Katrín: Góður árangur í baráttu við veiruna getur orðið styrkleiki ferðaþjónustu

Forsætisráðherra segir að hagræn rök hnigi að því að herða beri aðgerðir á landamærum til þess að tryggja að innanlandshagkerfið verði ekki fyrir of miklu raski af hörðum sóttvarnaráðstöfunum. Óvíða í Evrópu hafi frelsi manna verið takmarkað minna en hér.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að ákvörðun rík­is­stjórnar Íslands um að herða aðgerðir á landa­mærum, eð því að taka þar upp tvö­falda skimun með fjög­urra til fimm daga sótt­kví á milli sem val­kosti við 14 daga sótt­kví, hafi verið byggð á nokkrum þátt­u­m. 

Þróun far­ald­urs­ins hér heima og erlend­is, þar sem smitum er að fjölga, hafi skipt þar mestu svo hægt yrði að verja líf og heilsu fólks og tryggja að sam­fé­lagið geti gengið áfram með sem eðli­leg­ustum hætti.

Hún skilji umræðu um hag­ræna þætti ákvörð­un­ar­innar og þá gagn­rýni sem sett hefur verið fram um skerð­ingu á borg­ara­legum rétt­indum sem henni fylg­i. 

Þetta kemur fram í grein sem for­sæt­is­ráð­herra birtir í Morg­un­blað­inu í dag.

Þar fjallar Katrín líka um hag­ræna grein­ingu sem rík­is­stjórnin lét vinna í aðdrag­anda þess að farið var að skima á landa­mær­um. Þar vísar hún vænt­an­lega í minn­is­blað fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sem lagt var fram í rík­is­stjórn sama dag og ákvörð­unin var til­kynnt, þann 14. ágúst, og Kjarn­inn greindi frá síðar það kvöld. Þar sagði meðal ann­ars að „efna­hags­legir hags­munir af því að kom­ast hjá hörðum sótt­varna­að­gerðum geta hlaupið á hund­ruðum millj­arða króna“.

Flókið að meta áhrif á efna­hags­lífið

Í grein Katrínar segir að margt áhuga­vert hafi komið fram í þeirri grein­ingu, meðal ann­ars að  hag­ræn rök hnigi að því að herða beri aðgerðir á landa­mærum til þess að tryggja að inn­an­lands­hag­kerfið verði ekki fyrir of miklu raski af hörðum sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Þ„ar er enn fremur bent á að ferða­tak­mark­anir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferða­manna, þar skipta ferða­tak­mark­anir ann­arra ríkja líka máli en einnig almennur ferða­vilji sem gera má ráð fyrir að minnki þegar far­ald­ur­inn er í miklum vext­i.“

Auglýsing
]Hún segir að mat á áhrifum sótt­varn­ar­að­gerða á efna­hags­lífið sé þó flókið og að ólíkar atvinnu­greinar verði fyrir mis­mun­andi áhrif­um. Aug­ljóst sé að harðar aðgerðir á landa­mærum hafa einkum nei­kvæð áhrif á ferða­þjón­ustu en harðar sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands hafa einnig víð­tæk áhrif á allar atvinnu­grein­ar, líka ferða­þjón­ustu. „Þrátt fyrir erf­iða stöðu erum við svo lánsöm að íslensk nátt­úra og fag­leg ferða­þjón­usta munu halda áfram að laða hingað gesti hvaðanæva úr heim­in­um. Ef Íslandi mun takast vel upp í bar­átt­unni við veiruna getur það orðið styrk­leiki ferða­þjón­ust­unnar til lengri tíma.“

Katrín fer yfir mis­mun­andi áhrif aðgerða á sam­drátt í ýmsum nágranna­löndum okkar í grein­inni, og vitnar þar í gögn frá Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Á öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs hafi þýska hag­kerfið til að mynda dreg­ist saman um tíu pró­sent og það breska um 20 pró­sent, en þar hafi þurft að ráð­ast í gríð­ar­lega harðar sótt­varna­að­gerðir inn­an­lands. „Áhuga­vert er að sjá að sam­dráttur í Dan­mörku (-7,4 pró­sent) og Finn­landi (-3,2 pró­sent) á þessum sama árs­fjórð­ungi er minni en í Sví­þjóð (-8,6 pró­sent) sem þó beitti væg­ari sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Þarna spilar margt inn í en segir okkur samt að ekki er hægt að draga þá ein­földu ályktun að harðar sótt­varna­ráð­staf­anir skili sjálf­krafa meiri sam­drætt­i.“

Segir umræðu um borg­ara­leg rétt­indi mik­il­væga

For­sæt­is­ráð­herra fjallar líka um umræð­una um borg­ara­leg rétt­indi, en ýmsir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem situr í rík­is­stjórn henn­ar, hafa verið sér­stak­lega dug­legir við að gagn­rýna áhrif sótt­varn­ar­að­gerða á þau rétt­indi.

Katrín segir að um mik­il­væga umræðu sé að ræða og furðar sig á því að hún hafi ekki vaknað fyrr. „Vissu­lega hafa sótt­varna­ráð­staf­anir haft áhrif á rétt­indi lands­manna þó að óvíða í Evr­ópu hafi frelsi manna verið tak­markað minna en hér á landi sein­ustu sex mán­uði. Það hversu hratt fólk kemst yfir landa­mæri Íslands er ekki það eina sem máli skipt­ir, líta þarf til sam­fé­lags­ins alls. Það þarf að líta til skóla­starfs, menn­ing­ar- og íþrótta­starfs og vega og meta þær umtals­verðu hömlur sem settar hafa verið á atvinnu­rétt­indi þús­unda manna. Mestu tak­mark­an­irnar hafa snú­ist um hjúkr­un­ar­heim­ili sem hafa verið vernduð hér á landi, tug­þús­undir eldri borg­ara og þeir sem haldnir eru alvar­legum sjúk­dómum hafa mátt búa við veru­lega félags­lega ein­angr­un.“

Mat rík­is­stjórn­ar­innar sé að fimm daga ferða­tími yfir landa­mærin væri væg­ari skerð­ing rétt­inda en ýmsar þær hömlur sem gripið var til í vor og yfir­vof­andi væru ef það tæk­ist ekki að halda veirunni í skefj­um. „Bar­átt­unni við veiruna er hvergi nærri lok­ið. En þegar henni lýkur er okkar mark­mið að hægt verði að segja að saman hafi okkur tek­ist að vernda heilsu, efna­hag og frelsi okkar þannig að þjóð­lífið allt verði fyrir sem minnstum skaða og þjóð­inni tak­ist að vinna hratt til baka það sem tap­ast hefur í þessum far­aldri. Í opnu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi er mik­il­vægt að fram fari umræða um ólíka þætti þess­arar bar­áttu og eðli­legt að það sé rætt með gagn­rýnum hætti hvernig gripið er inn í dag­legt líf fólks og hvernig efna­hags­lífi þjóð­ar­innar verði sem best borg­ið. Stefna íslenskra stjórn­valda hefur frá upp­hafi verið skýr; að verja líf og heilsu fólks og tryggja sem eðli­leg­astan gang alls sam­fé­lags­ins. Allar aðgerðir okkar end­ur­spegla þessi leið­ar­ljós og miða að því að tryggja hag almenn­ings á Íslandi sem allra best.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent