Frestunarhugmynd forsetans snarlega afskrifuð af samflokksmönnum

Donald Trump viðraði í gær hugmynd um að fresta forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Tillögunni var fálega tekið, enda fráleit, þrátt fyrir að sumir hafi búist við henni. Áhrifamiklir samflokksmenn forsetans lýstu sig ósammála.

Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Hugmynd Trumps um að fresta kosningunum hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fór mik­inn á sam­fé­lags­miðlum í gær, eins og svo oft áður. Hann sagði allt benda til þess að for­seta­kosn­ing­arnar sem eru á dag­skrá vest­an­hafs 3. nóv­em­ber myndu verða algjör­lega marklausar vegna svindls í tengslum við póst­kosn­ingar og rit­aði svo: „Þetta verður Banda­ríkj­unum til mik­illar skamm­ar. Frestum kosn­ing­unum þar til fólk getur kosið á réttan hátt, tryggi­lega og örugg­lega???“

Þetta var í fyrsta sinn sem Trump viðr­aði það opin­ber­lega að mögu­lega ætti að fresta kosn­ing­un­um, sem er raunar nokkuð sem hann hefur ekki minnsta vald til þess að gera, eins og rakið er í frétta­skýr­ingu frá New York Times.

Banda­ríkja­þing fer með vald til þess að ákveða hvenær kosn­ingar fara fram og frá árinu 1845 hafa lög verið í gildi sem kveða á um að for­seta­kosn­ingar á að halda þriðju­dag­inn eftir fyrsta mánu­dag­inn í nóv­em­ber­mán­uð­i. 

Auglýsing

Til þess að kjör­degi breytt myndi for­set­inn þurfa að fá sam­þykki bæði öld­unga­deildar og full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings fyrir laga­setn­ingu. Það er ekki mögu­leiki að demókrat­arnir sem stýra full­trúa­deild­inni myndu nokkru sinni sætta sig við frestun kosn­inga og það varð svo strax ljóst í gær að hug­mynd Trumps sló hreint ekki í gegn hjá sam­flokks­fólki hans í Repúblikana­flokkn­um.

„Mér finnst það ekki sér­lega góð hug­mynd,“ sagði Lindsey Gra­ham, banda­maður for­set­ans sem veitir dóms­mála­nefnd öld­unga­deild­ar­innar for­mennsku, við CNN. John Thune, sem er í for­ystu­sveit repúblik­ana í öld­unga­deild­inni, sagði sama miðli að til­laga Trump væri lík­leg til þess að ná athygli fjöl­miðla, en að hann reikn­aði ekki með að hún yrði lengi til umræðu.

Mitch McConn­ell, leið­togi flokks­ins í öld­unga­deild­inni var afdrátt­ar­laus, í við­tali við sjón­varps­stöð­ina WNKY í Kent­ucky-­ríki, um að honum hugn­að­ist ekki hug­mynd Trumps. „Aldrei í sögu þessa lands, í gegnum stríð, kreppur og Þræla­stríð­ið, höfum við ekki náð að halda alrík­is­kosn­ingar á réttum tíma, og við munum finna leið til þess að gera það 3. nóv­em­ber næst­kom­and­i,“ sagði McConn­ell. 

Í sama streng tók Kevin McCarthy sem leiðir minni­hluta repúblik­ana í full­trúa­deild­inni, sem og repúblikanar á borð við Ted Cruz og Marco Rubio. Óþarfi er að fara mörgum orðum um hvað leið­togar demókrata sögðu um hug­mynd­ina, þeir sögðu hana frá­leita og hreint út sagt hættu­lega.

Biden hafði spáð því að þessi hug­mynd kæmi fram

Í umfjöllun Polit­ico um hug­mynd for­set­ans er rifjað upp að Joe Biden, and­stæð­ingur Trumps í for­seta­kosn­ing­unum í haust, sagði í apríl að hann teldi að Trump myndi reyna að finna ein­hverja ástæðu til þess að stinga upp á því að kosn­ing­unum yrði frestað. Biden hefur reynst sann­spár, en á þeim tíma sagði Trump að hann hefði aldrei látið sér detta til hugar að fresta kosn­ing­un­um. 

Þetta útspil Trumps hefur verið túlkað sem veik­leika­merki af ýms­um. Frétta­hauk­ur­inn fyrr­ver­andi Dan Rather sagði á Twitter að hann teldi að Trump væri dauð­hræddur og sagði jafn­framt að hann liti á hug­mynd for­set­ans sem til­raun til þess að fá fjöl­miðla til þess að fjalla um eitt­hvað annað en stöðu efna­hags­mála í Banda­ríkj­unum í skugga kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Í gær, á svip­uðum tíma og Trump setti tíst sitt í loft­ið, var greint frá því að lands­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna á öðrum árs­fjórð­ungi hefði dreg­ist meira saman en nokkru sinni frá því að ­byrjað var að taka saman árs­fjórð­ungs­legar hag­tölur í Banda­ríkj­unum árið 1947, eða um 9,5 pró­sent, sem myndi sam­svara 32,9 pró­sentum á árs­grund­velli.

Á sama tíma benda skoð­ana­kann­anir ein­dregið til þess að Joe Biden muni fara með sigur af hólmi í kosn­ing­unum 3. nóv­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent