Segja Sigmund verja valdakerfi sem hygli körlum

„Sigmundur [Davíð Gunnlaugsson] er að verja valdakerfi undir formerkjum „vestrænnar siðmenningar“, sem hyglir körlum eins og honum á kostnað jaðarsetts fólks,“ segir stuðningsfólk Black Lives Matter á Íslandi.

Black Lives Matter
Auglýsing

„Þegar Sig­mundur [Da­víð Gunn­laugs­son] ræðst gegn Black Lives Matter er hann því ekki að verja jafnan rétt fólks. Þvert á móti er hann að gera mann­rétt­inda­bar­áttu tor­tryggi­lega og boða rasíska, fóbíska og kven­fjand­sam­lega hug­mynda­fræði. Slík hug­mynda­fræði mun ein­göngu geta af sér meiri sundr­ung og djúp­stæð­ara órétt­læt­i.“Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi í dag sem skrifuð er af fjöl­mennum hópi fólks sem styður hreyf­ingu Black Lives Matter sem barist hefur m.a. gegn lög­reglu­of­beldi og kúgun svartra í Banda­ríkj­un­um.Um er að ræða svar­grein við heil­síðu­grein Sig­mundar Dav­íðs, for­manns Mið­flokks­ins, sem birt var í Morg­un­blað­inu um síð­ustu helgi.

Auglýsing


Í grein stuðn­ings­hóps­ins segir að í grein Sig­mundar megi finna ýmsar rang­færslur og hóp­ur­inn vilji svara „þeirri hug­mynda­fræði sem Sig­mundur Davíð boð­ar, enda er fram­tíð íslensks sam­fé­lags, jafn­réttis og lýð­ræðis í húfi“.„Sig­mundur er að verja valda­kerfi undir for­merkjum „vest­rænnar sið­menn­ing­ar“, sem hyglir körlum eins og honum á kostnað jað­ar­setts fólks,“ stendur í grein­inni. „Hann er að verja harð­línu­kap­ít­al­isma sem bein­línis hvetur til arð­ráns ríks fólks á fátæku fólki. Hann er að verja þrönga og þving­aða sýn á fjöl­skyldu­form sem hefur verið notað sem átylla til kúg­unar á fólki sem ekki fellur undir gam­al­dags skil­grein­ingar á kyn­vit­und og kyn­hneigð. Hann er að verja stjórn­kerfi, lög­reglu og dóm­stóla sem rann­sóknir og sagan sýna að þjóna því miður fyrst og fremst þeim sem njóta for­rétt­inda í sam­fé­lag­inu. Þetta birt­ist m.a. í við­horfum til kyn­ferð­is­brota­mála, mansals, mót­töku flótta­fólks og örorku­bóta, við­horfum sem end­ur­spegla ekki við­ur­kenn­ingu þess órétt­lætis og mis­réttis sem jað­ar­sett fólk verður fyrir í sam­fé­lag­in­u.“Bent er á að greinin sé skrifuð af „hvít­um, rík­um, gagn­kyn­hneigð­um, valda­miklum, mið­aldra karli sem hefur aldrei látið sig bar­áttu jað­ar­settra hópa varða. Hann hefur aldrei upp­lifað for­dóma eða félags­legt mót­læti vegna jað­ar­setn­ingar og aldrei þurft að glíma við ótta vegna kerf­is­lægrar hættu á áreitni eða ofbeldi. Greinin er óreiðu­kenndur sam­tín­ingur raka­lausra sögu­sagna sem auð­velt er að afskrifa sem þvælu, af því að í barns­lægri ein­lægni trúum við því flest að skrif á borð við þessi dæmi sig sjálf“.Hóp­ur­inn segir löngu tíma­bært að upp­ræta „stofn­ana­bund­inn og skelfi­legan ras­is­ma“ sem hefur áhrif á dag­legt líf alls svarts og brúns fólks í heim­in­um. „Það er okkar ein­læga von að kjós­endur láti Sig­mund Davíð ekki slá ryki í augu sér með hat­urs­fullum skrifum sem hafa það mark­mið að sundra fólki sem berst gegn kúgun og ofbeldi og safna á sama tíma atkvæðum fyrir sjálfan sig. Við heitum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að berj­ast gegn öllum þeim kerfum sem kúga, arð­ræna og jað­ar­setja fólk og standa sam­einuð vörð um mann­rétt­indi hvers ann­ars. Síð­ast en ekki síst munum við aldrei sitja þegj­andi undir upp­gangi fasískra stjórn­mála­afla.“Grein­ina má lesa í heild hér.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent