Vísa fólki á félagsmálayfirvöld eða lánastofnanir

Vinnumálastofnun gefur sér allt að átta vikur til þess að afgreiða umsóknir um atvinnuleysisbætur, sem getur valdið þeim sem ekki eiga sparifé til framfærslu vandræðum. Fólki er bent á að leita til lánastofnana eða félagsmálayfirvalda til að brúa bilið.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Auglýsing

Vinnu­mála­stofnun segir að vegna mik­ils álags geti tekið um átta vikur að ljúka við afgreiðslu umsókna um atvinnu­leys­is­bæt­ur, en á meðan ekki er búið að afgreiða umsókn­ina ber­ast engar greiðslur til umsækj­enda. 

Sumir þurfa því að leita á náðir félags­mála­yf­ir­valda í sínu sveit­ar­fé­lagi eða lána­stofn­ana til þess að fá lán fyrir fram­færslu á meðan þeir bíða þess að fá atvinnu­leys­is­bætur greiddar út. 

Kjarn­inn hefur heyrt af dæmum þess að afgreiðslu­tím­inn hafi í sumar verið enn lengri en þær átta vikur sem Vinnu­mála­stofnun gefur upp og ræddi málið við Unni Sverr­is­dótt­ur, for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar.

Auglýsing

„Það er ekki lengur þannig. Það er orðið mjög lítið sem er eldra en átta vikna hjá okk­ur. Við erum búin að vera í mark­vissu átaki og þetta hefur verið í algjörum for­gangi og það er hver ein­asti maður að vinna hér í að afgreiða umsókn­irn­ar, sama hvaða starfi hann gegndi áður,“ segir Unnur við Kjarn­ann.

Hún seg­ist átta sig á því að staða þeirra sem voru á lágum launum og þurfi að bíða þetta lengi eftir að fyrstu greiðslur ber­ist frá Vinnu­mála­stofnun sé erf­ið. „Fé­lags­mála­yf­ir­völd hafa, eins og hérna í Reykja­vík, þau veita lán og lána fólki fyrir fram­færslu á með­an. Það er í raun­inni það eina sem við getum bent fólki á, því mið­ur. Það er annað hvort yfir­dráttur í banka eða eitt­hvað slíkt, eða þá að leita til félags­mála­yf­ir­valda,“ segir Unn­ur.

Hún seg­ist ekki vita hvort bankar séu almennt til í að gera mikið til að hjálpa atvinnu­lausum tíma­bundið með fram­færslu. „Ætli það sé ekki svo­lítið ein­stak­lings­bundið og snú­ist um í hversu góðu sam­bandi þú ert við bank­ann þinn. Ég held að það hljóti nú að vera, en þetta er auð­vitað gríð­ar­lega erfitt fyrir þá sem eru að missa vinnu og hafa verið á lágum laun­um. Við gerum okkur alveg full­kom­lega grein fyrir því,“ segir Unn­ur.

Búist við um 3.000 umsóknum í hverjum mán­uði fram að jólum

For­stjór­inn segir að það sé að takast að vinna niður þann flösku­háls sem mynd­að­ist í mars og apríl þegar það voru á bil­inu 40 til 50 þús­und manns í greiðslu­þjón­ustu hjá Vinnu­mála­stofn­un, meiri­hluti vegna hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. En áfram bæt­ist þó við.

„Grein­ing­ar­deildin hjá okkur er að gera ráð fyrir að jafn­aði um 3.000 umsóknum í hverjum mán­uði fram að jól­u­m,“ segir Unn­ur. Atvinnu­leysið muni því aukast hægt og síg­and­i. 

Stofn­unin bætti við sig starfs­fólki í sumar til þess að takast á við aukin verk­efni og seg­ist Unnur finna fyrir stuðn­ingi frá stjórn­völdum til að halda auknum mann­skap í vinnu hjá Vinnu­mála­stofn­un, enda sé vet­ur­inn „svo­lítið ískyggi­leg­ur“. 

„Ég á ekki von á öðru,“ segir Unnur spurð að því hvort hún haldi að Vinnu­mála­stofnun fái fjár­veit­ingar til að halda því fólki við störf sem ráðið var þegar álagið jókst. „Ég held að stjórn­völd kæri sig ekki um þennan bið­tíma í afgreiðslu, ég finn frekar fyrir stuðn­ingi til þess að halda í þetta fólk heldur en hitt. Það er bara svo ein­falt, það sjá það allir að þetta er ótrú­leg aukn­ing á einu ári.“ 

Kostn­aður vegna atvinnu­leys­is­trygg­inga þegar kom­inn yfir 60 millj­arða á árinu

Sam­kvæmt yfir­liti stjórn­valda yfir stöðu stærstu efna­hags­að­gerð­anna sem gripið var til vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa um 18 millj­arðar króna þegar verið greiddir út vegna hinnar svoköll­uðu hluta­bóta­leið­ar, sem ætluð var til að verja ráðn­ing­ar­sam­band fyr­ir­tækja og starfs­fólks í því mikla óvissu­á­standi sem skap­að­ist fyrr á árinu. Upp­haf­lega áætl­uðu stjórn­völd að fram­kvæmd hluta­bóta­leið­ar­innar myndi kosta 22 millj­arða króna.

Í yfir­liti stjórn­valda einnig fram að þegar sé búið að greiða út 43,5 millj­arða í almennar atvinnu­leys­is­bætur það sem af er ári. Þetta er langt um fram það sem áætlað var í upp­hafi árs, er fregnir af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum voru fjarri vit­und flestra. 

Þá gerðu stjórn­völd ráð fyrir því að kostn­aður vegna almennra atvinnu­leys­is­bóta á árinu 2020 yrði 27,4 millj­arðar króna. Upp­færð áætlun stjórn­valda gerir ráð fyrir að 56 millj­arðar fari í að greiða út almennar atvinnu­leys­is­bætur á árinu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent