Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu

Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.

Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Auglýsing

Ekki allar þær grímur sem hafa verið til sölu hér á landi upp­fylla þær kröfur sem sótt­varna­læknir hefur sagt að þurfi að vera til staðar og land­lækn­is­emb­ættið hefur til við­mið­un­ar, en sam­kvæmt leið­bein­ingum þaðan eiga allar einnota grímur hið minnsta að upp­fylla kröfur sem fram koma í vinnu­stofu­sam­þykkt evr­ópsku staðla­sam­tak­anna.

Neyt­enda­stofa fylgist með grímu­mark­aðnum og dæmi eru um að stofn­unin hafi látið taka grímur úr sölu sem upp­fyllt lág­marks­kröf­ur. Raunar hefur tölu­vert magn slíkra verið tekið úr sölu, eins og fram kom í umfjöllun Verð­lags­eft­ir­lits ASÍ um grímu­mark­að­inn í vik­unn­i.  Auglýsing

Við verð­könnun ASÍ kom í ljós að stykkja­verðið á þriggja laga einnota grímum væri æði mis­jafnt, allt frá 49 krónum þar sem það var lægst og upp í 298 krón­ur, en ekki var lagt mat á gæði grím­anna við verð­könn­un­ina.Þór­unn Anna Árn­as­dóttir for­stjóri Neyt­enda­stofu segir að verið sé að kanna vott­anir á þeim grímum sem eru til sölu á land­inu og hún bætir við, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, að til skoð­unar sé hvort þörf sé á að gefa út sér­stakar leið­bein­ingar til sölu­að­ila gríma.Hún segir að stofn­unin hafi ­fengið ábend­ingar frá neyt­endum sem brugð­ist sé við, „þar sem stofn­unin vill alls ekki að neyt­endur séu með grímur sem veita falskt örygg­i.“Það eru þrjár mis­mun­andi stofn­anir sem hafa eft­ir­lit með grímum sem seldar eru á Íslandi. Neyt­enda­stofa hefur eft­ir­lit með grímum fyrir neyt­end­ur, Lyfja­stofnun hefur eft­ir­lits­hlut­verk þegar kemur að grímum sem telj­ast lækn­inga­tæki og Vinnu­eft­ir­litið hefur eft­ir­lit með grímum fyrir atvinnu­líf­ið. Þór­unn Anna segir að Neyt­enda­stofa sé í góðu sam­starfi við hin stjórn­völdin um grímu­eft­ir­lit nú þegar spurn eftir grímum er meiri en nokkru sinni fyrr.„Neyt­enda­stofa er einnig í góðu sam­starfi við stjórn­völd í Evr­ópu sem við fáum ábend­ingar frá og erum í sam­eig­in­legu átaki með,“ segir for­stjór­inn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent