Ólafur Helgi flyst frá Suðurnesjum í dómsmálaráðuneytið

Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum mun taka við starfi í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Deilur hafa staðið um störf hans innan lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu.

Ólafur Helgi Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson
Auglýsing

Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum mun láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum og taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra innan dómsmálaráðuneytisins um næstu mánaðamót. 

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum verður auglýst á næstunni, en Grímur Hergeirsson staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi verður tímabundið settur lögreglustjóri í umdæminu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flytur Ólaf Helga til í starfi á grundvelli 36. greinar laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en þar segir meðal annars að stjórnvald sem skipað hafi mann í embætti geti flutt embættismann í annað starf án auglýsingar. 

Auglýsing

Ekki kemur fram í tilkynningu um flutning Ólafs hvort hann hafi óskað eftir flutningi sjálfur, en harðar deilur hafa verið um störf hans innan lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu og rötuðu þær í fjölmiðla í sumar. 

Greint hefður verið frá því í sumar að dómsmálaráðherra hafi bæði beðið Ólaf Helga um að láta af störfum og einnig að honum hafi verið boðið að flytjast til lögreglustjóraembættisins í Vestmannaeyjum.

„Flutningurinn gefur ráðuneytinu og lögreglunni færi á að nýta sérþekkingu hans og reynslu á sviði landamæravörslu næstu árin, sérstaklega þegar kemur að Schengen samstarfinu og þeirri margvíslegu samvinnu Schengen ríkjanna á sviði landamæragæslu sem hefur verið byggð upp innan Frontex landamærastofnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Sem áður segir stendur til að Grímur Hergeirsson verði tímabundið skipaður í embættið á Suðurnesjum, en einnig mun Margrét Kristín Pálsdóttir, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, gegna stöðu aðstoðarlögreglustjóra á sama tímabili.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent