Minna stress núna en í mars og apríl

Hjúkrunar- og dvalarheimili landsins þurfa á ný að biðja starfsmenn og aðstandendur um að gæta sérstakrar varúðar, til að forða því að smit berist inn á heimilin. Forstjóri Grundar segir minna stress núna en í mars og apríl, þar sem ógnin er þekkt.

Sending af nýjum stólum barst á Grund í gær. Nú taka auknar varúðarráðstafanir við þar og á öðrum hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins.
Sending af nýjum stólum barst á Grund í gær. Nú taka auknar varúðarráðstafanir við þar og á öðrum hjúkrunar- og dvalarheimilum landsins.
Auglýsing

Hertar sótt­varna­reglur hafa tekið gildi í sam­fé­lag­inu til tveggja vikna, vegna hópsmits á suð­vest­ur­horn­inu sem virð­ist teygja anga sína víða, miðað við það að níu af þeim ell­efu inn­an­lands­smitum sem greindust á fimmtu­dag voru hjá ein­stak­lingum sem ekki voru í sótt­kví. Hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili lands­ins, þar sem margir af þeim sem sem við­kvæm­astir eru fyrir áhrifum kór­ónu­veirunnar búa, hafa gripið til auk­inna var­úð­ar­ráð­staf­ana.

Gísli Páll Pálsson forstjóri Grundarheimilanna.

Gísli Páll Páls­son er for­stjóri Grund­ar­heim­il­anna, sem reka auk Grundar dval­ar­heim­ilið Ás í Hvera­gerði og Mörk­ina í Reykja­vík. Hann ræddi við Kjarn­ann í gær og sagði að fyrr í vik­unni hefði verið skerpt á reglum um heim­sóknir á Grund­ar­heim­il­unum og unnið yrði í sam­ræmi við leið­bein­ingar frá emb­ætti land­læknis og sótt­varna­lækni í fram­hald­inu. Um 400 íbúar eru á heim­il­unum þremur og starfs­menn­irnir eru alls um 700 tals­ins.

Starfs­fólk beðið um að gæta var­úðar

Starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila, rétt eins og annað heil­brigð­is­starfs­fólk sem vinnur í návígi við ein­stak­linga sem eru við­kvæmir fyrir veirunni, leggur mikið á sig til þess að forða því eins og kostur er að smit ber­ist inn á vinnu­stað­inn. Það hefur þegar verið beðið um að gæta sér­stakrar var­úðar á ný, eftir að hafa ef til vill getað andað rólegar fyrr í sum­ar, þegar veiran virt­ist víð­fjarri.

Auglýsing

Þetta kom meðal ann­ars fram í máli Ölmu Möller land­læknis á upp­lýs­inga­fundi í gær, en hún sagði að ákveðið hefði verið að reyna að sjá til þess starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila færi í tveggja vikna sótt­kví eftir heim­komu erlendis frá og að starfs­menn og aðstand­endur þyrfti auk þess að sýna ítr­ustu smit­gát.

„Það gerði allt okkar starfs­fólk, ekki bara Grund­ar­heim­il­anna heldur hjúkr­un­ar­heim­ila lands­ins, það setti sig í ákveð­inn gír þarna í mars, apríl og maí, sinnti sinni vinnu og gerði lítið ann­að. Við erum afskap­lega þakk­lát fyrir það. Ég efast ekk­ert um að það sama verði uppi á ten­ingnum nú,“ segir Gísli og bætir við að í ljós eigi eftir að koma hversu lang­vinnt þetta tíma­bil verður nú.

Gísli segir að starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­ila hafi lagt mikið á sig til þess að haga einka­lífi sínu með ákveðnum hætti utan vinnu á meðan veiran var á flugi hér á vor­mán­uð­um, þrátt fyrir að ekki hafi verið kvöð eða skylda á fólki um að haga sér á ákveð­inn máta.

„Ég held að fólk finni til sið­ferði­legrar skyldu. En það er ekk­ert verið að tala um að starfs­fólk sé í sótt­kví og hitti engan, en fólk er kannski ekki að fara á djam­mið og kyssa og knúsa alla sem þeir hitta á Lauga­veg­in­um. Það er almenn skyn­semi, frekar, sem málið snýst um,“ segir Gísli.

Hann seg­ir, og und­ir­strikar að með því sé hann ekki að gera lítið úr þeim aðstæðum sem nú eru uppi, að fólk sé miklu und­ir­bún­ara nún­a. 

„Það var meira stress fannst mér, í mars og apr­íl, þegar fólk vissi ekk­ert hvað þetta var eig­in­lega,“ segir Gísli.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent