Kellyanne Conway, ein helsti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að hætta að starfa í Hvíta húsinu í lok þessa mánaðar. Hún greindi Trump frá þessu í gær, samkvæmt yfirlýsingu sem hún birti á Twitter í gærkvöldi.
Conway var lykilmanneskja í framboði Trump til forseta árið 2016 og er ein af fáum sem voru til staðar þá sem enn eru í innsta hring forsetans, og tengjast honum ekki fjölskylduböndum.
Hún hefur verið einn sýnilegasti opinberi verjandi hans þegar mikið hefur gengið á vegna umdeildra ákvarðana eða orða forsetans.
Hópurinn hefur meðal annars birt myndbönd sem hafa vakið mikla athygli.
Conway greindi frá því á Twitter í gær að hann ætli að draga sig út úr the Lincoln Project og taka sér frí frá Twitter um tíma, þótt hann tilgreindi að hann styðji verkefnið áfram.
So I’m withdrawing from @ProjectLincoln to devote more time to family matters. And I’ll be taking a Twitter hiatus.
— George Conway (@gtconway3d) August 24, 2020
Needless to say, I continue to support the Lincoln Project and its mission. Passionately.
Ákvörðun tekin af fjölskylduástæðum
Ákvörðun Conway-hjónanna kom flestum í opna skjöldu. Kellyanne átti að vera á meðal ræðumanna á flokksþingi Repúblikanaflokksins sem hefst í dag þar sem hún átti að tala á miðvikudag fyrir endurkjöri Trump. Ólíklegt þykir að af ræðu hennar verði í ljósi ákvörðunar hennar um að stiga til hliðar.
Sú ákvörðun er tekin af fjölskylduástæðum, samkvæmt yfirlýsingu sem Kellyanne Conway birti á Twitter.
I'm Leaving the White House. Gratefully & Humbly.
— Kellyanne Conway (@KellyannePolls) August 24, 2020
Here is my statement:https://t.co/MpYxVfrY2N
God Bless You All.
Ljóst er að opinberar pólitískar deilur hjónanna, og sú mikla athygli sem þau fá vegna hennar, hefur haft áhrif á fjögur börn þeirra, sem sum hver eru á táningsaldri.
Í yfirlýsingu Kellyanne Conway segir að þau hjónin séu ósammála um margt, en sameinuð gagnvart því sem mestu skipti, börnunum.
„Nú um stundir, og fyrir börnin mín, þá verður minna drama og meira mamma,“ skrifaði Kellyanne Conway í yfirlýsingunni.
Dóttirinn harðorð á Twitter
Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá því að deilurnar hafi sérstaklega haft slæm áhrif á Claudiu, 15 ára dóttur þeirra. Hún hefur lengi gagnrýnt Trump á Twitter, móður sína fyrir að starfa fyrir hann og verja en hefur líka tekið sérstaklega fram að hún og faðir hennar deili vart skoðunum um nokkurn hlut. Það sem sameini þau sé almenn skynsemi þegar komi að sitjandi forseta Bandaríkjanna, og yfirmanni móður hennar.
Claudia tilkynnti í tísti á laugardag að hún ætlaði að sækjast eftir því að öðlast sjálfstæði frá foreldrum sínum fyrir dómstólum. Hún hafði látið ýmis önnur eftirtektarverð ummæli falla um foreldra sína í aðdragandanum.
i’m officially pushing for emancipation. buckle up because this is probably going to be public one way or another, unfortunately. welcome to my life
— CLAUDIA CONWAY (@claudiamconwayy) August 23, 2020
Daginn eftir skrifaði hún á sama stað að hún ætlaði að taka sér frí frá Twitter og bað fólk um að hata ekki foreldra sína.