Minna stress núna en í mars og apríl

Hjúkrunar- og dvalarheimili landsins þurfa á ný að biðja starfsmenn og aðstandendur um að gæta sérstakrar varúðar, til að forða því að smit berist inn á heimilin. Forstjóri Grundar segir minna stress núna en í mars og apríl, þar sem ógnin er þekkt.

Sending af nýjum stólum barst á Grund í gær. Nú taka auknar varúðarráðstafanir við þar og á öðrum hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins.
Sending af nýjum stólum barst á Grund í gær. Nú taka auknar varúðarráðstafanir við þar og á öðrum hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins.
Auglýsing

Hertar sótt­varna­reglur hafa tekið gildi í sam­fé­lag­inu til tveggja vikna, vegna hópsmits á suð­vest­ur­horn­inu sem virð­ist teygja anga sína víða, miðað við það að níu af þeim ell­efu inn­an­lands­smitum sem greindust á fimmtu­dag voru hjá ein­stak­lingum sem ekki voru í sótt­kví. Hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili lands­ins, þar sem margir af þeim sem sem við­kvæm­astir eru fyrir áhrifum kór­ónu­veirunnar búa, hafa gripið til auk­inna var­úð­ar­ráð­staf­ana.

Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Gísli Páll Páls­son er for­stjóri Grund­ar­heim­il­anna, sem reka auk Grundar dval­ar­heim­ilið Ás í Hvera­gerði og Mörk­ina í Reykja­vík. Hann ræddi við Kjarn­ann í gær og sagði að fyrr í vik­unni hefði verið skerpt á reglum um heim­sóknir á Grund­ar­heim­il­unum og unnið yrði í sam­ræmi við leið­bein­ingar frá emb­ætti land­læknis og sótt­varna­lækni í fram­hald­inu. Um 400 íbúar eru á heim­il­unum þremur og starfs­menn­irnir eru alls um 700 tals­ins.

Starfs­fólk beðið um að gæta var­úðar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila, rétt eins og annað heil­brigð­is­starfs­fólk sem vinnur í návígi við ein­stak­linga sem eru við­kvæmir fyrir veirunni, leggur mikið á sig til þess að forða því eins og kostur er að smit ber­ist inn á vinnu­stað­inn. Það hefur þegar verið beðið um að gæta sér­stakrar var­úðar á ný, eftir að hafa ef til vill getað andað rólegar fyrr í sum­ar, þegar veiran virt­ist víð­fjarri.

Auglýsing

Þetta kom meðal ann­ars fram í máli Ölmu Möller land­læknis á upp­lýs­inga­fundi í gær, en hún sagði að ákveðið hefði verið að reyna að sjá til þess starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila færi í tveggja vikna sótt­kví eftir heim­komu erlendis frá og að starfs­menn og aðstand­endur þyrfti auk þess að sýna ítr­ustu smit­gát.

„Það gerði allt okkar starfs­fólk, ekki bara Grund­ar­heim­il­anna heldur hjúkr­un­ar­heim­ila lands­ins, það setti sig í ákveð­inn gír þarna í mars, apríl og maí, sinnti sinni vinnu og gerði lítið ann­að. Við erum afskap­lega þakk­lát fyrir það. Ég efast ekk­ert um að það sama verði uppi á ten­ingnum nú,“ segir Gísli og bætir við að í ljós eigi eftir að koma hversu lang­vinnt þetta tíma­bil verður nú.

Gísli segir að starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila hafi lagt mikið á sig til þess að haga einka­lífi sínu með ákveðnum hætti utan vinnu á meðan veiran var á flugi hér á vor­mán­uð­um, þrátt fyrir að ekki hafi verið kvöð eða skylda á fólki um að haga sér á ákveð­inn máta.

„Ég held að fólk finni til sið­ferði­legrar skyldu. En það er ekk­ert verið að tala um að starfs­fólk sé í sótt­kví og hitti engan, en fólk er kannski ekki að fara á djam­mið og kyssa og knúsa alla sem þeir hitta á Lauga­veg­in­um. Það er almenn skyn­semi, frekar, sem málið snýst um,“ segir Gísli.

Hann seg­ir, og und­ir­strikar að með því sé hann ekki að gera lítið úr þeim aðstæðum sem nú eru uppi, að fólk sé miklu und­ir­bún­ara nún­a. 

„Það var meira stress fannst mér, í mars og apr­íl, þegar fólk vissi ekk­ert hvað þetta var eig­in­lega,“ segir Gísli.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent