Útganga Pólverja úr Istanbúlsamningnum ógni lífi og heilsu pólskra kvenna

Rósa Björk Brynjólfsdóttir ætlar að koma athugasemdum á framfæri við sendiherra Póllands á fundi þeirra á föstudag. Hún segir Istanbúlsamninginn vera eitt öflugasta tæki til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi, heimilisofbeldi og þvinguðum hjónaböndum.

Rósa Björk er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og fráfarandi varaforseti þess.
Rósa Björk er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og fráfarandi varaforseti þess.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, for­maður Íslands­deildar Evr­ópu­ráðs­þings­ins og frá­far­andi vara­for­seti þess, ætlar að funda með Ger­ard Pokruszyński, sendi­herra Pól­lands hér á landi, á föstu­dag til að ræða stöð­una og til að koma sínum athuga­semdum á fram­færi í kjöl­far þess að Pól­land ætlar að draga sig út úr Ist­an­búl­samn­ingn­um. Ist­an­búl­samn­ing­ur­inn er samn­ingur um for­varnir og bar­áttu gegn ofbeldi gagn­vart konum og heim­il­is­of­beldi. Hann var sam­þykktur á vett­vangi Evr­ópu­ráðs­ins 11. maí 2011 en hér landi var hann full­giltur í apríl 2018.

Auglýsing

Myndi hafa alvar­legar afleið­ingar

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Rósa Björk Ist­an­búl­samn­ing­inn vera einn mik­il­væg­asta samn­ing Evr­ópu­ráðs­ins og eitt öfl­ug­asta tæki til að berj­ast gegn kyn­bundnu ofbeldi, heim­il­is­of­beldi og þving­uðum hjóna­bönd­um. Það myndi hafa alvar­legar afleið­ingar fyrir líf kvenna og stúlkna í Pól­landi ef Pól­verjar segja sig frá samn­ingn­um.

„Pólsk stjórn­völd hafa í raun og veru verið að búa til mis­skiln­ing og und­ir­róður því þau segja að Ist­an­búl­samn­ing­ur­inn grafi undan hinum íhalds­sam­ari gildum hjóna­bands­ins, sem er nátt­úr­lega vit­leysa og rang­færsl­ur. Þau hafa notað Ist­an­búl­samn­ing­inn í þessum leið­angri sínum til að draga veru­lega úr rétt­indum sam­kyn­hneigðra,“ segir Rósa sem ætlar einnig að ræða mál­efni sam­kyn­hneigðra í Pól­landi á fundi hennar við sendi­herr­ann. 

„Pól­land var engu að síður eitt af þeim löndum sem var fyrst til þess að full­gilda samn­ing­inn og það yrðu alveg ótrú­lega miklir álits­hnekkir fyrir Pól­land að draga sig frá þessum samn­ingi, burt­séð frá því hversu alvar­leg ógn það yrði fyrir líf og heilsu pól­skra kvenna og stúlkna,“ segir Rósa.

Samn­ing­ur­inn mætir mót­stöðu víðar

Hún telur ekki lík­legt að önnur lönd segi sig frá samn­ingnum en hann hefur engu að síður mætt and­stöðu. Til að mynda hafi stjórn­ar­skrár­dóm­stóll Búlgaríu reynt að hnekkja því að Ist­an­búl­samn­ing­ur­inn hafi laga­lega stoð þar í landi.

Þar að auki hafi byggst upp mót­staða í Rúss­landi með stuðn­ingi rúss­nesku rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar. „Rúss­land sem var að koma aftur inn í Evr­ópu­ráðið eftir fimm ára hlé, þeir hafa ekki enn skrifað undir Ist­an­búl­samn­ing­inn og breyt­ingar á stjórn­ar­skránni nýlega í Rúss­landi voru þess eðlis að eitt af því sem var í þeim breyt­ingum var þetta íhalds­sama fyr­ir­komu­lag á hjóna­bandi, að það geti bara verið milli karls og kon­u,“ segir Rósa.

„Við sem erum í Evr­ópu­ráð­inu sjáum að það eru þessi aft­ur­halds­sömu öfl sem kynda undir kven­fyr­ir­litn­ingu sem hafa verið að grafa undan Ist­an­búl­samn­ingnum með því að sá efa­semd­ar­fræjum um hann sem eru byggð á full­komnum mis­skiln­ingi og útúr­snún­ing­i,“ segir Rósa að lok­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent