Alma: Veiran er sjálfri sér samkvæm

„Þessi veira er sjálfri sér samkvæm; hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ segir Alma Möller landlæknir.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

Alma Möller land­læknir minnti á það á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að snemm­grein­ing hefði verið einn af horn­steinum okkar við­bragða í far­aldr­in­um. Því þyrftu allir að vera sér­stak­lega á varð­bergi nú – hefði fólk ein­kenni og minnsta grun um smit ætti það þegar í stað að láta taka sýn­i. 

Alma minnti einnig á mik­il­vægi þess að verja við­kvæma hópa í sam­fé­lag­inu; fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og aldr­aða. Sam­ráðs­hópur hjúkr­un­ar­heim­ila kom saman til fundar í dag og fór yfir stöð­una. Leið­bein­ingar verða upp­færðar og birtar eftir helgi, sagði hún. „Það sem var ákveðið var að reyna eins og hægt er að starfs­menn sem koma erlendis frá komi ekki til vinnu fyrr en að lok­inni fjórtán daga sótt­kví.“

Sagði hún að nú ætti aðeins einn aðstand­andi að heim­sækja hvern íbúa á hjúkr­un­ar­heim­ili og að deildir innan heim­il­anna ættu að ein­angra sig hver frá annarri eins og best verði á kosið og að starfs­menn ættu ekki að fara á milli deilda nema að brýna nauð­syn bæri til. 

Auglýsing

Þar sem stað­bundin smit eru í sam­fé­lag­inu muni hjúkr­un­ar­heim­ili hins vegar ganga lengra með frek­ari heim­sókn­ar­tak­mark­an­ir. 

Alma fór yfir leið­bein­ingar um grímunotkun og sagði þær aldrei koma í stað ann­arra sýk­inga­varna, s.s. hand­hreinsun og þrif á snerti­flöt­um. Þær ætti að nota í lok­uðum rýmum þar sem ekki væri hægt að við­hafa 2 metra regl­una. „Það er mjög mik­il­vægt að fólk gæti hrein­lætis þegar það er að umgang­ast grím­urn­ar. Það þarf að þvo eða spritta hendur fyrir og eftir að gríman er sett upp. Það er æski­leg­ast að nota einnota grímur og það á að skipta ef þær verða rakar eða búnar að vera lengur í notkun en fjóra tíma. Það er hægt að nota margnota­grímur úr taui en þær þarf að þvo dag­lega.“

Land­læknir ítrek­aði að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almanna­færi. 

„Að lokum ætla ég að þakka almenn­ingi sem hefur brugð­ist vel við og af æðru­leysi þó að vissu­lega hitti þessar aðgerðir sem kynntar voru í gær mis­jafn­lega fyr­ir. Mér finnst fólk almennt sýna mik­inn skiln­ing og ég veit að það mun eng­inn láta sitt eftir liggja enda mikið í húfi. Skyn­semin ræður sagði við­mæl­andi á förnum vegi í sjón­varps­frétt­um. Við þurfum öll að sýna yfir­veg­un, við þurfum að tala af var­færni og skyn­semi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða.“

 Sagði hún ein­hverjum finn­ast of lítið gert en öðrum of mikið en að sótt­varna­læknir reyni að fara bil beggja. „Það hefur alltaf verið helsta mark­miðið að grípa ekki til harð­ari ráð­staf­ana en þörf er á. 

Þessi veira er sjálfri sér sam­kvæm; hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bólu­efni er fram kom­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent