Þrír einstaklingar greindust með COVID-19 innanlands í gær, en einungis einn þeirra var í sóttkví þegar sýni úr honum var tekið. Enginn er lengur inniliggjandi á spítala vegna sjúkdómsins, en fjöldi fólks í sóttkví rís nokkuð á milli daga og eru nú 1.072 manns í sóttkví. Í gær voru 990 manns í sóttkví.
Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa er nú 18,8, en 113 manns eru í einangrun með virkt smit hér á landi. Sjötíu og þrjú þeirra smituðust innanlands, en afgangurinn greindist með veiruna í landamæraskimun. Þetta kemur fram á covid.is.
Jákvæðu sýnin þrjú greindust öll á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, en þar voru 600 sýni greind. Til viðbótar voru 167 sýni greind hjá Íslenskri erfðagreiningu og 1.682 sýni í tengslum við landamæraskimun.
Sex jákvæð sýni greindust á landamærunum. Einn var með virkt smit, en niðurstöðu úr mótefnamælingu er beðið hjá hinum fyrr.
Í fyrradag greindust þrjú sýni jákvæð á landamærunum og reyndust þeirra vera með virkt smit en einn með mótefni fyrir kórónuveirunni.