Framlenging vinnumarkaðsúrræða komi til með að kosta 5,4 milljarða

Í vikunni samþykkti ríkisstjórnin að framlengja hlutabætur út október og að tekjutenging atvinnuleysisbóta vari tímabundið í sex mánuði í stað þriggja. Þá verður hægt að sækja um greiðslu launa fólks í sóttkví út árið 2021.

Frumvarp um breytingu á lögum er verða vinnumarkaðinn kemur frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra.
Frumvarp um breytingu á lögum er verða vinnumarkaðinn kemur frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna fram­leng­ingar hluta­bóta­leið­ar, tíma­bund­innar leng­ingar tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta og greiðslu launa til fólks í sótt­kví er met­inn vera um 5,4 millj­arðar króna. Þetta kemur fram í grein­ar­gerð frum­varps Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, félags- og barna­mála­ráð­herra, um breyt­ingu á lögum um til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Frum­varpið var sam­þykkt af rík­is­stjórn í vik­unni.

Með sam­þykkt frum­varps­ins var hluta­bóta­leiðin fram­lengd í tvo mán­uði og gildir nú út októ­ber auk þess sem réttur til tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta verður tíma­bundið lengdur úr þremur mán­uðum í sex. Þá mun greiðsla launa til ein­stak­linga í sótt­kví halda áfram og vera heim­il­aðar á tíma­bil­inu 1. októ­ber 2020 til og með 31. des­em­ber 2021.

Tveir millj­arðar í hluta­bætur

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kemur fram að áætl­aður kostn­aður við leng­ingu hluta­bóta úrræð­is­ins sé um tveir millj­arðar króna. Sú áætlun mið­ast við að fjöldi umsókna um atvinnu­leys­is­bætur sam­hliða minnk­uðu starfs­hlut­falli á gild­is­tíma úrræð­is­ins verði á bil­inu 2.500 til 3.500. Erfitt sé að spá fyrir um hver þróun fjölda atvinnu­leit­enda sem nýtir sér úrræðið verð­ur. 

Auglýsing

Þegar mest var nýttu rúm­lega 36.000 ein­stak­lingar sér úrræðið en um miðjan ágúst var fjöldi þeirra kom­inn niður fyrir 3.000. Um miðjan þennan mánuð var búið að greiða út 18 millj­arða króna en áætl­anir höfðu gert ráð fyrir að kostn­aður úrræð­is­ins í ár næmi 22 millj­örðum króna

Aukin tekju­teng­ing kosti rúma þrjá millj­arða

Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni gerir Vinnu­mála­stofnun ráð fyrir að kostn­aður við tíma­bundna aukn­ingu á tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta muni nema um 3,2 millj­örðum króna. Áætlað er sá kostn­aður skipt­ist þannig að 1,7 millj­arðar falli á árið 2020 en 1,5 millj­arðar árið 2021. Mikil óviss er þó í mati kostn­að­ar­ins.

„Mat á mögu­legum útgjöldum Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs vegna þeirra breyt­inga sem frum­varp þetta gerir ráð fyrir hvað varðar tíma­bund­inn auk­inn rétt atvinnu­leit­enda til tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta bygg­ist meðal ann­ars á mögu­legri þróun fjölda umsækj­enda um atvinnu­leys­is­bætur en erfitt er að spá fyrir um hver sú þróun verð­ur,“ segir um matið í grein­ar­gerð­inni.

Mark­miðið með fram­­leng­ingu á rétti til tekju­tengdra atvinn­u­­leys­is­­bóta úr þremur mán­uðum í sex mán­uði er að koma til móts við ein­stak­l­inga sem orðið hafa fyrir atvinn­u­missi vegna far­ald­­ur­s­ins og munu búa við skerta mög­u­­leika á atvinnu næstu mis­s­er­i. 

Sótt­kví­ar­laun ekki kostað jafn mikið og gert var ráð fyrir

Kostn­aður vegna fram­leng­ingar á greiðslu launa í sótt­kví er met­inn verða á bil­inu 200 til 300 millj­ónir króna. Sú tala er fengin með því að áætla að greitt verði til 1.500 til 2.000 ein­stak­linga sem þurfa að sæta sótt­kví og að með­al­greiðsla verði svipuð og verið hef­ur, um 130.000 krónur til hvers ein­stak­lings. 

Hægt var að sækja um greiðslur launa í sótt­kví frá Vinnu­mála­stofn­unar til 1. júlí síð­ast­lið­inn. Alls nemur kostn­aður við úrræðið þar til nú um 190 millj­ónum króna. Í grein­ar­gerð­inni segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Vinnu­mála­stofnun hafi stofn­unin afgreitt rúm­lega 1.000 umsóknir vegna tæp­lega 1.500 ein­stak­linga. Upp­haf­legt kostn­að­ar­mat hafi verið 600 til 700 millj­ónir vegna úrræð­is­ins, en gert var ráð fyrir að lögin myndu ná til 2.500 til 3.000 ein­stak­linga og með­al­greiðsla vegna ein­stak­lings yrði um 240.000. Með­al­greiðslur urðu á end­anum líkt og áður segir um 130.000 krón­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent