Sex manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Öll greindust þau á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, en þar voru alls 800 sýni greind.
Sjötíu og eitt sýni til viðbótar voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu, en ekkert þeirra var jákvætt. Alls voru 1.979 sýni tekin í landamæraskimun og er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu á þremur þeirra. Þetta kemur fram á covid.is.
Fjögur af þeim sex sem greindust innanlands höfðu verið í sóttkví þegar sýni úr þeim var tekið. Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 þúsund íbúa stendur nú í 19,6 en nýgengi landamærasmita er 11,5.
Alls eru 115 manns í einangrun, þar af 76 sem smitast hafa af veirunni innanlands. Hundrað og tuttugu manns hafa lokið einangrun eftir að hafa smitast innanlands síðan 15. júní. Einn einstaklingur er innlagður á spítala með COVID-19.
Alls eru 990 manns í sóttkví.