Kellyanne Conway að hætta í Hvíta húsinu

Einn sýnilegasti talsmaður Donald Trump, og einn hans nánasti ráðgjafi, hefur tilkynnt að hún muni hætta í Hvíta húsinu fyrir lok mánaðar. Eiginmaður hennar, einn sýnilegasti gagnrýnandi Trump, ætlar að draga sig út úr virkri andstöðu við forsetann.

Kellyanne Conway
Kellyanne Conway
Auglýsing

Kellyanne Conway, ein helsti ráð­gjafi Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, hefur ákveðið að hætta að starfa í Hvíta hús­inu í lok þessa mán­að­ar. Hún greindi Trump frá þessu í gær, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem hún birti á Twitter í gær­kvöld­i. 

Conway var lyk­il­mann­eskja í fram­boði Trump til for­seta árið 2016 og er ein af fáum sem voru til staðar þá sem enn eru í innsta hring for­set­ans, og tengj­ast honum ekki fjöl­skyldu­bönd­um. 

Hún hefur verið einn sýni­leg­asti opin­beri verj­andi hans þegar mikið hefur gengið á vegna umdeildra ákvarð­ana eða orða for­set­ans.

Auglýsing
Á sama tíma hefur eig­in­maður henn­ar, George Conway, verið harður gagn­rýn­andi Trump en hann er einn þeirra Repúblik­ana sem standa að the Lincoln Project, hóps sem hefur það eina mark­mið að koma í veg fyrir að Trump nái end­ur­kjöri í nóv­em­ber næst­kom­and­i. 

Hóp­ur­inn hefur meðal ann­ars birt mynd­bönd sem hafa vakið mikla athygli.

Conway greindi frá því á Twitter í gær að hann ætli að draga sig út úr the Lincoln Project og taka sér frí frá Twitter um tíma, þótt hann til­greindi að hann styðji verk­efnið áfram.

Ákvörðun tekin af fjöl­skyldu­á­stæðum

Ákvörðun Conwa­y-hjón­anna kom flestum í opna skjöldu. Kellyanne átti að vera á meðal ræðu­manna á flokks­þingi Repúblikana­flokks­ins sem hefst í dag þar sem hún átti að tala á mið­viku­dag fyrir end­ur­kjöri Trump. Ólík­legt þykir að af ræðu hennar verði í ljósi ákvörð­unar hennar um að stiga til hlið­ar. 

Sú ákvörðun er tekin af fjöl­skyldu­á­stæð­um, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu sem Kellyanne Conway birti á Twitt­er. 

Ljóst er að opin­berar póli­tískar deilur hjón­anna, og sú mikla athygli sem þau fá vegna henn­ar, hefur haft áhrif á fjögur börn þeirra, sem sum hver eru á tán­ings­aldri.

Í yfir­lýs­ingu Kellyanne Conway segir að þau hjónin séu ósam­mála um margt, en sam­einuð gagn­vart því sem mestu skipti, börn­un­um. 

„Nú um stund­ir, og fyrir börnin mín, þá verður minna drama og meira mamma,“ skrif­aði Kellyanne Conway í yfir­lýs­ing­unni.

Dóttir­inn harð­orð á Twitter

Fjöl­miðlar í Banda­ríkj­unum greina frá því að deil­urnar hafi sér­stak­lega haft slæm áhrif á Claudiu, 15 ára dóttur þeirra. Hún hefur lengi gagn­rýnt Trump á Twitt­er, móður sína fyrir að starfa fyrir hann og verja en hefur líka tekið sér­stak­lega fram að hún og faðir hennar deili vart skoð­unum um nokkurn hlut. Það sem sam­eini þau sé almenn skyn­semi þegar komi að sitj­andi for­seta Banda­ríkj­anna, og yfir­manni móður henn­ar.

Claudia til­kynnti í tísti á laug­ar­dag að hún ætl­aði að sækj­ast eftir því að öðl­ast sjálf­stæði frá for­eldrum sínum fyrir dóm­stól­um. Hún hafði látið ýmis önnur eft­ir­tekt­ar­verð ummæli falla um for­eldra sína í aðdrag­and­an­um. 

Dag­inn eftir skrif­aði hún á sama stað að hún ætl­aði að taka sér frí frá Twitter og bað fólk um að hata ekki for­eldra sína.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent