Til skoðunar að taka upp tveggja metra regluna á ný og þá sem „reglu“ en ekki tilmæli

Á fundi heilbrigðisráðherra með almannavörnum, landlækni, sóttvarnalækni og ríkislögreglustjóra síðdegis í dag var rætt hvort herða þyrfti gildandi samkomutakmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvarðanir verða teknar á morgun.

Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins í dag.
Frá upplýsingafundi almannavarna og landlæknisembættisins í dag.
Auglýsing

Á fundi heil­brigð­is­ráð­herra með almanna­vörn­um, land­lækni, sótt­varna­lækni og rík­is­lög­reglu­stjóra síð­degis í dag var rætt hvort herða þyrfti gild­andi sam­komu­tak­mark­anir til að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Til skoð­unar er að taka tveggja metra nánd­ar­mörkin upp að nýju og segir í til­kynn­ingu almanna­varna að þau verði þá ekki lengur „til­mæli“ heldur „regla“.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu almanna­varna var líka rætt á fund­inum var hvort breyta þyrfti áherslum eða herða aðgerðir á landa­mær­um. Einnig var rætt um að hækka við­bún­að­ar­stig almanna­varna, en engar ákvarð­anir voru teknar á fund­in­um, „enda beðið gagna og upp­lýs­inga úr grein­ingu sýna.“

Eins og fram hefur komið í dag eru tutt­ugu og fjórir ein­stak­lingar í ein­angrun með stað­fest smit, en þar af eru 14 inn­an­lands­smit. 173 eru í sótt­kví. Ekki hefur tek­ist að rekja tvö inn­an­lands­smit en unnið er að smitrakn­ingu og rað­grein­ingu sýna.

Auglýsing

Sam­ráðs­hópur mun koma aftur saman til fundar á morg­un, en í til­kynn­ingu almanna­varna segir að ákvörð­unin muni byggja á þeim nið­ur­stöðum sem nú er beðið eft­ir.

Hafa áhyggjur af versl­un­ar­manna­helg­inni

„Al­manna­varnir og sótt­varna­yf­ir­völd hafa áhyggjur af kom­andi versl­un­ar­manna­helgi þar sem við­búið er að margir verði á far­alds­fæti og hætta á að smit geti borist enn frekar út í sam­fé­lag­inu. Áríð­andi er að fólk taki upp og haldi á lofti ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um, virði til­mæli um nánd­ar­mörk og verndi við­kvæma hópa. Fyr­ir­tæki og stofn­anir eru hvött til þess að skerpa á sótt­vörnum og leið­bein­ing­um. Þá er áríð­andi að fólk virði ein­angr­un, sótt­kví og taki heim­komusmit­gát af fyllstu alvöru,“ segir í til­kynn­ingu almanna­varna. 

Þar er einnig farið yfir helstu ein­kenni COVID-19 sýk­ingar og minnt á að þau eru ekki alltaf þau sömu. Þau minna þó oft á venju­lega flens­u. 

„Ein­kenni geta verið aðeins eitt af eft­ir­töldu, það er hiti, háls­sær­indi, hósti, slapp­leiki, bein- og vöðva­verkir og skyndi­lega breyt­ing eða tap á bragð- og lykt­ar­skyni. Hafi fólk grun um smit á að halda sig heima, hafa sam­band við sína heilsu­gæslu í gegnum síma, við net­spjall Heilsu­veru.is eða við Lækna­vakt­ina í síma 1700. Heil­brigð­is­starfs­fólk mun þar ráð­leggja um næstu skref og hvar sýna­taka muni fara fram ef þarf,“ ­segir í til­kynn­ingu almanna­varna.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent