Víðir: Verum heima með fjölskyldunni

„Þetta er auðvitað hundfúlt en samt að einhverju leyti það sem við gátum búist við,“ sagði Víðir Reynisson á blaðamannafundi dagsins. Þar með orðaði hann hugsanir okkar flestra: Frelsið var yndislegt en nú þurfum við að stíga skref aftur.

Víðir: Handþvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.
Víðir: Handþvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.
Auglýsing

Góðan og bless­aðan dag­inn.Þannig hóf Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, ávarp sitt á blaða­manna­fundi í Safna­hús­inu í dag. Fund­ur­inn var hald­inn til að til­kynna að nú hefði verið stigið skref til baka í aðgerðum stjórn­valda – aðeins 100 mega koma saman í stað 500 eins og verið hefur síð­ustu vik­ur. Tveggja metra reglan er orðin að sann­kall­aðri reglu en ekki til­mælum og ef henni verður ekki við­komið skal fólk bera and­lits­grím­ur. Það er nýtt. Alveg nýtt. Víðir hefur ítrekað ávarpað okkur með þessum upp­hafs­orðum síð­ustu mán­uði. Það gerði hann á öllum upp­lýs­inga­fundum vetr­ar­ins og fram á sum­ar. Með sínu ákveðna en hlý­lega fasi var það jú hann sem sagði okkur að ferð­ast inn­an­húss um pásk­ana og var sá sem slag­orðið „Ég hlýði Víði“ sner­ist um.Nú biður Víðir okkur aftur að hlýða sér. Eftir að hafa verið í fríi – vissu­lega verð­skuld­uðu  – var hann mættur á ný til að stappa í okkur stál­inu. Biðja okkur að standa sam­an.

Auglýsing„Ein af stóru ástæð­unum fyrir því að þetta gekk vel hjá okkur í vetur var að við gripum til aðgerða, við gripum til alvar­legra aðgerða og við gripum til þeirra snemma,“ sagði Víð­ir. „Þess vegna þurftum við ekki að fara í lok­anir og harka­legar aðgerðir eins og mörg önnur lönd þurftu síð­ar.“Hann sagði að enn værum við ekki komin á þann stað að neyð­ar­á­stand ríkti „og með sam­eig­in­legum aðgerðum þá ætlum við að koma í veg fyrir að við lendum þar,“ sagði hann með áherslu.Og svo sagði hann það sem við öll sem hlust­uðum á heil­brigð­is­ráð­herra boða hertar aðgerðir vorum að hugs­a:  „Þetta er auð­vitað hund­fúlt en samt að ein­hverju leyti það sem við gátum búist við.“Að aðeins hund­rað manns megi koma saman í stað 500 síð­ustu vikur er ekki eitt skref til baka heldur nær tveim­ur. Yfir­völdum er alvara.„Nú er málið að standa saman og tækla þetta af ábyrgð. Látum þetta ekki hræða okkur eða pirra okkur en það eru samt sem áður eðli­leg við­brögð. Verum ekki reið – verum umburð­ar­lynd.“Hann, líkt og allir sem voru á fund­in­um, sagði að nú giltu „sem aldrei fyrr“ hinar ein­stak­lings­bundnu smit­varn­ir. „Ef þú ert með ein­kenni – vertu heima, jafn­vel þó að þau séu smá­vægi­leg. Láttu taka hjá þér sýn­i.“Svo kom að því sem ekki má:„Ekki heils­ast með handa­bandi. Ekki faðm­ast. Ekki vera að fara í hópa með fólki sem þú þekkir ekki ef þú ert í áhættu­hópi. [...] Hand­þvottur og sprittun gildir núna sem aldrei fyrr.“Og með ákveðni bætti hann við: „Ef þú færð boð í skimun­ina sem er í gangi: Mætt­u!“Hinar hertu aðgerðir taka gildi á hádegi á morg­un, föstu­dag. Dag­inn fyrir þá helgi sem und­an­farna ára­tugi hefur verið kölluð mesta ferða­helgi árs­ins. „Þetta er stuttur tími til und­ir­bún­ings en við kunnum þetta. Við vorum að gera þetta í maí, þurfum að rifja þetta upp og virkja aftur verk­lag og leið­bein­ing­ar.“Víðir benti svo á að ekki stæði til að „loka öllu“ en í far­aldr­inum í vetur var allri þjón­ustu sem krafð­ist nándar hætt tíma­bund­ið. „Við ætlum að setja þetta í hendur rekstr­ar­að­ila, að vera ábyrgir og taka sjálf­stæðar ákvarð­an­ir. Við­miðið er hund­rað manns á sama stað. Og það er mik­il­vægt að við lítum á þetta sem sótt­varna­ráð­stöfun og förum ekki að leita leiða í kringum þetta. Hættum að búa til enda­laus sótt­varna­hólf og slíkt.“Svo var komið að loka­orðum Víðis sem voru alltaf full af vina­legum boð­skap á upp­lýs­inga­fundum vetr­ar­ins. Þannig var það einnig nú. 

„Við höfum gert þetta. Við höfum getað þetta og við getum þetta núna. Við gerum þetta sam­an. Ég vil beina orðum mínum sér­stak­lega til unga fólks­ins sem hefur verið spennt mjög lengi að fara í úti­legu og skemmta sér með vinum og kunn­ingjum núna um helg­ina. Við verðum að láta þetta bíða. Við höfum margoft sagt það að sum­arið 2020 er hið skrítn­asta sum­ar. Búum til öðru­vísi minn­ing­ar, verum heima með fjöl­skyld­unni, látum lífið halda áfram og verum góð hvert við ann­að.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent