Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir

Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.

Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Auglýsing

Stað­fest smit af kór­ónu­veirunni hafa ekki verið fleiri í Frakk­landi og á Spáni frá því tak­mörk­unum var aflétt. Spánn ætlar að loka næt­ur­klúbbum og banna reyk­ingar á almanna­færi. Frakk­land er nú komið á lista Breta yfir áhættu­lönd og kraf­ist er tveggja vikna sótt­kvíar af ferða­mönnum sem þaðan koma. Frakkar segja að þá verði því eins farið með ferða­menn frá Bret­landi sem koma til Frakk­lands. Fleiri lönd fara á rauða list­ann hjá Bretum vegna fjölg­unar til­fella: Holland, Malta, Mónakó og nokkrar eyjur í Kar­ab­íska haf­inu, m.a. Aruba sem er vin­sæll sum­ar­leyf­is­staður Breta.

Nær dag­lega ber­ast fréttir af ýmist hertum aðgerðum eða til­slök­unum vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hér og þar í heim­in­um. Í Evr­ópu eru frétt­irnar mjög tíðar þessa dag­ana og aug­ljóst að hratt er þar oft brugð­ist við þegar smitum fjölgar eða hóp­sýk­ingar koma upp.

Sem dæmi hafa nú sex lén í Sví­þjóð verið sett á „rauðan lista“ norskra stjórn­valda eftir að slakað hafði verið á aðgerðum gagn­vart Sví­þjóð fyrir þónokkru síð­an. Þá hafa Norð­menn nú verið beðnir í fyrsta sinn að bera and­lits­grímur þegar þeir nota almenn­ings­sam­göngur og í höf­uð­borg­inni Ósló sé ekki hægt að tryggja 1 metra fjar­lægð milli fólks.

Auglýsing

Spán­verjar kynntu í gær hertar aðgerðir í ell­efu liðum sem m.a. fela í sér að næt­ur­klúbbar og aðrir staðir sem veita vín fram eftir nóttu verður lok­að. Einnig verða reyk­ingar á almenn­ings­stöðum bann­aðar ef ekki er hægt að tryggja 1,5 metra fjar­lægð milli fólks. Á veit­inga­stöðum verður einnig að tryggja 1,5 metra bil milli borða og þar mega ekki fleiri en tíu manns koma saman í hóp­um. Í gær greindust tæp­lega 3.000 ný til­felli af COVID-19 í land­inu. Heil­brigð­is­ráð­herr­ann segir að aðgerð­irnar séu vægar og að vel geti verið að ákveðin svæði herði á reglum á næst­unni.

Á Ítal­íu, sem varð hvað verst úti í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins, hefur nú verið ákveðið að Ítalir og aðrir búsettir í land­inu sem snúa heim úr sum­ar­frí­ium á Spáni, Króa­tíu, Möltu og Grikk­landi, þurfa að fara í skim­un. Yfir 500 ný til­felli greindust þar í gær og heil­brigð­is­ráð­herr­ann segir nauð­syn­legt að grípa til aðgerða strax til að við­halda þeim árangri sem náð­ist í vet­ur. Yfir 250 þús­und manns hafa greinst með veiruna á Ítal­íu. Yfir 35.200 hafa lát­ist, þar af sex í gær.

Fólk að koma úr ferðalagi til Grikklands fer í skimun við komuna heim til Ítalíu. Mynd: EPA

Staðan í Þýska­landi hefur einnig breyst. Í dag var til dæmis upp­lýst að fjórum sinnum fleiri íbúar í bænum Kupferzellen smit­uð­ust af veirunni en áður var talið. Þetta er meðal nið­ur­staðna á mótefna­mæl­ingum sem þýska smit­sjúk­dóma­stofn­unin hefur staðið fyr­ir. Sam­kvæmt mæl­ing­unum smit­uð­ust 7,7 pró­sent íbúa bæj­ar­ins af veirunni sem þýðir að einn af hverjum fimm sýndi engin ein­kenni.

Grísk stjórn­völd hafa ákveðið að herða sam­komu­tak­mark­anir og að ekki megi fleiri en fimm­tíu koma sam­an.



Á Nýja-­Sjá­landi er komið upp hópsmit sem reynt er að ein­angra með hörðum en fyrst og fremst stað­bundnum aðgerð­um. Aðgerð­irnar bein­ast aðal­lega að borg­inni Auckland þar sem smitið upp­götv­að­ist og þar eru þær á þriðja stigi almanna­varna sem þýðir að fólk má ekki fara að heiman nema að brýna nauðyn beri til. Í morgun fram­lengdi for­sæt­is­ráð­herr­ann Jacinda Ardern tak­mark­an­irnar um tólf daga.



Í yfir hund­rað daga greind­ist ekk­ert nýtt inn­an­lands­smit í land­inu en nú eru þau orðin yfir 30 á nokkrum dög­um.



Þriðja dag­inn í röð greindust yfir 60 þús­und ný smit á Ind­landi. Hópsmit hefur m.a. breiðst út í einu stærsta fang­elsi lands­ins og þar er um fjórð­ungur fanga smit­að­ur. Far­ald­ur­inn hefur komið mjög illa við Ind­verja og hvergi í heim­in­um, fyrir utan Banda­ríkin og Bras­il­íu, hafa fleiri til­felli greinst.

Sótthreinsað utandyra í fátæktarhverfi á Indlandi. Mynd: EPA



Það segir þó aðeins hluta af sög­unni þar sem skimun­ar­geta ríkja er mjög mis­jöfn. Það sem sér­fræð­ingar ótt­ast nú er sú stað­reynd að far­ald­ur­inn er far­inn að breið­ast út til dreif­býlla svæða á Ind­landi þar sem gríð­ar­leg fátækt er og mikil vöntun á heil­brigð­is­þjón­ustu.



Í Rúss­landi grein­ast nú yfir 5.000 manns á dag með veiruna og dag­lega eru dauðs­föll yfir hund­rað. Í Úkra­ínu virð­ist far­ald­ur­inn einnig vera að fær­ast í auk­ana og þar greindust í gær yfir 1.700 til­felli og hafa þau aldrei verið fleiri á einum degi. Yfir 2.000 manns hafa lát­ist vegna COVID-19 í Úkra­ínu og sér­fræð­ingar hafa áhyggjur af veld­is­vexti í fjölda sýk­inga síð­ustu vik­urn­ar.



Far­ald­ur­inn er ekki í rénun á heims­vísu. Og í flestum ríkjum þar sem til­slak­anir hafa verið gerðar hefur til­fellum fjölgað á ný.



Í gær ákvað rík­is­stjórn Íslands að krefj­ast þess að allir far­þegar sem hingað koma fari í tvær skimanir með sótt­kví á milli. Þær reglur taka gildi á mið­viku­dag í næstu viku.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent