COVID-19 á landinu frá því 6. maí en þá voru einnig 24 með sjúkdóminn.
Sex innanlandssmit greindust á sunnudag, þrjú á laugardag og tvö á fimmtudag. Þá höfðu engin innanlandssmit greinst frá 2. júlí. Samkvæmt því sem fram kemur á síðunni Covid.is voru 34 sýni tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær.
Í gær var 21 með virkt smit 173 manns í sóttkví.
Auglýsing
Á covid.is kemur fram að nú sé nýgengi innanlandsmita 3,3 á hverja 100 þúsund íbúa.
Eitt smit greindist í landamæraskimun í gær en viðkomandi var með mótefni og því ekki talinn smitandi. Frá 15. júní, er landamæraskimunin hófst, hafa yfir 58 þúsund sýni verið tekin við landamærin. Af þeim hafa 22 greinst með virk smit en 96 hafa reynst með mótefni.