„Óendanlega mikilvægt“ að sinna persónulegum smitvörnum

„Við þurfum að standa saman í því að hlýða þremenningunum með þrennunni; fjarlægðarmörk, handþvottur og sprittun,“ segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið verður frameftir við sýnatöku hjá heilsugæslunni í dag.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu á fundinum í dag.
Auglýsing

„Það virð­ist vera komin ný bylgja hjá okkur eins og í öðrum lönd­um. Við þurfum að standa saman í því að hlýða þre­menn­ing­unum með þrenn­unni; fjar­lægð­ar­mörk, hand­þvottur og spritt­un. Þetta er óend­an­lega mik­il­vægt,“ sagði Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæsl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag.

Hann sagði að fólk þyrfti að halda ró sinni og sýna skyn­semi á meðan unnið væri að því að takast á við þá stöðu sem komin er upp, en fimm­tíu virk smit eru nú í land­inu og tengj­ast flest þeirra sömu hóp­sýk­ing­unni sem bundin er við suð­vest­ur­horn lands­ins.

Óskar sagði að fólk hefði í auknum mæli verið að hringja inn til heilsu­gæsl­unnar og segj­ast vera með ein­hvers­konar ein­kenni, lítil eða mik­il, eftir að umfjöllun fór af stað um að veiran væri að láta á sér kræla í íslensku sam­fé­lagi á ný.

Auglýsing

„Ís­lensk erfða­grein­ing sinnir skimun fyrir þá sem frískir eru, en við erum að sinna þeim sem veikir eru,“ sagði Óskar og bætti við að það yrði unnið fram eftir við sýna­töku hjá heilsu­gæsl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag og að áfram yrði hægt að fara í sýna­töku yfir helg­ina.

Grímunotkun tekin upp á heilsu­gæslu­stöðvum

For­stjór­inn sagði að í dag hefði verið tekið upp breytt verk­lag á heilsu­gæslu­stöðv­un­um, tveggja metra reglan væri að sjálf­sögðu komin í gildi og einnig væri því nú beint til fólks að setja upp grímur við kom­una þang­að.

Sam­skiptin á milli heil­brigð­is­starfs­fólks og not­enda heilsu­gæsl­unnar yrðu því ögn öðru­vísi núna, þegar við ætl­uðum að koma í veg fyrir að sýk­ingin næði sér á strik í sam­fé­lag­inu.

Hvernig skal hafa sam­band?

Hann fór yfir það hvernig fólk ætti að hafa sam­band við heilsu­gæsl­una til þess að óska eftir sýna­töku: Á dag­vinnu­tíma á að hringja í heilsu­gæsl­una eða hafa sam­band við net­spjallið á vefnum heilsu­ver­a.is, en utan dag­vinnu­tíma og þá um helg­ina á að hafa sam­band við Lækna­vakt­ina í síma 1700. 

Óskar sagði að það hefði verið „tölu­vert at“ í sím­anum og á net­spjall­inu í gær og í dag og biðl­aði hann til fólks um að láta ákveðin erindi, til dæmis „vott­orða­skrif sem ekki liggur á“ bíða á með­an. 

„Við þurfum að for­gangs­raða,“ sagði Ósk­ar.

Ekki biðja um að fá að flýta seinni skimun

Eitt­hvað hefur borið á því, að sögn Ósk­ars, að þeir sem eru að fara í seinni skimun eftir að hafa áður farið í skimun á landa­mær­unum eftir kom­una til lands­ins hefðu sam­band í von um að reyna að fá seinni skimun­inni flýtt, en alla­vega fjórir dagar eiga að líða frá fyrri skimun til þeirrar seinn­i. 

Frá fundinum í dag. Mynd: Lögreglan

Bað hann fólk um að virða það og reyna ekki að fá seinni skimun sinni flýtt.

Fólk með ein­kenni mun geta ekið í skimun

Tjöld til þess að fram­kvæma skimun á þeim sem eru með ein­kenni verða sett upp á bíla­stæð­inu fyrir utan Orku­húsið við Suð­ur­lands­braut. 

Inn í þau mun fólk með ein­kenni geta ekið á bílum sín­um, en Óskar minnt­ist á að erfitt hefði reynst að fá leigð tjöld fyrir helg­ina, þar sem mörg hefðu verið tekin frá, vænt­an­lega vegna við­burða sem halda átti um helg­ina.

En ljóst er að vegna hertra sótt­varn­ar­að­gerða verður lítið um sam­komur og mann­fagn­aði og tjöld feng­ust laus til þess að hægt væri að nýta þau til skim­ana.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent