Kellyanne Conway að hætta í Hvíta húsinu

Einn sýnilegasti talsmaður Donald Trump, og einn hans nánasti ráðgjafi, hefur tilkynnt að hún muni hætta í Hvíta húsinu fyrir lok mánaðar. Eiginmaður hennar, einn sýnilegasti gagnrýnandi Trump, ætlar að draga sig út úr virkri andstöðu við forsetann.

Kellyanne Conway
Kellyanne Conway
Auglýsing

Kellyanne Conway, ein helsti ráð­gjafi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, hefur ákveðið að hætta að starfa í Hvíta hús­inu í lok þessa mán­að­ar. Hún greindi Trump frá þessu í gær, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem hún birti á Twitter í gær­kvöld­i. 

Conway var lyk­il­mann­eskja í fram­boði Trump til for­seta árið 2016 og er ein af fáum sem voru til staðar þá sem enn eru í innsta hring for­set­ans, og tengj­ast honum ekki fjöl­skyldu­bönd­um. 

Hún hefur verið einn sýni­leg­asti opin­beri verj­andi hans þegar mikið hefur gengið á vegna umdeildra ákvarð­ana eða orða for­set­ans.

Auglýsing
Á sama tíma hefur eig­in­maður henn­ar, George Conway, verið harður gagn­rýn­andi Trump en hann er einn þeirra Repúblik­ana sem standa að the Lincoln Project, hóps sem hefur það eina mark­mið að koma í veg fyrir að Trump nái end­ur­kjöri í nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Hóp­ur­inn hefur meðal ann­ars birt mynd­bönd sem hafa vakið mikla athygli.

Conway greindi frá því á Twitter í gær að hann ætli að draga sig út úr the Lincoln Project og taka sér frí frá Twitter um tíma, þótt hann til­greindi að hann styðji verk­efnið áfram.

Ákvörðun tekin af fjöl­skyldu­á­stæðum

Ákvörðun Conwa­y-hjón­anna kom flestum í opna skjöldu. Kellyanne átti að vera á meðal ræðu­manna á flokks­þingi Repúblikana­flokks­ins sem hefst í dag þar sem hún átti að tala á mið­viku­dag fyrir end­ur­kjöri Trump. Ólík­legt þykir að af ræðu hennar verði í ljósi ákvörð­unar hennar um að stiga til hlið­ar. 

Sú ákvörðun er tekin af fjöl­skyldu­á­stæð­um, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem Kellyanne Conway birti á Twitt­er. 

Ljóst er að opin­berar póli­tískar deilur hjón­anna, og sú mikla athygli sem þau fá vegna henn­ar, hefur haft áhrif á fjögur börn þeirra, sem sum hver eru á tán­ings­aldri.

Í yfir­lýs­ingu Kellyanne Conway segir að þau hjónin séu ósam­mála um margt, en sam­einuð gagn­vart því sem mestu skipti, börn­un­um. 

„Nú um stund­ir, og fyrir börnin mín, þá verður minna drama og meira mamma,“ skrif­aði Kellyanne Conway í yfir­lýs­ing­unni.

Dóttir­inn harð­orð á Twitter

Fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum greina frá því að deil­urnar hafi sér­stak­lega haft slæm áhrif á Claudiu, 15 ára dóttur þeirra. Hún hefur lengi gagn­rýnt Trump á Twitt­er, móður sína fyrir að starfa fyrir hann og verja en hefur líka tekið sér­stak­lega fram að hún og faðir hennar deili vart skoð­unum um nokkurn hlut. Það sem sam­eini þau sé almenn skyn­semi þegar komi að sitj­andi for­seta Banda­ríkj­anna, og yfir­manni móður henn­ar.

Claudia til­kynnti í tísti á laug­ar­dag að hún ætl­aði að sækj­ast eftir því að öðl­ast sjálf­stæði frá for­eldrum sínum fyrir dóm­stól­um. Hún hafði látið ýmis önnur eft­ir­tekt­ar­verð ummæli falla um for­eldra sína í aðdrag­and­an­um. 

Dag­inn eftir skrif­aði hún á sama stað að hún ætl­aði að taka sér frí frá Twitter og bað fólk um að hata ekki for­eldra sína.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent