Útisvæði franskra kaffihúsa kólna á næsta ári

Ein af nýjustu aðgerðum Frakka í loftslagsmálum er að banna upphitun útisvæða á kaffihúsum og börum. Ekki má heldur setja upp nýja kola- eða olíuofna til húshitunar.

Gashitarar heyra brátt sögunni til á útisvæðum franskra kaffihúsa.
Gashitarar heyra brátt sögunni til á útisvæðum franskra kaffihúsa.
Auglýsing

Stjórn­völd í Frakk­landi hafa til­kynnt um nýjar aðgerðir í umhverf­is­málum en meðal ann­ars á að banna hituð úti­svæði við kaffi­hús og bari. Í frétt BBC er haft eftir Bar­böru Pomp­ili, umhverf­is­ráð­herra Frakka, að henni finn­ist upp­hituð úti­svæði skjóta skökku við. Bannið tekur ekki gildi fyrr en eftir að næsti vetur er lið­inn, enda eiga fyr­ir­tæki í veit­inga­rekstri í vök að verj­ast í Frakk­landi, líkt og víða ann­ars stað­ar, vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Þar að auki verður skylt að halda dyrum loft­kældra bygg­inga sem opnar eru almenn­ingi lok­uðum til þess að spara orku. Auglýsing

Þrjú af hverjum fjórum kaffi­húsum með hitað úti­svæði

Bar­bara segir það vera rangt af fyr­ir­tækjum að loft­kæla stræti borg­anna á sumrin með því að halda dyrum sínum opnum í þeim eina til­gangi að auð­velda við­skipta­vinum að ganga inn um þær. Það sama megi segja um kaffi­hús sem halda úti­svæðum sínum upp­hit­uðum á vet­urna til þess að ylja við­skipta­vinum á meðan þeir sötra á heitu kaffi sínu, að mati Bar­böru.Sam­kvæmt þar­lendum versl­un­ar­sam­tökum eru þrjú af hverjum fjórum kaffi­húsum í París með upp­hitað úti­svæði. Nú þegar hafa upp­hituð úti­svæði heyrt sög­unni til í nokkrum frönskum borgum en Anne Hidal­go, borg­ar­stjóri Par­ís­ar, vill bíða með bann­ið, því það gæti haft slæm áhrif á rekstur kaffi­hús­anna.Banna kola- og olíu­ofna til hús­hit­unar

Bar­bara Pomp­ili var skipuð umhverf­is­ráð­herra fyrr í mán­uð­inum af for­sæt­is­ráð­herr­anum Jean Castex, sem einnig tók við emb­ætti fyrr í þessum mán­uði. Jean hefur heitið 20 millj­ónum evra, eða rúmum þremur millj­örðum króna, í lofts­lagstengdar fjár­fest­ing­ar. Þær fjár­fest­ingar eru hluti af umfangs­meiri efna­hags­að­gerðum sem ætlað er að örva hag­kerfi Frakka.Aðgerðir umhverf­is­ráð­herr­ans eru fengnar frá eins konar þjóð­fundi um umhverf­is­mál en hann sátu 150 ein­stak­lingar sem valdir voru að handa­hófi. Í þeim má einnig finna áform um þjóð­garð. Þá eru franskir hús­eig­endur hvattir til að huga að ein­angrun í húsum sínum en upp­setn­ing nýrra kola- eða olíu­ofna til kynd­ingar verður bönnuð í borgum og tak­mörkuð í dreif­býli.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent