Framlenging vinnumarkaðsúrræða komi til með að kosta 5,4 milljarða

Í vikunni samþykkti ríkisstjórnin að framlengja hlutabætur út október og að tekjutenging atvinnuleysisbóta vari tímabundið í sex mánuði í stað þriggja. Þá verður hægt að sækja um greiðslu launa fólks í sóttkví út árið 2021.

Frumvarp um breytingu á lögum er verða vinnumarkaðinn kemur frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra.
Frumvarp um breytingu á lögum er verða vinnumarkaðinn kemur frá Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Kostnaður ríkissjóðs vegna framlengingar hlutabótaleiðar, tímabundinnar lengingar tekjutengdra atvinnuleysisbóta og greiðslu launa til fólks í sóttkví er metinn vera um 5,4 milljarðar króna. Þetta kemur fram í greinargerð frumvarps Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um breytingu á lögum um til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru. Frumvarpið var samþykkt af ríkisstjórn í vikunni.

Með samþykkt frumvarpsins var hlutabótaleiðin framlengd í tvo mánuði og gildir nú út október auk þess sem réttur til tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður tímabundið lengdur úr þremur mánuðum í sex. Þá mun greiðsla launa til einstaklinga í sóttkví halda áfram og vera heimilaðar á tímabilinu 1. október 2020 til og með 31. desember 2021.

Tveir milljarðar í hlutabætur

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að áætlaður kostnaður við lengingu hlutabóta úrræðisins sé um tveir milljarðar króna. Sú áætlun miðast við að fjöldi umsókna um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli á gildistíma úrræðisins verði á bilinu 2.500 til 3.500. Erfitt sé að spá fyrir um hver þróun fjölda atvinnuleitenda sem nýtir sér úrræðið verður. 

Auglýsing

Þegar mest var nýttu rúmlega 36.000 einstaklingar sér úrræðið en um miðjan ágúst var fjöldi þeirra kominn niður fyrir 3.000. Um miðjan þennan mánuð var búið að greiða út 18 milljarða króna en áætlanir höfðu gert ráð fyrir að kostnaður úrræðisins í ár næmi 22 milljörðum króna

Aukin tekjutenging kosti rúma þrjá milljarða

Samkvæmt greinargerðinni gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að kostnaður við tímabundna aukningu á tekjutengingu atvinnuleysisbóta muni nema um 3,2 milljörðum króna. Áætlað er sá kostnaður skiptist þannig að 1,7 milljarðar falli á árið 2020 en 1,5 milljarðar árið 2021. Mikil óviss er þó í mati kostnaðarins.

„Mat á mögulegum útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna þeirra breytinga sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir hvað varðar tímabundinn aukinn rétt atvinnuleitenda til tekjutengdra atvinnuleysisbóta byggist meðal annars á mögulegri þróun fjölda umsækjenda um atvinnuleysisbætur en erfitt er að spá fyrir um hver sú þróun verður,“ segir um matið í greinargerðinni.

Mark­miðið með fram­leng­ingu á rétti til tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta úr þremur mán­uðum í sex mán­uði er að koma til móts við ein­stak­linga sem orðið hafa fyrir atvinnu­missi vegna far­ald­urs­ins og munu búa við skerta mögu­leika á atvinnu næstu miss­eri. 

Sóttkvíarlaun ekki kostað jafn mikið og gert var ráð fyrir

Kostnaður vegna framlengingar á greiðslu launa í sóttkví er metinn verða á bilinu 200 til 300 milljónir króna. Sú tala er fengin með því að áætla að greitt verði til 1.500 til 2.000 einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví og að meðalgreiðsla verði svipuð og verið hefur, um 130.000 krónur til hvers einstaklings. 

Hægt var að sækja um greiðslur launa í sóttkví frá Vinnumálastofnunar til 1. júlí síðastliðinn. Alls nemur kostnaður við úrræðið þar til nú um 190 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafi stofnunin afgreitt rúmlega 1.000 umsóknir vegna tæplega 1.500 einstaklinga. Upphaflegt kostnaðarmat hafi verið 600 til 700 milljónir vegna úrræðisins, en gert var ráð fyrir að lögin myndu ná til 2.500 til 3.000 einstaklinga og meðalgreiðsla vegna einstaklings yrði um 240.000. Meðalgreiðslur urðu á endanum líkt og áður segir um 130.000 krónur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent