Alma: Veiran er sjálfri sér samkvæm

„Þessi veira er sjálfri sér samkvæm; hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ segir Alma Möller landlæknir.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

Alma Möller land­læknir minnti á það á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að snemm­grein­ing hefði verið einn af horn­steinum okkar við­bragða í far­aldr­in­um. Því þyrftu allir að vera sér­stak­lega á varð­bergi nú – hefði fólk ein­kenni og minnsta grun um smit ætti það þegar í stað að láta taka sýn­i. 

Alma minnti einnig á mik­il­vægi þess að verja við­kvæma hópa í sam­fé­lag­inu; fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og aldr­aða. Sam­ráðs­hópur hjúkr­un­ar­heim­ila kom saman til fundar í dag og fór yfir stöð­una. Leið­bein­ingar verða upp­færðar og birtar eftir helgi, sagði hún. „Það sem var ákveðið var að reyna eins og hægt er að starfs­menn sem koma erlendis frá komi ekki til vinnu fyrr en að lok­inni fjórtán daga sótt­kví.“

Sagði hún að nú ætti aðeins einn aðstand­andi að heim­sækja hvern íbúa á hjúkr­un­ar­heim­ili og að deildir innan heim­il­anna ættu að ein­angra sig hver frá annarri eins og best verði á kosið og að starfs­menn ættu ekki að fara á milli deilda nema að brýna nauð­syn bæri til. 

Auglýsing

Þar sem stað­bundin smit eru í sam­fé­lag­inu muni hjúkr­un­ar­heim­ili hins vegar ganga lengra með frek­ari heim­sókn­ar­tak­mark­an­ir. 

Alma fór yfir leið­bein­ingar um grímunotkun og sagði þær aldrei koma í stað ann­arra sýk­inga­varna, s.s. hand­hreinsun og þrif á snerti­flöt­um. Þær ætti að nota í lok­uðum rýmum þar sem ekki væri hægt að við­hafa 2 metra regl­una. „Það er mjög mik­il­vægt að fólk gæti hrein­lætis þegar það er að umgang­ast grím­urn­ar. Það þarf að þvo eða spritta hendur fyrir og eftir að gríman er sett upp. Það er æski­leg­ast að nota einnota grímur og það á að skipta ef þær verða rakar eða búnar að vera lengur í notkun en fjóra tíma. Það er hægt að nota margnota­grímur úr taui en þær þarf að þvo dag­lega.“

Land­læknir ítrek­aði að ekki er mælt með almennri grímunotkun á almanna­færi. 

„Að lokum ætla ég að þakka almenn­ingi sem hefur brugð­ist vel við og af æðru­leysi þó að vissu­lega hitti þessar aðgerðir sem kynntar voru í gær mis­jafn­lega fyr­ir. Mér finnst fólk almennt sýna mik­inn skiln­ing og ég veit að það mun eng­inn láta sitt eftir liggja enda mikið í húfi. Skyn­semin ræður sagði við­mæl­andi á förnum vegi í sjón­varps­frétt­um. Við þurfum öll að sýna yfir­veg­un, við þurfum að tala af var­færni og skyn­semi, notum ekki stærri orð en þörf er á og völdum ekki öðrum kvíða.“

 Sagði hún ein­hverjum finn­ast of lítið gert en öðrum of mikið en að sótt­varna­læknir reyni að fara bil beggja. „Það hefur alltaf verið helsta mark­miðið að grípa ekki til harð­ari ráð­staf­ana en þörf er á. 

Þessi veira er sjálfri sér sam­kvæm; hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bólu­efni er fram kom­ið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent