Kellyanne Conway að hætta í Hvíta húsinu

Einn sýnilegasti talsmaður Donald Trump, og einn hans nánasti ráðgjafi, hefur tilkynnt að hún muni hætta í Hvíta húsinu fyrir lok mánaðar. Eiginmaður hennar, einn sýnilegasti gagnrýnandi Trump, ætlar að draga sig út úr virkri andstöðu við forsetann.

Kellyanne Conway
Kellyanne Conway
Auglýsing

Kellyanne Conway, ein helsti ráð­gjafi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, hefur ákveðið að hætta að starfa í Hvíta hús­inu í lok þessa mán­að­ar. Hún greindi Trump frá þessu í gær, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem hún birti á Twitter í gær­kvöld­i. 

Conway var lyk­il­mann­eskja í fram­boði Trump til for­seta árið 2016 og er ein af fáum sem voru til staðar þá sem enn eru í innsta hring for­set­ans, og tengj­ast honum ekki fjöl­skyldu­bönd­um. 

Hún hefur verið einn sýni­leg­asti opin­beri verj­andi hans þegar mikið hefur gengið á vegna umdeildra ákvarð­ana eða orða for­set­ans.

Auglýsing
Á sama tíma hefur eig­in­maður henn­ar, George Conway, verið harður gagn­rýn­andi Trump en hann er einn þeirra Repúblik­ana sem standa að the Lincoln Project, hóps sem hefur það eina mark­mið að koma í veg fyrir að Trump nái end­ur­kjöri í nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Hóp­ur­inn hefur meðal ann­ars birt mynd­bönd sem hafa vakið mikla athygli.

Conway greindi frá því á Twitter í gær að hann ætli að draga sig út úr the Lincoln Project og taka sér frí frá Twitter um tíma, þótt hann til­greindi að hann styðji verk­efnið áfram.

Ákvörðun tekin af fjöl­skyldu­á­stæðum

Ákvörðun Conwa­y-hjón­anna kom flestum í opna skjöldu. Kellyanne átti að vera á meðal ræðu­manna á flokks­þingi Repúblikana­flokks­ins sem hefst í dag þar sem hún átti að tala á mið­viku­dag fyrir end­ur­kjöri Trump. Ólík­legt þykir að af ræðu hennar verði í ljósi ákvörð­unar hennar um að stiga til hlið­ar. 

Sú ákvörðun er tekin af fjöl­skyldu­á­stæð­um, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem Kellyanne Conway birti á Twitt­er. 

Ljóst er að opin­berar póli­tískar deilur hjón­anna, og sú mikla athygli sem þau fá vegna henn­ar, hefur haft áhrif á fjögur börn þeirra, sem sum hver eru á tán­ings­aldri.

Í yfir­lýs­ingu Kellyanne Conway segir að þau hjónin séu ósam­mála um margt, en sam­einuð gagn­vart því sem mestu skipti, börn­un­um. 

„Nú um stund­ir, og fyrir börnin mín, þá verður minna drama og meira mamma,“ skrif­aði Kellyanne Conway í yfir­lýs­ing­unni.

Dóttir­inn harð­orð á Twitter

Fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum greina frá því að deil­urnar hafi sér­stak­lega haft slæm áhrif á Claudiu, 15 ára dóttur þeirra. Hún hefur lengi gagn­rýnt Trump á Twitt­er, móður sína fyrir að starfa fyrir hann og verja en hefur líka tekið sér­stak­lega fram að hún og faðir hennar deili vart skoð­unum um nokkurn hlut. Það sem sam­eini þau sé almenn skyn­semi þegar komi að sitj­andi for­seta Banda­ríkj­anna, og yfir­manni móður henn­ar.

Claudia til­kynnti í tísti á laug­ar­dag að hún ætl­aði að sækj­ast eftir því að öðl­ast sjálf­stæði frá for­eldrum sínum fyrir dóm­stól­um. Hún hafði látið ýmis önnur eft­ir­tekt­ar­verð ummæli falla um for­eldra sína í aðdrag­and­an­um. 

Dag­inn eftir skrif­aði hún á sama stað að hún ætl­aði að taka sér frí frá Twitter og bað fólk um að hata ekki for­eldra sína.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent