Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni

Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

„Það er ánægju­legt að sjá að ekk­ert inn­an­lands­smit greind­ist í gær,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, en þó með þeim fyr­ir­vara að enn ætti eftir að greina sýni sem Íslensk erfða­grein­ing tók í Vest­manna­eyj­um. Hann sagði tölur síð­ustu daga líta út fyrir að það væri að takast að koma böndum yfir hóp­sýk­ing­una sem hér fór á flug fyrir mán­aða­mót.

Sótt­varna­læknir sagði okkur nú hafa lært að ein­ungis þyrfti einn smit­aðan ein­stak­ling til þess að koma af stað hópsmiti inn­an­lands, en flest þau smit sem greinst hafa und­an­farnar vikur hafa verið með sama upp­runa sam­kvæmt rað­grein­ingu jákvæðra sýna, þó að afbrigðin hafi raunar verið tvö­. Um 4.700 manns komu til lands­ins í gær og voru yfir 3.000 sýni tekin á landa­mær­un­um.

Með þetta í huga sagði Þórólfur að hann hefði lagt til við heil­brigð­is­ráð­herra að skimun yrði áfram beitt á landa­mærum í sam­bland við sótt­kví, ef við vildum virki­lega lág­marka áhætt­una á því að smit bær­ist hingað til lands­ins, en í minn­is­blað­inu reif­aði hann þó nokkra val­mögu­leika, kosti þeirra og galla út frá sótt­varna­sjón­ar­mið­um.

Auglýsing

Í minn­is­blað­inu, sem Þórólfur skil­aði til heil­brigð­is­ráð­herra í morg­un, var einnig að finna til­lögur um áfram­hald­andi sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands, með til­slök­unum þó. Þórólfur segir ekki þörf á að herða aðgerðir inn­an­lands.

„Ef að tölur næstu daga sýna áfram að við höfum náð utan um þennan far­aldur sem er að ganga held ég að við ættum að geta til­tölu­lega fljótt farið að slaka á tak­mörk­unum hér inn­an­lands,“ sagði sótt­varna­lækn­ir.

Hann hvatti þá sem eru með ein­kenni sem gætu bent til COVID-19 til þess að halda sig heima, hafa sam­band við heilsu­gæslu og láta fag­fólkið ákvarða hvort þörf væri á sýna­töku.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent